Árborg Sumarblaðið 2020
8 | Sumarið í Árborg 2020 GOLFLEIKJANÁMSKEIÐ GOS 2020 ÆFINGAR – LEIKIR – GRILL Aldur: 5 – 14 ára. Á námskeiðunum verður nemendum skipt í tvo aldurshópa, 5 – 9 ára og 10 – 14 ára. Dagsetningar: 9. – 12. júní (4 dagar) 15. – 19. júní (4 dagar) Tími 9:00 – 12:00 Verð: Námskeið kostar 8.000 kr. Veittur er 20% systkina- afsláttur. Einnig er veittur 20% afsláttur ef sótt eru fleiri en eitt námskeið. Þau sem eiga ekki kylfur geta fengið lánaðar kylfur á nám- skeiðinu. Námskeið byrjar kl. 9.00. Markmið námskeiða: Markmið golfleikjanámskeiðanna er að kynna golfíþróttina fyrir börnum og ýta undir áhuga þeirra á þvi að leggja stund á þessa göfugu íþrótt. Farið verður í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum í upphafs- högg og eru leiðbeiningar gjarnan í formi golfleikja ýmis konar. Einnig verður lögð áhersla á að kynna golfsiði og golfreglur fyrir nemendum. Mikilvægt er að á golfleikjanám- skeiðum séu einnig fjölbreyttir leikir sem efla hreyfiþroska barnanna, s.s samhæfing, liðleiki og jafnvægi, en það eru mikilvægir þættir í hreyfingu golfsveiflunnar. Forgangsatriði námskeiðanna er að þau séu skemmtileg, að börnin njóti sín og þrói jákvætt viðhorf til golfíþróttarinnar og komi til með að stunda hana ævilangt. Iðkenndur geta tekið fleiri en eitt námskeið, en einnig er hægt að stunda æfingar frá 6 ára aldri hjá GOS sem félagsmaður. Nánari upplýsingar um æfinga- töflur, verðskrá ofl. er að finna á heimasíðu GOS: www.gosgolf.is Námskeiðinu lýkur með pylsuveislu og afhendingu viðurkenningarskjals frá GOS. Aðstaða: Æfingasvæðið á Svarfhólsvelli (GOS), verður miðstöð fyrir barnanámskeiðin. Þátttakendur mæta þar í upphafi dags og aðstandendur sækja á sama stað í lok dags. Nemendur taka með sér létt nesti. Leiðbeinendur: Yfirumsjónarmaður og verkstjóri verður Gylfi B Sigurjónsson íþróttakennari og golfleiðbeinandi. Leið- beinendur námskeiðanna koma úr hópi afrekskylfinga GOS. Þess verður gætt eftir fremstu megni að hópar undir umsjón hvers leiðbeinanda verði ekki skipaðir fleiri en 6 börnum. Skráning: Nánari upplýsingar og skráning er hjá Hlyni Geir yfirþjálfara GOS í síma 8931650 og á netfanginu hlynur@ gosgolf.is Júdódeild Umf Selfoss bíður uppá fjölbreytt námskeið þar sem blandað er saman skemmtilegum leikjum, styrktaræfingum í bland við grunnjúdókennslu. Júdó eykur þol, fimi, styrk og eflir sjálfstraust. Hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa verið í júdó áður. Jafnt fyrir stráka og stelpur. Þjálfari Einar Ottó Antonsson íþróttafræðingur og 1. kyu JÚDÓNÁMSKEIÐ UMF. SELFOSS 15. júní - 3. júlí Kennt verður i júdósalnum á móti sund- lauginni mánudaga til fimmtudaga 4 sinnum í viku, samtals 12 skipti. Tímasetningar: Börn fædd 2013-2014 Kl. 8:00 – 9:00 Börn fædd 2010-2012 Kl. 9:15 – 10:15 Börn fædd 2007-2009 Kl. 10:30 – 11:30 Verð 8000 kr. Skráning á judoselfoss@gmail.com eða í síma 862 2201.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==