Árborg Sumarblaðið 2020
Sumarið í Árborg 2020 | 7 Sundnámskeið Umf. Selfoss sumarið Vornámskeið sunddeildar Umf. Selfoss verður haldið 8-18. júní 2020 í gömlu innilauginni á Selfossi. Kennt verður fyrir hádegi virka daga í alls 8 skifti í 45 mínútur í senn. Fyrsti hópur byrjar kl. 8:00. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2015 og eldri. Börnin koma ofaí laugina án foreldris (nema ástæða sé til annars). Athygli er vakin á því að það verður hópur í boði fyrir börn sem eru byrjuð í skóla og vilja/þurfa að bæta sundkunnáttuna. Kennari á námskeiðinu er Guðbjörg H.Bjarnadóttir íþrótta- kennari og sundþjálfari sem kennt hefur á þessum nám- skeiðum í mörg ár. Námskeiðsgjaldið er 16.000 kr. og ef annað systkini kemur líka þá greiðir seinna barnið 13.500 kr. Athugið að frístunda- styrkur Árborgar er 45.000 kr. á þessu ári og hægt er að nýta styrkinn til að greiða námskeiðsgjaldið. Skráning á guggahb@sim net.is eða í síma 848 1626. Best er að fá skráningar f yrir f yrir 5. júní. Senda þarf fullt nafn barns og kennitölu, nafn foreldris, gsm númer og tölvupóstfang. Einnig upplýsingar um hvort barnið er óhrætt í vatni og getur fleytt sér kútlaust eða ef það er óöruggt og kafar ekki/lítið. Sumarnámskeið f imleikadei ldar Sel foss Fimleikanámskeið fyrir börn fædd 2007 – 2014 Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, sam- hæfingu, styrk og liðleika. Ekki þarf að hafa verið í fimleikum áður til að geta sótt námskeiðið. Æfingarnar verða í Baulu, íþróttahús- inu við Sunnulækjarskóla. Í boði eru vikurnar 8. – 11. júní, 15. – 18. júní, 22. – 25. júní, 3. – 6. ágúst og 10. – 13. ágúst. Hægt verður að skrá sig á stakar vikur. Verð fyrir 1 viku 5.500 kr. / Verð fyrir sumarnámskeið 5 vikur 24.900 kr. Fimleikanámskeið f yrir börn fædd 2012 – 2014 Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:00 – 11:30 Fimleikanámskeið f yrir drengi fædda 2007 – 2011 (fyrir þá sem ekki eru skráðir í deildina) Mánudaga – miðvikudaga kl. 10:00 – 12:00 Fimmtudaga kl. 9:00 – 11:00 Fimleikanámskeið f yrir stúlkur fæddar 2010 og 2011 (fyrir þær sem ekki eru skráðar í deildina) Mánudaga og þriðjudaga 9:00 – 11:00 Miðvikudaga 11:00 – 13:00 Fimmtudaga 10:00 – 12:00 Fimleikanámskeið f yrir stúlkur fæddar 2007 – 2009 (fyrir þær sem ekki eru skráðar í deildina) Mánudaga og miðvikudaga kl. 11:00 – 13:30 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00 – 13:00 Opnað verður f yrir skráningar 11. maí á selfoss.felog.is Nánari upplýsingar fást á fimleikar@umfs.is.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==