Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024
BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 12 Sendum Hvergerðingum og nærsveitungum bestu óskir um gleðilega jólahátíð, frið og farsæld á komandi ári. Þökkum samverustundir liðinna ára. GRUNDAR HEIMILIN Aðalskipulag sveitarfélaga er skipu- lagsáætlun sem nær til alls lands sveitar- félagsins. Það setur fram stefnu og ákvarð- anir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Aðalskipu- lagið er mikilvægt til að tryggja skipulagða og sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, þar sem það tekur á landnotkun, byggðaþróun, samgöngu- og þjónustukerfi, og umhverfis- málum. Að jafnaði skal endurskoða aðalskipulag á fjögurra ára fresti, venjulega í upphafi nýs kjörtímabils sveitarstjórnar. Sveitarstjórn metur þá hvort gildandi aðalskipulag sé enn í takt við þróun og þarfir sveitarfélagsins eða hvort breytingar séu nauðsynlegar. Núgildandi aðalskipulag var samþykkt í bæjarstjórn þann 12. október 2017 og er gildistími þess til 2029 eða þar til annað aðalskipulag verður gert. Ekki þótti ástæða til að fara í endurskoðun skipulagsins á kjörtímabilinu 2018-2022 enda var áðurnefndri endurskoðun tiltölu- lega nýlega lokið. Vinna við endurskoðun aðalskipulags er tímafrek og kostar umtals- verða fjármuni og ekki endilega ástæða til að fara í hana nema þörf sé á. Sú bæjarstjórn sem tók við í maí 2022 ákvað að fara í endurskoðun gildandi aðal- skipulags, enda voru þá liðin 5 ár frá því að það var samþykkt og því e.t.v. orðin þörf á einhverjum breytingum og aðlögun að þróun mála. Undirritaður hefur fylgst talsvert með þeirri vinnu sem unnin hefur verið við endurskoðunina undanfarin misseri. Vinnan hefur almennt gengið vel enda fagfólk að störfum með aðkomu pólitískra fulltrúa til að tryggja að skipulagið endur- spegli stefnu bæjarstjórnar og þar með vilja bæjarbúa. Einnig hafa verið haldnir íbúafundir þar sem bæjarbúar hafa haft möguleika á að fylgjast með framvindu vinnunnar og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Hér vil ég nefna nokkur atriði sem hafa vakið mig til umhugsunar í áður greindri vinnu og íbúa- fundum. Hugmyndir hafa komið fram um talsvert háreista byggð sunnan við núverandi byggð, þ.e. við núverandi þjóðveg. Virðist þar sem verið sé að leggja til grundvallar breytingar á yfirbragði byggðar í bænum þar sem lögð hefur verið áhersla á lágreista byggð með hlýlegu yfir- bragði og að byggðin sé í góðu samræmi við þá náttúru sem umlykur hana. Áhersla er lögð á opin græn svæði í íbúðahverfum, greiðfærar gönguleiðir og gott umferðar- skipulag með öryggi íbúa að leiðarljósi. Fram hafa komið hugmyndir um að breyta fyrirkomulagi og fækka bílastæðum við Breiðumörkina þannig að erfiðara yrði að komast greiðlega að þeim fyrirtækjum sem þar eru. Einnig hafa komið fram hugmyndir um að mjókka götuna þar sem hún sé „of breið“. Þá má nefna hugmyndir sem viðraðar hafa verið um byggð meðfram Dynskógum að vestanverðu sem mundi þá þrengja að því útivistarsvæði semþar er og hugmyndir hafa verið um að þróa áfram. Þeir íbúafundir sem haldnir hafa verið hafa einkennst af því að fagfólkið sem vinnur að verkefninu hefur fengið að taka megnið af fundartímanum og gestum fundanna, þ.e. bæjarbúum, hefur gefist lítið ráðrúm til að koma með spurn- ingar og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Jafnvel hefur borið við að umræða hefur verið stöðvuð eða hindruð. Þetta er ekki góð framkoma við þá sem leggja það á sig að sækja þessa fundi. Á heildina litið virðist sem leynt og ljóst sé verið að innleiða þær hugmyndir um skipulag sem ráðið hafa ríkjum í Reykjavík undanfarin ár. Ég vil vekja athygli bæjarbúa á þessari þróun og hvetja þá til að hafa skoðanir á því skipulagi sem hér mun væntanlega koma fram á næstu mánuðum. Við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum láta Hveragerði þróast í átt að skipu- lagi Reykjavíkur eða hvort við viljum halda í það yfirbragð sem hér hefur verið haft að leiðarljósi um áratuga skeið og nefnt var hér að framan. Eyþór H. Ólafsson Varabæjarfulltrúi og áhugamaður um velferð Hveragerðis Greinarstúfur um skipulagsmál
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==