Bláhver 2021

19 SJÁLFSTÆÐISFÉLAG HVERAGERÐIS Ekkert lát er á árangri liðsins en enn eru þeir ósigraðir í öllum leikjum sem þeir hafa spilað á þessari leiktíð. Margir aðrir íbúar bæjarins hafa tekið þátt í mótum og staðið sig afar vel á árinu sem er að líða og fylgjumst við áhugasöm með árangri okkar fólks hvort sem það er hér innan­ lands eða utan. Sá markverði atburður átti sér stað á árinu að þrautseigur formaður Körfuknattleiks­ deildar Hamars lét af störfum eftir 29 ára starf. Vafasamt að nokkur nái að slá það met. Er rétt af því tilefni að þakka og fagna öllum þeim fjöl­ mörgu sem gefa af dýrmætum tíma sínum til sjálfboðinna starfa af ýmsum toga. Slíkt verður seint fullþakkað. Lystigarðurinn nýtur vinsælda Vinir Lystigarðsins er hópur fólks sem vinnur hörðum höndum að því að koma Lystigarð­ inum Fossflöt í það horf að hann standi undir nafni. Er það ómetanlegt að eiga slíkan hóp að. Ekki síður er ánægjulegt að eiga hóp eins og þann sem smíðaði stólinn góða sem nú prýðir Lystigarðinn og vakið hefur ómælda athygli. Nýtt svið er síðan komið upp í Lystigarðinum og er vonandi að það geti nýst fyrir alls konar uppákomur í framtíðinni svona þegar aftur má koma saman. Framundan er betri tíð Hátíðir ársins voru hófstilltar og sumar alla­ vega með minnsta móti en við getum látið okkur hlakka til betri tíðar með fjölbreyttum og skemmtilegum samverustundum. Munum nefnilega að maður er manns gaman og því er mikilvægt að við tökum virkan þátt í sam­ félaginu. Mætum, gleðjumst og njótum saman. Þannig verður lífið svo miklu skemmtilegra. Um leið og ég þakka ánægjulegar samveru­ stundir óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==