Bláhver 2021
10 BLÁHVER JÓLABLAÐ 2021 Kynnist fallegri konu Svanur kynnist eiginkonu sinni Ragnheiði Ragnarsdóttur árið 1954. „Ég flyt úr Hveragerði árið 1947 og árið 1949 geng ég í Æskulýðsfylk inguna í Reykjavík. Það var nú mikið til út af því að ég var mikið einn og heimsótti Miðgarð sem var í eigu Sósíalistaflokksins. Leigði þarna rétt hjá og keypti mér oft mat þar. Ég verð fljótlega varaformaður Æskulýðsfylkingarinnar og lætin út af inngöngu Íslands í Nató voru í brennidepli. Ragna var að vinna í sjoppu í Reykjavík og ég hitti hana þar þegar ég var að biðja hana um að sjá um að fá undirskriftir á mótmælalista þess efnis að Íslands gengi ekki í Nató. Við giftum okkar síðan árið 1957. Hún var gangastúlka á Landspítalanum en fer síðan í hjúkrunarnám í framhaldi. Sem hún lýkur árið 1958, komin á steypirinn.” Afkomendur „Við eignuðumst þrjá drengi, þann fyrsta þann 1. júlí 1958 sem var skírður Einar. Hann starf aði fyrst í sjávarútvegi á Sauðárkrók og Húsa vík en hefur verið kennari á Bifröst í fjölda ára. Hann og eiginkona hans eru bæði kennarar, og geta kennt í raun hvaðan sem er í heiminum. Þau sinna skiptikennslu á vegum Evrópusam bandsins og sinna einnig verkefnum fyrir sam bandið. Annar drengurinn, Máni Ragnar fædd ist 20. júní 1961. Hann fór í garðyrkju og hefur sinnt ýmsum störfum um ævina. Sá þriðji, Páll fæddist 9. desember 1964. Hann er grafískur hönnuður á blöðum og vann mikið á DV með Jónasi heitnum Kristjánssyni. Hann lærði mikið að Jónasi og er meðal annars þrælgóður í íslensku. Hann hefur gert heimasíður fyrir Listvinafélagið og eldri borgara í Hveragerði. Einnig heimasíðuna hans pabba, www.johann- es.is . “ Maður eins og Svanur sem er kominn á tíræðisaldurinn á eðli máls samkvæmt tals vert af afkomendum. „Máni á einn strák sem er uppkominn, Palli á tvær dætur og Einar á þrjú börn með fyrri konunni og eitt barn með seinni konunni, sem átti eitt barn fyrir. Alls á ég þrjá syni, sjö barnabörn og eitt á ská og síðan fjögur barnabarnabörn.” Hópur listamanna „Ég var með í hópi listamanna sem voru að binda inn fallegar bækur og ýmiskonar lista verk í raun. Þetta var í framhaldi af verkstæðis rekstrinum og hélt ég utan um hópinn. Við héldum mikla sýningu fallegra muna á Íslandi árið 2009 og sú sýning fór í framhaldi meðal annars til Moskvu. Þessu stýrði ég í raun frá Ís landi með samskiptum í gegnum netið, ég fór ekki sjálfur til Moskvu. Þetta var skemmtilegur tími.” Aftur í Hveragerði Svanur flytur aftur í Hveragerði árið 2005. Tildrög þess má rekja til þess að Svanur og eiginkona hans fengu lóð úr landi Félags bókargerðarmanna árið 2002 til að byggja sér sumarbústað. „Við vorum alltaf á ferðinni framhjá Hveragerði og í eitt skiptið stoppuðum við þar og skoðuðum húsin í Lækjarbrúninni sem Heilsustofnun var að auglýsa. Og við keyptum bara sýningarhúsið og fluttum hingað árið 2005. Nú er ætlun okkar að selja sumar bústaðinn og vera meira í Hveragerði. Vonum við að það gangi eftir.