Bláhver 2021
8 BLÁHVER JÓLABLAÐ 2021 Af listamönnum, hverum og bókum Jólaviðtal Bláhvers er við Svan Jóhannesson bókbindara sem býr ásamt konu sinni Ragn heiði Ragnarsdóttur í Lækjarbrúninni. Hann hefur búið þar frá árinu 2005 en tenging hans við okkar fallega bæ nær marga áratugi aftur í tímann. Við skulum byrja á byrjuninni. „Ég er fæddur á Hróðnýjarstöðum í Laxárdal í Dalasýslu þann 23. september árið 1929. Fyrsta barn foreldra minna, þeirra Jóhannesar úr Kötlum fæddur 1899 og Hróðnýjar Einarsdóttur og flutti fjöl skyldan nokkrum árum síðar til Reykjavíkur. Mamma og pabbi voru ógift þegar þau áttu mig en nýttu tækifærið ári síðar á Alþingishátíðinni á Þingvöllum og giftu sig þar að viðstöddu fjöl menni. Þau voru bæði í nýsaumuðum þjóð búningum, mjög flottum. Mamma þurfti síðar að selja sinn til að eiga fyrir nauðsynjum fyrir fjölskylduna en búningurinn hans pabba var síðar sendur á Þjóðminjasafnið, þar sem hann er til sýnis í dag.” Reykjavík „Pabbi fær vinnu sem kennari við Austur bæjarskóla þegar við erum flutt til Reykjavíkur. Hann hafði kennt frá 16 ára aldri í sveitinni en fer síðan í Kennaraskólann undir tvítugt. Við leigðum eitt herbergi á Njálsgötunni rétt við Austurbæjarskólann. Einhverra hluta vegna hætti svo pabbi að kenna og líklega má rekja hluta skýringarinnar til þess að hann var með sjúkdóm, sem er ættgengur, og er kallað að vera með blöðrunýru. Hann þurfti sífellt að vera að drekka vatn. Við systkynin þrjú vorum síðar send í rannsókn. Ég og Inga Dóra slupp um en Þóra systir er með sjúkdóminn.“ Svanur er langelstur þriggja systkyna fæddur 1929 eins og áður sagði. Inga Dóra er fædd 1940 og Þóra er fædd 1948 þannig að Svanur er farinn að heiman þegar Þóra fæddist. Hún fæddist í Hveragerði að Bröttuhlíð 9, húsi sem er kallað Hnitbjörg. Pabbi lifir af listinni „Pabbi var listamaður og lifði af listinni eftir að hann lét af störfum sem kennari árið 1933. Það var mjög erfitt á þessum tímum. Ef mamma hefði ekki verið svona útsjónarsöm og passað vel upp á rekstur heimilisins hefði getað farið illa fyrir okkur. En ég man nú líka vel eftir því að það var oft lítið af mat til heima á þessum árum. En hann var ekki í neinni fastri launaðri vinnu eftir þetta. Hann til dæmis fjármagnaði kaupin á þjóðbúningunum með sölu á smá sögum í Fálkann sem var mánaðarlegt tímarit á þeim tíma.“ Hernámið Svanur man vel eftir hernámi Breta þann 10. maí 1940. Þá bjó fjölskyldan í Reykjavík og svona var þessi eftirminnilegi dagur. „Þann 10. maí 1940 átti ég að fara í sveit í Ölvaldsstaði upp í Borgarfirði með Laxfoss. Skipið átti að fara kl. 10 um morguninn en vegna hernáms ins var hann kyrrsettur og fór svo af stað kl. 14. Hópur hermanna er með okkur um borð sem fer í land í Akranesi. Bretarnir voru með herlið sitt hvoru megin við Hvalfjörðinn, töldu það líklega hernaðarlega mikilvægt. Þegar kemur svo fram á haustið þá er fjölskyldan enn sundruð. Ég var í sveitinni, mamma ófrísk af Ingu og pabbi í Kerlingarfjöllum en þar hafði hann sumarstarf við að gæta sauðfjárveikilínu sem lá frá Hveravöllum að Kerlingarfjöllum.“ Tengt hernáminu voru sprengjuæfingar á hverasvæðinu. „Ég man vel eftir því þegar við bjuggum í Hveragerði að það voru sprengdar sprengjur á hverasvæðinu, eflaust til að líkja eftir loftárás og svo þurftum við að passa upp á að myrkva alla glugga. Sem betur fer reyndi ekki á þetta síðar meir.” Flutt í Hveragerði Í október 1940 flyst svo fjölskyldan til Hvera gerðis. Í fyrstu leigðu þau hús sem stendur við Bláskóga númer 15, byggt af Friðsteini Jóns syni og Lóu Kristjánsdóttur. „Það var enginn hiti í húsinu. Að vísu kolavél en hún hitaði ekki mikið. En í kringum húsið var hiti þannig að það var grafin hola fyrir utan og ofn settur í jörðina með pípum inn í húsið og tengt við stóran ofn í stofunni. Þannig fékkst góður hiti í húsið. Þetta var aðferð sem var beitt víða í Hveragerði á þessum tíma og var eflaust hluti af skýringunni af hverju fátækir listamenn fluttust til bæjar ins.“ Árið eftir samdi Jóhannes við Jón Guð mundsson, sem flestir Hvergerðingar þekkja, til að byggja fyrir sig hús í Hveragerði. Það hús var við Frumskóga númer 10, í svo kallaðri Lista mannagötu. „Ég man vel að húsið átti að kosta 10 þúsund krónur en vegna mikillar verðbólgu endaði það í 20 þúsund krónum.“ Listamennirnir „Ríkharður Jónsson var kominn á undan okkar, en dvaldi mest í Hveragerði á sumrin. Krist mann var í númer 9. Séra Helgi Sveinsson var númer 7 og Gunnar Benediktsson númer 5. Kristján frá Djúpalæk var svo á móti, í númer 6. Hann kom seinna. Kristmann þorði ekki að vera einn, var myrkfælinn og þurfti ég stund um að sofa í hans húsi vegna þess. Ríkharður var ekki mikið í Hveragerði þegar ég var þar, Svanur og Ragnheiður Miðsel byggt 1941
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==