Bláhver 2021
9 SJÁLFSTÆÐISFÉLAG HVERAGERÐIS Kristján frá Djúpalæk kemur 1950 en ég fer 1947 þannig að ég kynntist honum lítið. Krist mann gekk ekki alveg sömu götu og hinir, Kristján sagði í bókum sínum að Kristmann hafi ekki almennilega vitað í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Flestir voru þeir vinstra megin við miðju. Kristmann fylgdi þó hægri hlið stjórnmálanna. Hann var þó líklega ekki mikið hægrisinnaður á sínum yngri árum.” Brunasár á fæti „Haustið 1941 brenndist ég illa á fæti í leirhver. Enginn læknir var í Hveragerði á þessum tíma og ekkert um lyf eða slíkt. Það var sett kart afla við sárið, sem átti að græða það. Það gerði síður en svo gagn, það gróf verulega í sárinu. Þar sem ég skakklappast eftir Frumskógunum þá er það Kristmann sem bjargar mér. Hann kemur til okkar og hreinsar allt sárið upp með rakvélablaði. Skóf allt það dauða af og fjarlægði gröftinn og bjó um sárið. Eftir það batnaði mér.“ Kristmann kvæntist níu konum og skildi við þær allar. „Hann gerði þetta allt lögformlega.” Skólaganga í gegnum hverasvæðið Svanur man vel eftir hverasvæðinu en daglega gekk hann í gegnum það á leið sinni í skólann. Þá var ekkert afgirt og gekk hann jafnvel þar í gegn í svarta myrkri. „Ég reyndi oftast að vera með vasaljós til að geta ratað en ég lenti aldrei í vandræðum á hverasvæðinu. Þá er minnisstætt atvik þegar ég er að koma með vini mínum af balli á Selfossi og við keyrum í gegnum Hverasvæðið, sem var gert í þá daga. Og hann var talsvert fullur að keyra, en keyrði bara á milli Ljótahvers og Bláhvers og skilaði okkur heilum heim.“ Seinna meir kemur það í hlut Svans að girða hverasvæðið af. „Ég var að grafa holu og set svo staur ofan í holuna, morguninn eftir sá ég toppinn á staurnum, því það hafði komið hver um nóttina. Þá var svæðið stækkað til að ná utan um allt hvera svæðið.” „Í skólanum, sem kallast í dag Egilsstaðir, var heimavist, stelpurnar öðru megin og strákarnir hinum megin, um það bil 20 krakkar og margir úr sveitinni. Það var kennt í herberginu í eystri endanum og eitt lítið herbergi á milli. Svo voru kennslustofur niðri auk íbúðar Helga Geirs skólastjóra og eiginkonu hans. Hún kenndi okk ur söng, Hermann Eyjólfsson var einnig kenn ari. Árný kenndi okkur einn vetur að prjóna og Stefán hreppstjóri kenndi okkur smíði.” Svíþjóð og Reykholt „1946 fluttu foreldrar mínir til Svíþjóðar og Gunnlaugur Scheving keypti af þeim húsið. Pabbi þurfti að endurnýja sinn skáldskap. Hann fer mikið út í órímað og nýtískuskáldskap sem mikið var um í Svíþjóð á þessum tíma. Það stóð til að ég flutti út til þeirra en af því varð ekki. Þess í stað fór ég í héraðsskólann í Reykholti og stundaði þar nám í þrjá vetur. Þetta var um það leyti að Landspróf var tekið upp og fékk ég pláss í þriðja bekk og tek Landspróf.“ Rafmagn úr Reykjakoti Ekkert rafmagn var í Hveragerði þegar hrepp urinn var stofnaður árið 1946. Svanur tók þátt í að leggja raflínu frá Reykjakoti og hann minnir að þar hafi verið einhvers konar gufu aflsvirkjun sem bjó til rafmagn sem var síðan flutt í þorpið. „Línan lá niður Breiðumörkina og einnig fór hún niður Bláskógana. Við vorum í því að strengja línuna, festa hana í kúlurnar og ganga frá henni. Halldór rafvirki var fenginn til verksins en hann bjó á hótelinu hjá Eiríki blinda og Siggu. Þetta var eftirminnileg og skemmti lega vinna.” Flutningur frá Hveragerði Svanur flytur frá Hveragerði haustið 1947 til Reykjavíkur og þar framundan var fram tíðarvinna hans, bókband. Hann fékk vinnu hjá fyrirtæki sem hét Bókfell. „Þar unnu 30 manns við að binda inn bækur. Við fengum prentaðar arkir frá prentsmiðjunum og bundum bækurn ar inn. Algengara var að það væri prentun og bókband í sama fyrirtækinu en þetta var ein göngu bókband hjá Bókfelli. Þar starfa ég sam fleytt frá 1947–1980 eða í 33 ár, utan þess að ég fór eitt ár á sjó árið 1952–53.“ Svanur hellir sér svo út í félagsmálin upp úr 1980 og býður sig fram til stjórnar Félags bókargerðarmanna, en þar voru sameinaðir offsetprentarar, prent arar og bókbindarar. Þar var Svanur oftast ritari en hann starfaði einnig fyrir félagið á skrifstofu þess. Félagsmenn voru rúmlega 1.000 talsins á þessum tíma. Hann starfaði þar til ársins 1998. Eftir það tók hann að sér ýmis verkefni en nokkru seinna stofnaði hann verkstæði í kjall ara félagsins. „Ég stórtapaði á því að vera með þetta verkstæði. Ég var svo heiðarlegur, taldi allt fram sem ég átti að gera og það dugði ekki til þess að vera réttu megin við núllið þannig að ég hætti þessu um aldamótin.” Fjölskyldan í Bröttuhlíð 1952
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==