Árborg Sumarblaðið 2020

Sumarið í Árborg 2020 | 9 Reiðnámskeið á Eyrarbakka Í sumar ( júní-júlí) verða haldin vikuleg reiðnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-13 ára á Eyrarbakka. Hópnum verður skipt upp í yngri og eldri hóp. Hestar og allur búnaður er til á staðnum. Verð fyrir vikuna er 15.000 Kr. Upplýsingar og skráning hjá Jessicu hjá Bakkahestum í síma 823 2205. Netfang: jessicadahlgren13@hotmail.com Reiðskóli Oddnýjar Láru og Sleipnis Reiðskóli Oddnýjar Láru og Sleipnis verður haldin í Vallartröð 4 á Selfossi í sumar, umsjónarmaður er Oddný Lára Guðnadóttir. Oddný er mennt- aður hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal og hefur haldið allmörg reiðnámskeið með góðum árangri í gegnum árin. Skráning er hafin í síma 847 9834 eða á netfangið, reidskoli(hja)sleipnir. is. Börn læra grunnatriði í hestamennsku, stjórnun og ásetu. Farið verður í útreiðartúra ásamt uppákomum í reiðhöll. Innifalið í verði er aðgangur að hesti, reiðtygjum og hjálmi. Bent er á Facebook-síðu reiðskólans en hún hefur verið aðal skráningarform reiðskólans undan farin ár . Endilega lækið hana, þar koma fram allar upplýsingar og myndir. https://www.facebook.com/Reidskolioddnyj- arlaruogsleipnis/ Þess ber að geta að vegna Covid-19 getur margt raskast og tímasetningar og annað breyst eða færst til. Fyrir 6-9 ára. 5 daga námskeið kostar 11.000 kr. 1.-5. júní – 13:30-14:30 og 14:30-15:30 8.-12. júní – 09:30-10:30 og 10:30-11:30 og 14:30-15:30 15. -19. júní – 09:30-10:30 og 10:30-11:30 22.-26. júní – 09:30-10:30 og 10:30-11:30 29. jún-3. júlí – 09:30-10:30 og 10:30 – 11:30 6. júlí – 10. júlí – 09:30-10:30 – 10:30-11:30 og 14:30-15:30 13. júlí – 17. júlí – 09:30-10:30 – 10:30-11:30 Fyrir 9 ára og eldri 5 daga námskeið 11.000 15. -19 júní - 14:30- 15:30 22.-26. júní – 14:30-15:30 13. júlí – 17. júlí - 14:30-15:30 Fyrir 9 ára og eldri. 10 dagar 24.000 kr. 8.-19. júní – 12:30-14:00 22. júní – 3. júlí – 12:30-14:00 6.júlí – 17. júlí – 12:30-14:00 Sumarnámskeið GobbiGobb Gobbigobb býður upp á þrennskonar sumarnámskeið fyrir káta krakka á aldrinum 5-13 ára. Sveitanámskeið Krakkarnir læra að umgangast dýrin, fá að sinna þeim og gefa. Hestar skipa stóran sess í lífinu á bænum og verður unnið með þá á hverjum degi. Auk þess þá förum við í allskonar leiki, við förum í ratleik, blindragöngu og förum á hornsílaveiðar. Í lok námskeiðsins þá verða grillaðir sykurpúðar og allir fá viðurkenningarskjal. Hestanámskeið Á þessu námskeiði verður áherslan meira á hesta og hesta- mennsku. Nándin við hestana er mjög gefandi og verður unnið með það. Á hverjum degi verður farið á hestbak þannig að krakkarnir þjálfast líka í reiðmennsku. ll hin dýrin verða að sjálfsögðu á sínum á stað. Í lok námskeiðsins verða grillaðir sykurpúðar og allir fá viðurkenningarskjal. Pollanámskeið Pollanámskeið verður í boði fyrir krakka sem eru 5-6 ára (fæddir 2013 og 2014). Á pollanámskeiðinu lærum við að umgang- ast dýrin, sinna þeim og gefa. Krakkarnir fá líka að kynnast hestunum og þeir sem vilja fá fara á bak. Auk þess skipa leikir sinn sess á námskeiðinu. Við förum meðal annars í ratleik og á hornsílaveiðar. Í lok námskeiðsins grillum við og sykurpúða og allir fá viðurkenningarskjal. Umsjónarmaður námskeiðanna er tómstundafræðingurinn Sjöfn Þórarinsdóttir. Skráning og frekar upplýsingar er að finna inni á www.gobbigobb.is. Þeir sem ganga frá skráningu í maí fá 10% snemmskráningarafslátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==