Bláhver 2021
17 SJÁLFSTÆÐISFÉLAG HVERAGERÐIS Sendum Hvergerðingum og nærsveitungum bestu óskir um gleðilega jólahátíð, frið og farsæld á komandi ári. Þökkum samverustundir liðinna ára. ÓskumHvergerðingum og nærsveitamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða BESTU ÓSKIR UM FRIÐSÆL JÓL OG FARSÆLD Á KOMANDI ÁRI 14 sem enn eru góðar vinkonur mínar. Við vorum nokkrar sem fljótlega kynntumst myndarlegum ungum mönnum hér í Hveragerði og þannig kynntist ég honum Sigurði mínum. Ég fór aldrei norður aftur. Systir mín hún Valgerður, Gógó í Eden, flutti hingað á eftir mér og hér höfum við verið síðan systurnar og líkað vel.“ Sigurður og Guðrún byggðu fljótlega hús handan árinnar og tengdu húsið við Fagrahvammslandið með göngubrú. Sigurður rifjar upp aðdraganda þess: „Hér handan Varmár gátum við fengið góðan styrk til byggingar hússins okkar 50.000 kr. úr Stofnlánadeild landbúnaðarins þar sem við byggðum í Ölfusinu, vorum í sveit. Við feng- um líka lán sem síðan hvarf í verðbólgunni. Við fundum nú ekki mikið fyrir því. Systur mínar erfðu Fagrahvammshúsið og la nd hér í kring en ég erfði garðyrkjustöðina. Síðar kaupir dóttir mín Fagrahvamm og hefur búið þar síðan. Hún hefur tekið húsið allt í gegn og nú er það sem nýtt.“ Gæfan býr í afkomendunum Þau hjón eiga þrjár dætur. Helga býr í Fagra- hvammi, hún á tvö börn og þrjú barnabörn. Ragna býr í Kópavogi, gift Kristni Alexanders- syni, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Yngst er Sigríður, sem býr ásamt fjölskyldu sinni við hlið foreldra sinna. Hún er gift Þorvaldi Snorra- syni og eiga þau samtals 5 syni og 3 barnabörn. „Það er gaman að segja frá því að dætur okkar Ragna og Sigríður og eiginmenn þeirra eru komnar á kaf í garðyrkju en þau keyptu nýverið Garðyrkjustöð Ingibjargar sem heitir núna Flóra garðyrkjustöð. Ég reyni eins og hægt er að koma ekki nálægt þeirra rekstri en ég er afar stoltur af þeim. Þau eru dugleg og gera þetta vel sýnist mér. Við erum heppin með alla okkar afkomendur. Það er dásamlegt að hafa þau svona nálægt okkur. Ekki síst er ánægjulegt að nú nýlega flutti eitt barnabarnið okkar inn í hluta af húsinu okkar, Brúarhvammi, ásamt fjölskyldu sinni. Við höfum innréttað okkur skemmtilega í hluta hússins og nú er komin ung fjölskylda í húsið sem óneitanlega lífgar upp á tilveru okkar hjónanna.“ Það er kúnst að rækta rósir Sigurður tók við garðyrkjustöðinni í Fagra- hvammi af foreldrum sínum upp úr 1980. „Við ræktuðum svo til eingöngu rósir. Ég fór oft er- lendis til að kynna mér það sem nýjast var og við höfðum metnað til að gera vel. Við vorum til fjölda ára ein stærsta stöð landsins í rósa- ræktun ásamt þeim í Dalsgarði í Mosfellsbæ en á milli okkar hefur ávallt verið góður vinskapur. Rauðar rósir voru alltaf vinsælastar. Önnur tegund sem við vorum alltaf hrifin af var Sonja sem er bleik að lit. Hún stóð allt að þrjár vikur í vasa og var dugleg. Það vekur alltaf ánægju hjá viðskiptavininum. Fagrahvammsrósir þóttu standa lengi og alltaf betur eftir því sem þær voru kynbættar meira. Það er heilmikil kúnst að rækta rósir. Lífræna ræktunin var ekki hafin að neinu gagni á þessum tíma svo við eitruðum eins og þá tíðkaðist. Það var ábyggilega ekki mjög gott fyrir heilsuna en svona var vinnuum- hverfið í þá daga. Gunna var alltaf með sína eigin ræktun og hafði mjög gaman að því. Hún vildi vera sjálf- stæð og ræktaði meðal annars radísur, púrrur og fleira sem hún seldi Landspítalanum og fleirum. Hún fyllti líka húsin sín upp í rjáfur af sumarblómum og seldi þau öll í Blómaval. Á hverju vori klippti hún líka stiklinga, 10-20 þús- und.