Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024
BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 18 Á háskólaárunum sat ég einhverju sinni fyrirlestur hjá doktorsnema í mannfræði. Ég er búinn að gleyma af hverju, en undir lokin voru spurningar og vangaveltur úr sal. Ein spurningin hefur setið í mér alla tíð síðan, eða öllu heldur svarið. Spurningin var sumsé, ef fjarlægir geimbúar væru að fylgjast með utan úr alheimi í þeim tilgangi að greina atferli þessarar furðu skepnu, hvernig heldur þú að þeir myndu lýsa okkur, hvaða nafn fengjum við? „Ljósverurnar“ sagði doktorsneminn án þess að hika, og botnaði síðan stutt „ hvort sem það jarðar- kraftur, sál eða sinni er allt atferli mannsins viðbragð við ljósi og ljósleysi - leit að ljósi“. Stillt vakir ljósið, Í stjakans hvítu hönd, milt og hljótt fer sól, yfir myrkvuð lönd. Jón úr Vör Jólin eru forn sólstöðuhátíð, aðventan helguð komanda ljóss og friðar - í sögulegri fléttu ólíkra siða verður til hin mesta hátíð. Kærleiksfesti þar semvið lýsumupp skamm- degið með breiðskógum jólaljósa. Seríur sem skríða upp staura, pakka inn trjám, halda saman húsumog snara heilu blokkirnar. Allt uppljómað. Vinnustaðir skína, leikskólar bjarma og skólinn glóir. Þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu í Lystigarðinum fór um mannskapinn aðdáunarkliður og fögnuður – svar sem ekki er hægt að kalla eftir, æfa eða leika. Það er meira eins og við séum að fanga ljósið, draga það inn með lágstemmdu kliði sem hljómar eins og vá. Koma því fyrir í lukt sálarinnar. Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum. Hveragerði er einstakt bæjarfélag. Auðvitað finnst öllum bæjarstjórum það sama. En það er einstök sérstaða fólgin í sögu og tilurð bæjarins. Sérstaða sem kemur fram í fyrsta gildi bæjarins sem finna má í nýsamþykktri stefnu; skapandi Hveragerði. Það er einmitt í skapandi umhverfi sem hver maður finnur ljós, styrk og stöðu. Það er í skapandi umhverfi þar sem við finnum margbreyti- leikann og virkjum það einstaka í fólki. Það er í skapandi umhverfi sem bæjarfélögum vegnar vel - þannig samfélög finna tæki- færin í samtímanum og lausnirnar í fram- tíðinni. Það er Hveragerði. Það er von mín og bæn að aðventan verði ykkur gleðileg og gefandi og jólin tími ljóss og friðar. Líður að tíðum. Pétur Markan Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar Ljósverurnar 2025 HVERAGERÐISBÆR ÓSKAR YKKUR ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI Á gamlárskvöld verður kveikt í áramótabrennu við Breiðumörk ofan Grýluvallar kl. 20:30. Starfsmenn Hveragerðisbæjar sjá um brennuna en flugeldasýningin er í höndum Hjálparsveitar skáta. Vinsamlegast athugið að ekki er leyfilegt að kveikja í flugeldum við brennuna vegna slysahættu. hveragerdi.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==