Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024
BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 14 Stundum hugsa ég þegar ég skoða líf mitt í baksýnisspeglinum: mikið var það gott að þetta fór ekki eins og ég hafði sjálf ætlað af því þá hefði ég farið á mis við svo margt sem kom mér á óvart en reyndist á endanum mikil blessun. Það á kannski líka við um ykkur. Auðvitað er margt sem við hefðum líka viljað að færi öðruvísi en það gerði í lífinu, við eigum okkur öll vonir og vænt- ingar til lífsins og verðum fyrir vonbrigðum, óhjákvæmilega. Ég hugsa stundum um þau Maríu og Jósep, tvær að lykilpersónum jólaguð- spjallsins, hvernig þau hafa sem aldraðar manneskjur heima í þorpinu sínu Nasaret horft til baka yfir líf sitt. Lífið kom þeim sannarlega á óvart. Það voru ekki vænt- ingar Maríu og Jóseps um lífið sem rættust í litla barninu sem fæddist í Betlehem því með fæðingu barnsins var lífi þeirra koll- varpað. Það gerir barnsfæðing reyndar alltaf. En það er alveg á hreinu að María ætlaði sér alveg áreiðanlega ekki að verða þunguð utan hjónabands með öllum þeim flækjum og skömm sem því fylgdi. Og Jósep ætlaði sér alveg örugglega heldur ekki að feðra barn annars sem unnusta hans átti allt í einu von á. En þau tókust á við þetta í sameiningu unga fólkið, eins og hvert annað verkefni sem lífið færir manni upp Jólahugvekja í hendurnar og maður bara verður að leysa til að geta haldið áfram. Það er aðdáunar- vert um leið og það er hversdagslegt, þetta höfum við öll þurft að gera. Litla barnið sem fæddist við þessar krefjandi aðstæður reyndist vera frelsari heimsins. Það var sannarlega óvænt. Síðar í lífinuátti hanneftir aðumbylta samfélaginu þar sem hann bjó og starfaði. Og kærleiks- boðskapur hans var svo róttækur að nú, tvö þúsund árum síðar hefur okkur ekki enn tekist að höndla hann þó margt hafi færst til betri vegar í heiminumhans vegna síðan. Jesús sem kom til að sýna okkur hvernig Guð er kom með auðmjúkum hætti og mætti okkur fyrst sem lítið varnarlaust barn og síðan sem fullorðin manneskja sem umgekkst alla menn af sömu virðingu og sama kærleika. Hvað segir það okkur um Guð? Segir það okkur etv. að Guð er ekki alltaf eins og við höldum? Segir það okkur að Guð deilir kjörum með okkur og mætir okkur þar sem við erum stödd en ekki sem upphafið afl sem uppfyllir allar okkar óskir og refsar okkur þegar við gerum eitthvað rangt? Segir það okkur að Guð sé stöðugt að verki og taki þátt í lífi okkar sem hinn æðsti kærleikur en við tökum ekki alltaf eftir því vegna þess að væntum þess að Guð sé einhvern veginn öðruvísi? Mig langar þess vegna að skora á þig á þessari aðventu að opna huga þinn og hjarta og reyna að koma auga á það hvernig Guð er að verki allt í kringum þig án þess að þú sért með fyrirfram ákveðnar væntingar. Leyfum Guði að koma okkkur á óvart eins og Guð gerði þegar Guð varð manneskja í litlu barni. Guð gefi þér gleðileg jól. Ninna Sif Svavarsdóttir Sóknarprestur í Hveragerðisprestakalls
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==