Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024

BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 10 eftir norðurlandinu. Svo var farin önnur ferð, rangsælis, byrjað á austfjörðum og í þeirri ferð flaug Hallgrímur suður frá Akur- eyri og ég sá um að selja það sem eftir var á leiðinni til Reykjavíkur um Vestfirðina, 15 ára gamall.“ Félagsaðstaða Sjálfstæðisflokksins keypt Óli hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var formaður í félaginu um árabil og stóð fyrir því að festa kaup á félagsaðstöðunni að Austurmörk 2 á sínum tíma. „Félagið vantaði húsnæði og þá var ekkert annað að gera en að kaupa þennan hluta hússins sem okkur bauðst. Ég var varaformaður þegar þessi ákvörðun um húsnæðiskaupin var tekin. Við gáfum út auglýsingablað og öfluðum tekna til húsakaupanna og var húsið keypt að stórum hluta með þessum auglýsingatekjum. Mikill drifkraftur í þessu var Árni Johnsen. Hann þekkti alla og var okkur mikil hjálparhella.“ Óli fær síðan félagið í fangið og formennsku, þegar koma upp misklíð innan þess. Það kom þó ekki í veg fyrir að félagið lauk við greiðslu á húsnæðinu og félagið átti það skuldlaust. Það er síðan all nokkrum árum síðar sem það húsnæði er selt og keypt nýtt að Mána- mörk. Óli sat ekki í sveitarstjórn, hann var mikið að vinna í burtu og vinnutíminn var miklu lengri en hann er í dag. Jólahefðir „Jólin hjá okkur voru framan af alltaf eins“, segir Adda. „Hamborgarhryggur á aðfanga- dagskvöld og svo jólaboð á Jóladag með hangikjöti ásamt heimatilbúnum ís. Eftir að börnin fluttu að heiman komu þau alltaf til okkar á Jóladag með sínar fjölskyldur. Kristín var síðan farin að taka að sér Jóla- dagsboðið í bænum og nú er það orðið á annan í jólum.“ Hljómsveitaferillinn Óli var í hljómsveit sem ungur maður. Sú fyrsta hét Lokkar og hana skipuðu auk Óla þeir Hafsteinn Bjarnason, Björn Pálsson og Helgi Þorsteins. Óli spilaði á gítar, Hafsteinn á trommur, Bjössi spilaði á bassa og Helgi á gítar. „Við spiluðum aðallega á skólaböllum hérna fyrir austan fjall. Við vorum frekar frakkir í skólanum okkar. Þegar kom að árshátíð í skólanum réðum við eina fræg- ustu hljómsveit landsins til að spila fyrir dansi, Hljóma frá Keflavík. Við í Lokkum hituðum upp fyrir Hljóma í salnum á gamla hótelinu. Ég keypti einn magnara og öll hljóðfæri og söngur var tengt í gegnum hann. Eftir að ég hætti í hljómsveitinni skírðu þeir hljómsveitina Loðmund og fóru að spila í Reykjavík, meðal annars í Þórscafé. Í minn stað í hljómsveitinni kom Einar frá Þorlákshöfn. Eftir að ég fékk bílpróf keypti ég Volkswagen rúgbrauð og svo 17 manna Benz rútu og ég keyrði þá félaga í Loðmundi stundum á böllin. Bæði í Þórscafé og líka upp á Keflavíkurflugvöll. Það var mikið fjör.“ Björgunarsveitin Óli var um langt árabil virkur í starfi Hjálp- arsveitar skáta Hveragerði. „Ég var í öllu, mikið á sleðum. Þá sinnti ég formennsku í nokkur ár, rétt fyrir brunann mikla sem varð vegna uppsetningar á flugeldasýningu á gamlársdag árið 2005. Ég hafði ný hætt sem formaður þegar bruninn varð og sá sem tók við af mér sagði af sér og ég varð því aftur formaður eftir brunann. Það var ekki þrautalaust að endurbyggja húsið. Að eiga við tryggingarfélög er ekkert gamanmál. Þeir mættu með lögfræðinga og verkfræð- inga og segja manni hitt og þetta og full- yrða ýmislegt, maður var svolítið varnar- laus. Það voru þrír eigendur að húsinu, björgunarsveitin, Jói Ísleifs og skátafélagið. Uppbygginging gekk upp að lokum og í dag er aðstaðan til mikillar fyrirmyndar. Ég var formaður næstu tvö ár og kom húsinu í skjól. Við unnum mikla sjálfboðavinnu við uppbygginguna.“ Það var einstaklega gaman að hitta Óla og Öddu og eiga við þau spjall um lífið og tilveruna. Óli hefur komið víða við á lífs- leiðinni. Unnið víða og komið enn víðar við í félagsmálunum. Þar hefur hann sinnt meðal annars af mikilli natni sjálfstæðis- félaginu hér í bæ ásamt björgunarsveitinni. Árni Johnsen og Óli Óskars í fimmtugsafmæli Óla. Lokkar á góðri stund.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==