“ „Ég vildi vera sjálfstæð og seldi því plöntur sjálf.“ segir Gunna. Hættu eftir jarðskjálftann 2008 Þegar stóri jarðskjálftinn reið yfir í maí urðu miklar skemmdir á gróðurhúsu Fagrahvammi. „Þá misstum við alla lam húsin skekktust. Það borgaði sig ekki að áfram og við ákváðum að hætta enda ko þann aldur að það var tímabært. Okkur alltaf vænt um að heyra þegar kaupme segjast sakna okkar ennþá. Það er notal vita að lífsstarfið skipti máli. En okkur ágætt að hætta. Þetta var orðið gott. ræktum við garðinn okkar hér heima í hvammi en hann er líf okkar og yndi.“ Eftir skemmtilega dagstund kveðjum v hjón Sigurð og Guðrúnu í Brúarhvammi og sæl eftir veitingar sem töfraðar voru f miklum myndarskap sem án vafa á rætu í Fagrahvammi en ekki síður í Ytra Va í Skagafirði. Þau eru notaleg lokaorð hjóna þegar við kveðjumst í garðinum þa hvítur snjórinn hefur umbreytt honum í kallaða undraveröld: „Í Hveragerði hefur verið lyft gret og allt hefur breyst síðan við hófum b Það er afar ánægjulegt að sjá hversu fa og gróskumikill bærinn okkar er orðin segjum bærinn okkar þó við tilheyrum inu. Okkur hefur fundist að við ættum að tilheyra okkar sveitarfélagi. Við sækju í Hvera e ði og viljum fá að hafa eitthv okkar mál að segja. Við sem búum hér h árinnar höfum meira að segja óskað for eftir því við sveitarstjórn Ölfuss að við fá að tilheyra Hveragerði en við höfum ekki áheyrn eð þá ósk, því miður. Það hefu ert að gera með Ölfusið sem er hið ág sveitarfélag en okkur langar bara að fá heyra þeim bæ sem við í raun og sanni b og höfum tilheyrt alla okkar ævi.“ Viðtal: Aldís Hafstein Í Chicago 2012. Með dætrunum í 70 ára afmæli Sigurðar árið 2011. Sendum Hvergerðingum og nærsveitungum bestu óskir um gleðilega jólahátíð, frið og farsæld á komandi ári. Þökkum samverustundir liðinna ára. 13 okkur fan st erfitt að veiða álinn því hann vafði sig í kringum steina svo það var vonlaust að ná honum upp. Það var í raun merkilega mikið af áli hér allt um kring og sem dæmi um það þá man ég að árið 1964 gróf ég upp ræsi hér fyrir neð og þá var þar urmull af smáál. Álarnir áttu það til að komast í Sundlaugina í Lauga- skarði og þá varð nú uppi fótur og fit eins og nærri má geta. Með tilkomu Ullarþvottastöðv- arinnar sem rekin var hér í áratugi og stóð við Dynskóga hurfu álarnir. Þeir þoldu greinilega illa þau efni sem stöðin los aði út í ána. Nú eru þeir aðeins farnir að sjást af tur enda áin löngu orðin hrein. Kennarinn kom ríðandi Ég var í skóla í gamla barnaskólanum, Egils- stöðum, sem er nú reyndar nafn sem við eldri Hvergerðingar könnumst illa við. Húsið var alltaf kallað Gamli barnaskólinn. Við vorum þó nokkur saman í bekk en svo sem ekki öll jafn- gömul. Má þar meðal annars nefna Jóhann Ragnarsson á G und, Sæmund Bjarnaso á Bláfelli, Kolbrún Gunnarsdóttir í Álf felli, Lárus Kristjánsson kenndur við Reykjafoss og Heiðdís Gunnarsdóttir sem er dóttir Gunnars Bene- diktssonar, prests og skálds, sem þá kenndi við skólann. Ég man að mér fundust kennararnir góðir. Helgi Geir son var þá skól stjóri. Það er gaman að rifja upp að Hermann í Gerðakoti kenndi einnig við skólann. Kom hann alltaf ríð- andi til kennslunnar og hafði tvo til reiðar. Hann keyrði aldrei bíl. Ég og mínir jafnaldrar vorum svo með fyrstu nemendunum í nýja barna- skólanum sem var mikil og stór bygging og að- stæður allar breyttust þá mikið í skólahaldinu. Hálfan vetur sem unglingur var ég sendur í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Hef