Bláhver 2021

5 SJÁLFSTÆÐISFÉLAG HVERAGERÐIS Hótel Mathöll Verslanir Kaffihús Ísbúð Matarmarkaður Bar Viðburðir Komdu og upplifðu jólastemningu! Opið frá kl. 8:00 - 22:00 öll kvöld fram að jólum. Mathöll Suðurlands er opin frá kl. 11:30 - 21:00. thegreenhouse.is +354 464 7336 Austurmörk 6, Hveragerði Starfsemi Sjálfstæðisfélaganna í Hveragerði Í lok árs er ávallt gott að fara yfir og draga sam­ an það helsta sem stóð upp úr á árinu sem er að líða í starfi félagsins og verður að segjast, að þrátt fyrir allt, að þá hefur félaginu tekist með mikilli vinnu og metnaði að halda uppi gríðar­ lega skemmtilegu félagsstarfi. Því ber að þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem hafa lagt mikla vinnu og metnað til að halda úti dagskrá félagsins sem annað árið í röð var á köflum með óhefðbundnara sniði en þekktist hér áður fyrr. Á árinu flutti félag­ ið í nýtt húsnæði við Mánamörk en fjöl­ margir sjálfboðaliðar lögðu fram ómetan­ lega aðstoð við að standsetja húsnæðið sem nú er fullbúið og einstaklega fallegt. Hentar salurinn vel fyrir margvíslegar veislur og stendur öllum til boða að leigja hann gegn gjaldi. Sjálfstæðismenn í Hveragerði hafa hald­ ið úti öflugu félagsstarfi samfellt í tugi ára og eru opin hús á laugardagsmorgnum hryggjar­ stykkið í starfinu. Opin hús eru vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga og til okkar koma oft góðir gestir. Allir eru hjartanlega velkomnir og boðið er uppá góðar veitingar. Opnu húsin byrja aftur á nýju ári þann 8. janúar. Það að tilheyra, máta sig við og að endingu finna sig í góðra félaga hópi er ómetanlegt og það að vera hluti af félagi sjálfstæðismanna í Hveragerði er afskaplega gefandi og skemmti­ legt. Fögnum við ætíð öllum þeim sem vilja taka þátt eða kynna sér hið umfangsmikla starf félagsins í besta bæ landsins en saman þá getum við gert meira! Við getum öll verið afar stolt af því að teljast Hvergerðingar og verið stolt af stöðu Hvera­ gerðis sem stækkar ört enda bæjarfélag með mikið aðdráttarafl og kostirnir fleiri en við höf­ um orð yfir. Sést ánægja íbúa hvað einna best í metnaðarfullum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu á öllum sviðum bæjarfélagsins, mikilli fjölgun í hópi ánægðra Hvergerðinga, fjölbreyttu atvinnulífi og góðri þjónustu sem leidd er áfram af framúrskarandi hópi kjörinna bæjarfulltrúa sem bera hag allra íbúa bæjar­ félagsins ávallt fyrir brjósti. Sjálfstæðisfélag Hveragerðis gefur árlega út jólablað Bláhvers. Á heimasíðunni www.bla­ hver.is/utgefidefni geta áhugasamir lesið eldri blöð og kynnt sér starfsemi félagsins. Útgáfa blaðsins er ein helsta tekjuöflun félagsins. Aðalfundur félagsins verður haldinn að Mánamörk 2 þann 12. febrúar 2022 kl. 20:00 Á nýja árinu höldum við hjá félag sjálfstæðis­ manna ótrauð áfram okkar reglubundnum dagskrá, viljum við hvetja alla áhugasama til að mæta á viðburði félagsins og taka þannig þátt í að móta framtíð okkar allra í blómabænum. Fyrir hönd félags sjálfstæðismanna í Hvera­ gerði og Asks, félags ungra sjálfstæðismanna í Hveragerði óskum við öllum Hvergerðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ingibjörg Zoëga, formaður félags sjálfstæðismanna í Hveragerði Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Asks, félags ungra sjálfstæðismanna í Hveragerði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==