Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024

SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Í HVERAGERÐI 15 Oft á tíðum, þá sérstaklega þegar bíða þarf eftir afgreiðslu einhverra mála eða þegar breytingar eru framundan þá heyrist gjarnan þessi setning “skiptir það nokkuð máli”? Stundum eru smáatriðin aðeins of mörg og mögulega eru mörg þeirra farin að taka of mikið pláss. Þessi setning “skiptir það nokkuð máli” heyrist gjarnan rétt fyrir kosningar og margir vilja meina að það skipti engu máli hverjir taki við því þetta er alltaf eins hvort sem er. En er það raunverulega þannig? Nú eru alþingiskosningar nýafstaðnar og það verður fróðlegt að sjá hvaða flokkar ná saman í ríkisstjórn. Sumir segja að það skipti engu máli hver stjórnar en ég tel að það skipti máli. Auðvitað skiptir máli hver er forseti Íslands. Sömuleiðis skiptir máli hver stýrir Sveitarfélögum. Það skiptir máli hver á fyrirtæki og það skiptir máli hver stýrir fyrirtækjum og sömuleiðis hverjir vinna þar. Þetta á líka við um opinberar stofnanir, það skiptir máli hver stýrir þeim. Það skiptir máli hvernig við sinnum börnunum okkar og það skiptir líka máli hvernig við högum okkur gagn- vart hvort öðru. Svona mætti lengi telja. Fyrir mína parta, þá finnst mér það skipta miklu máli hver sinnir þjónustustörfum í nær umhverfi mínu og mér finnst einnig skipta máli hver sinnir ábyrgðarstöðum fyrir ríki, sveitarfélög og stór fyrirtæki. Þegar ástandið er búið að vera gott um nokkurn tíma, þá gleymist það oft hver munurinn er á því góða og slæma. Með tímanum þá verður fólk vant því að hafa það gott eða t.d að hafa aðgang að góðir þjónustu. Þegar á reynir, þá skiptir þetta allt máli. Elín Kára, ritstjóri Bláhvers 2024 Ritstjórnarpistill Skiptir það nokkuð máli? n 8. janúar ru kynntar ennt vel á fur nefndin stuttu máli II verða lík- fsemi. Fyrst tustarfsemi um verður n þessara ta svæði er stöðina við Varmá aðgengilega og jafnvel þannig að hægt verði að dvelja þar um stund og njóta útsýnisins. Mikil áform hjá HNLFÍ Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Ís- lands er með mikil áform um uppbyggingu suðaustarlega í fallega bænum okkar. Þar er verið að undirbúa deiliskipulag sem gerir ráð fyrir allt að 100 íbúðum í fyrsta áfanga sem verða líklega ætlaðar 55 ára og eldri, með svipuðu fyrirkomulagi varðandi þjónustu og fleira sem er í dag við Lækjarbrún. Samhliða þessu verða byggðir upp aðrir þjónustuþætt- ir eins og sundlaugaraðstaða, líkamsrækt og þess háttar sem kemur til með að geta þjónustað þessar nýju íbúðir, væntanlega ásamt þeim eldri. Þetta eru spennandi tímar fyrir HNLFÍ og okkur öll sem búum í Hvera- gerði og vonandi sjáum við framkvæmdir fara af stað á næsta ári. Að lokum vil ég nefna breytingu á deili- skipulagi við Hlíðarhaga. Þar hefur sam- þykktum íbúðum verið fjölgað úr 27 í 45 og er tilgangurinn með þessum breytingum að koma til móts við óskir um minni og ódýr- ari íbúðir. Þar með aukast möguleikar ungs fólks til að koma sér upp sínu fyrsta þaki yfir höfuðið hér í bæ, á feikn fallegum stað. Gera má ráð fyrir að byggingarframkvæmdir hefj- ist á næsta ári. Gísli Páll Pálsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar Hveragerðis. Starfsmenn Leiktækja og sport Austurmörk 19, Hveragerði. Óskum Hvergerðingum og nærsveitamönnum gleðilegri jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. , Selfossi - Sími 422 4040 jól iðskiptin á árinu Jólaopnun í Hveragerði Gleðilega hátíð 24. desember kl. 8:00-13:00 25. desember LOKAÐ 26. desember kl. 8:00-16:00 31. desember kl. 8:00-14:00 1. janúar LOKAÐ

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==