sjálfsagt verið eitt- hvað ódæll og því geymdur þar þennan vetrar- part til þess að læra að hlýða. Árið 1959 vann ég síðan við stóra garðyrkjustöð fyrir norðan London og veturinn 1962 stundaði ég garð- yrkjunám í Danmörku. Vinnumennirnir bjuggu í Skrattabæli Við systkinin ólumst upp í nábýli við garðyrkju- stöðina og fórum snemma að hjálpa til við ræktunina. . Í stöðinni vorumest ræktuð skraut- blóm. Stöðin stækkaði hratt og þegar mest var voru um 5.500 m2 undir gleri. Fagrihvammur var ein stærsta og þekktasta garðyrkjustöðin á landinu á þessum árum. Fjölmargir unnu í garðyrkjustöðinni í gegn- um tíðina en allt að tuttugu manns unnu þar stundum á sumrin og margir stigu sín fyrstu spor í garðyrkju í Fagrahvammi. Það þótti gott að vinn í Fagrahvammi en þar var nú samt agi og reglur hafðar í hávegum. Pabbi var mjög snyrtilegur og til dæmis ef hann lánaði verkfæri þá skyldi þeim skilað hreinum og á sinn stað. Í Fagrahvammi voru bæði vinnumenn og vinnukonur enda heimilið stórt. Þarna myndaðist v nskapur man a á milli fyrir lífstíð. Skrattabæli var hús sem stóð á lóðinni. Margir hafa í gegnum tíðina undrast þessa nafngift. En þarna bjuggu oftar en ekki vinnumennirnir í Fagrahvammi. Gengu þeir ekki alltaf vel um g ein starfsstúlkan sagði að þetta væri eins tíma ef hópurinn hefði staðið betur saman. Hér í Hveragerði voru rúmlega 30 garðyrkjustöðvar þegar mest var og allt var í blóma. Margar hverjar voru frekar litlar og lífsbaráttan var því ansi hörð. En fólk reyndi að standa saman og hjálpast að eftir fremsta megni. Gestkvæmt var í Fagrahvammi Það var gestkvæmt í Fagrahvammi þegar ég var að alast upp. Margir af þeim listamönnum og skáldum sem hér bjuggu voru heimagangar hjá foreldrum mínum. Jóhannes úr Kötlum var tíður gestur og einnig Guðmundur Daníelsson rithöfundur og Kristinn Pétursson listmálari svo einungis séu nefndir þrír. Mamma var af- skaplega myndarleg húsmóðir og gerði vel við gesti. Elsta dóttir okkar hún Helga var mikið hjá ömmu sinni og lærði af henni handtökin. Það er gaman að sjá slíka hæfileika og takta erfast á milli kynslóða. Systkini pabba voru samheldinn hópur eins og áður er komið fram og þau komu hér oft einnig sem fullorðið fólk. Ragna föðursystir mín byggði hús hér innar við götuna, Þóruhvamm, og dvaldi þar löngum. Ættingjar mínir hafa not- ið þess að vera hér er en systur mínar eiga hér sumarhús og afkomendur þeirra dvelja þar oft.“ Margir kynntust makanum á Hælinu En nú er spu ning hvar Sigurður hafi kynnst konu sinni henni Guðrúnu Jóhannesdóttur (Gunnu) sem er frá Ytra-Vallholti í Skagafirði. Þá kemur í ljós að þau eins mörg önnur pör hér í Hvergerði þakka Heilsuhælinu sem nú heitir reyndar Heilsustofnun NLFÍ samband sitt. Gunna er búin að sitja með okkur í otalegri stofunni í Brúarhvammi og segir hún svo frá: „Ég fór á Heilsuhælið til að sækja mér bót við mígreni í kringum 1960. Þá fannst mér þetta svo ömurlegur staður að ég grét fyrstu kvöldin hér á Hælinu því mér leiddist svo mikið. Þetta Erum sérfræðingar í steypusögun og kjarnaborun, gerum tilboð, þér að kostnaðarlausu. www.borehf.is - sími 895 9490 Gerður, Þó a, Sigrún, I gim r, Sigurður og Emilía í garðinum í Fagrahvammi. Jólaopnun hjá Almari Bakara Hveragerði almarbakari.is 24. desember 9–13 25. desember Lokað 26. desember Lokað 27. desember 7–17 28. desember 7–17 29. desember 7–17 30. desember 7–17 31. desember 9–14 1. janúar Lokað Gleðilega hátíð Gleðileg jól og takk fyrir viðskiptin á árinu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==