Bláhver 2021
16 BLÁHVER JÓLABLAÐ 2021 Verkefnið Zero waste Undanfarið ár hefur vaskur hópur fjögurra Hvergerðinga unnið að sjálboðaverkefni á sviði umhverfismála sem ber heitið Zero waste og er undir hatti Erasmus+ verkefnisins Crethink (www.cretink.eu ). Verkefnið gengur út á að kortleggja og greina leiðir til að minnka urðun á sorpi frá íbúum Hveragerðisbæjar með um hverfissjónarmið efst í huga. Ákvað hópurinn að leggja áherslu á heimilssorp í bæjarfélag inu og leiðir til þess að minnka það. Hópnum stýrðu þær Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri og Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisstjórn unarfræðingur en verkefnið var unnið í sam starfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Háskólafélag Suðurlands. Meðal þess sem hópurinn gerði á tímabilinu var að stofna Facebook síðu sem ber nafnið Zero Waste. Þar voru settar inn allskonar hug leiðingar og hugmyndir um hvað hægt er að gera til að vera umhverfisvænni. Einnig var sagt frá því sem hópurinn var að gera hverju sinni, þrjár blaðagreinar um efnið urðu til og birtar, m.a. á Facebooksíðu hópsins, í Dagskránni og á Hvergerðingasíðunni auk þess sem Elísabet fór í viðtal á Rás 2 til þess að ræða verkefnið og afurðir þess. Eitt af markmiðum verkefnisins var að eiga samtal og samráð við íbúa Hveragerðis með svokallaðri co-creation/samsköpunar aðferð. Í ljósi samfélagsaðstæðna var ekki hægt að standa fyrir samsköpun í sama rými og því nýtti hópurinn sér tæknina. Gerðar voru tvær íbúakannanir þar sem fengust margar gagn legar ábendingar frá íbúum um hvernig hægt væri að verða umhverfisvænna bæjarfélag. Allar stofnanir bæjarins voru skoðaðar og kannað hvort það væri ekki örugglega verið að flokka allstaðar. Sótt var um styrk úr Hring rásarsjóði og fengust 3.2 milljónir upp í verk efni við að setja upp grenndargáma. Var það mjög ánægjulegur styrkur sem mun auka við þjónustu íbúa en gámunum verður fundinn að gengilegur staður í bænum á næstunni. Vel heppnað íbúaþing Einn af stóru viðburðum verkefnisins var svo íbúaþing sem hópurinn stóð fyrir í grunnskóla Hveragerðis þar sem verkefnið var kynnt vel fyrir bæjarbúum. Íslenska Gámafélagið kom á fundinn og ræddi um flokkun og úrgangsmál og svo var öllum gestum boðið uppá dýrindis diskó súpu sem umhverfiskokkurinn Diskó Dóra eldaði úr hráefni úr verslunum og bak aríum sem, vegna „síðasta söludags“ átti að fara í ruslið. Á meðan gestir snæddu á þessum frábæru veitingum, ræddi Dóra almennt um matarsóun sem var mjög fróðlegt og að sama skapi mjög dapurleg staðreynd hversu óskap lega miklum mat er hent, mat sem er í lagi. Í lok október fór umhverfishópurinn á ráð stefnu í Kaupmannahöfn þar sem allskonar fróðleikur um umhverfismál var til umfjöllunar en einnig var farið í margar áhugaverðar vett vangsferðir. Við berum öll ábyrgð Nú er þessari sjálfboðavinnu formlega lokið og hópurinn sem stóð í þessari vinnu vill að tekið verði við verkefninu af stjórnsýslu bæjarins. Samþykkt var að Umhverfisnefnd bæjarins taki verkefnið að sér og jafnframt mun Elísa bet Björney fylgja verkefninu áfram með því að vinna að aðgerðaáætlun og vera nefndinni innan handar svo hægt verið að halda áfram að gera vel í umhverfismálum bæjarins. Við Hvergerðingar stöndum okkur vel í um hverfismálum. Unga kynslóðin er alin upp við flokkun og að velja umhverfisvænni kostinn hverju sinni. Umhverfið og úrgangsmál varða okkur öll og við verðum öll að bera ábyrgð á okkar rusli. Sumir segja að best sé að draga úr neyslunni og ég er alltaf að sjá það betur og betur að þar liggur vandamálið. Eigið dásamleg jól kæru vinir. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir Bæjarfulltrúi og formaður Umhverfisnefndar Starfshópurinn var skipaður þeim Elísabetu, Antoni, Bryndísi Eir, Sigríði, Kolbrúnu og Ingunni. Gleðileg jól Múrþjónusta Helga Þ. ehf. 893 2429 896 4757 ✆ Gleðilega hátíð Þökkum fyrir viðskiptin á árinu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==