Bláhver 2021

13 SJÁLFSTÆÐISFÉLAG HVERAGERÐIS Bungubrekka – lifandi starf fyrir alla Hveragerði hefur lagt af stað með það mark­ mið að sameina rekstur frístundastarfs undir einum hatti, í Bungubrekku. Skólaárið 2021-2022 er nánast hálfnað, fjórða heila skólaárið þar sem frístundamið­ stöðin Bungubrekka hefur yfirumsjón með frí­ stundamálum Hveragerðisbæjar. Á þessum árum hefur margt breyst. Stjórn­ endum og starfsmönnum hefur fjölgað veru­ lega og með því hefur verið hægt að efla heild­ stæða starfsemi í miðstöðinni. Slíkt er nauðsyn enda eru kröfur og væntingar til starfsins frá samfélaginu sífellt meiri og vilji bæjaryfirvalda til að gera vel ríkur.   Markmiðið er að  Bungubrekka verði leið­ andi afl í frístundamálum Hvergerðinga óháð aldri þeirra. Því þarf að finna þau verkefni sem við er að glíma varðandi  frítíma barna í sveitar­ félaginu í samráði við grunnskólann, íþrótta­ félagið, foreldra og aðra þá aðila sem koma að daglegu lífi barna með það að leiðarljósi að finna lausnir við hæfi.   Það felur einnig í sér að skapa jákvæðan vett­ vang fyrir fullorðna og aldraða sem gæti leitt til fleiri tækifæra í átt að heildstæðara samfélagi með aðkomu allra aldurshópa. Til þess að geta tekið þessi skref þarf frístundamiðstöðin Bungubrekka að verða lifandi, leiðandi afl, sem teygir anga sína út fyrir húsnæði og lóð. Sigurður Einar Guðjónsson varabæjarfulltrúi Bungubrekka er vel staðsett í miðbænum Gunnar Biering Agnarsson Löggiltur fasteignasali Sími 823 3300 gunnar@valborgfs.is Með ósk umgleðileg jól og farsæld á komandi ári Bestu óskir um friðsæl jól og farsæld á komandi ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==