Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024

SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Í HVERAGERÐI 17 Nú þegar jólin nálgast leitar hugurinn gjarnan til samverustunda með fjölskyldu og vinum. Það er rík hefð að koma saman, matreiða eitthvað gómsætt og skreyta til að gleðja bæði sál og líkama. Það er reyndar þannig að það er ekki bara um jól sem við höldum í þessar hefðir að koma saman það er jú allt árið um kring af ýmsum tilefnum. Fyrstu hughrifin stýra því gjarnan hvaða tilfinningu við fáum fyrir upplifuninni. Sjón, lykt, heyrn, bragð og snerting skipta máli. Ég hugsa gjarnan til þess hvernig upplifun okkar af viðburðum væri ef við hefðum ekki blóm, tré, runna, hellulagðar stéttir og fallegt umhverfi í kringum og inni á heimili okkar. Af hverju er ég að hugsa þetta jú vegna þess að ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að hlúa að Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Þessi skóli hefur verið starfræktur óslitið í 85 ár eða frá árinu 1939. Þessi skóli hefur veitt okkur í Hveragerði sérstöðu og bæjarstæði okkar hefur notið góðs af fagkunnáttu þeirra sem þar hafa lært og starfað. Skólinn býr yfir einstökum töfrum og er eini staðurinn á Íslandi sem hægt er að læra garðyrkjugreinar. Hvernig ætli Blómabærinn liti út ef hér hefði ekki verið plantað öllum þeim tegundum trjáa og blóma sem blómgast að vori og færa okkur litadýrð, fegurð, lykt og skjól yfir sumarið. Skipta svo um lit að hausti og við skreytum með fallegum ljósum sem lýsa upp skammdegið yfir jólahátíðina. Bæjarbragurinn hér væri heldur öðruvísi ef það væri ekki þessir fallegu gróðursælu garðar með hleðslum og hellulögðum stéttum. Ég verð alltaf meira og meira undrandi á því hvers vegna skólanum er ekki gert hærra undir höfði. Þarna eru kenndar iðngreinar sem við njótum á öllum árstíðum, sem hver hefur sinn sjarma en það er óhætt að segja að þetta sé sú faggrein sem snertir okkur öll og tengir okkur saman. Stöldrum aðeins við og hugsum umþað hvernig við sjáum lífið fyrir okkur í framtíðinni, með eða án blóma? Óska ykkur gleðilegrar hátíðar í faðmi fjölskyldu og vina, Alda Páls Lífið í blóma, með eða án blóma? Gunnar Biering Agnarsson Sími 823 3300 Elínborg María Ólafsdóttir Sími 861 6866 Eva Björg Árnadóttir Sími 857 6600 Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári valborgfs.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==