“ Jóhannes úr Kötlum Pabbi Svans skrifaði bókina Jólin koma . Ný lega haldið upp á 80 ára afmæli bókarinnar á Landsbókasafninu. Af því tilefni var bókin endurútgefin á sama formi og hún var upphaf lega gefin út á. „Bókin hefur komið út rúmlega 30 sinnum og ég safnaði öllum útgáfunum. Bókin er um jólasveinana, Grýlu og jólaköttinn. Bókin hefst á kvæðinu Bráðum koma blessuð jólin, eitthvað sem flestir Íslendingar þekkja vel. Þá kemur umfjöllun um jólasveinana 13, þá Grýlukvæðið, Jólakötturinn og englar í lokin. Ég var þriggja, fjögurra ára þegar hann skrifaði þetta þannig að ég man ekki eftir því þegar hann var að semja þessa skemmtilegu sögu.” Hefðir á jólum „Á kreppuárunum í Reykjavík var ekki mikið um hátíðleg eða matarmikil jól, fátæktin var tals verð og hafði áhrif. En þegar við flytjum aftur á móti Hveragerði þá verður talsvert bjartara yfir jólum. Mamma var með steik og hangikjöt á jólunum, mjög hefðbundið á þeim tíma. Við áttum gervijólatré á þeim tíma, hæfilega stórt. Síðan bjó ég til ein jólin jólaseríu, með tilsögn rafvirkja sem leigði með mér herbergi í Reykja vík. Ég keypti perur og snúru og sauð þetta ein hvern veginn saman. Þessi sería var sett upp á hverjum jólum og pabba þótti vænt um þessa seríu. Jólin voru líka mjög gestkvæm, mikið af ættingjum og vinum sem heimsóttu okkur. Maður skilur bara ekki hvernig allt þetta fólk komst fyrir í þessum litlu húsum, eitthvað sem ég held að margir myndu ekki sætta sig við í dag.” Félagsstarf í Hveragerði Eftir að við fluttum til Hveragerðis árið 2005 tókum við hjónin strax mikinn þátt í ýmiskonar félagsstarfi, ég í Norræna félaginu og var þar í stjórn og síðan í Listvinafélaginu, en mest störf uðum við í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Þá vorum við bæði lengi í kór þeirra Hverafuglum, en mjög fljótlega eftir að við fluttum tókum við Ragna að okkur að sjá um hóp sem við nefnd um Bókmenntir og komum við alltaf saman kl. 10 á hverjum mánudagsmorgni og lásum upp úr hinum ýmsu bókum sem hver valdi fyrir sig. Þetta mæltist vel fyrir og við sáum um þatta í mörg ár en erum nýlega hætt.” „Við tókum líka mikinn þátt í sýningunni „Hveragerði - vin skáldanna“ ásamt eftirlif andi börnum skáldanna sem var sett upp 2011 í Þorlákssetri. Við Ragna gáfum þá út bókina „Hveragerði er heimsins besti staður“ en í henni eru nokkrar útgáfur af Hveragerðis vísum skáldanna í Skáldagötunni, séra Helga, Kristmanns og Jóhannesar.” „Upp úr þessu starfi var síðan stofnað félagið Listvinafélagið í Hveragerði sem kom á fót fleiri sýningum um skáldin og listamennina þar og seinast komst upp útisýningin um listamennina í Lystigarði Hveragerðis á Fossflötinni og einnig vefsíðan „listvinir.is“ á veraldarvefnum.” Það er ánægjulegt að hafa fengið að eiga þetta góða spjall við Svan Jóhannesson. Hann er dæmi um Hvergerðing sem hefur flutt til baka og einnig eru þau hjón gott dæmi um það hvernig einstaklingar geta auðgað líf okkar hinna með ýmsum hætti. Fyrir það er gott og skylt að þakka sem og fyrir góðar viðtökur við umleitan minni um þetta viðtal. Gísli Páll Pálsson Svanur með foreldrum sínum árið 1938 Skáldabörnin í Hveragerði við opnun sýningar um þau.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==