Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024
BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 2 Jólahátíðin, ein helsta og ástsælasta hátíð ársins er tími þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að njóta samveru, veislu- halda og hefða. Þótt rætur jólahátíðarinnar séu bæði kristnar og heiðnar er jólahátíðin í dag hátíð gleði og samkenndar semnær yfir allar þjóðfélagsstéttir og trúarbrögð. Orðið jól á rætur sínar að rekja til fornra norrænna hefða, þar sem haldið var upp á vetrarsólstöður með veislum og hátíða- höldum. Til forna fagnaði fólk að heiðnum sið að daginn var tekinn að lengja. Þegar kristni var tekin upp á Norður- löndunum var hátíðin tengd fæðingu Jesú Krists og fékk þá trúarlegt inntak. Þannig runnu heiðnar og kristnar hefðir saman í hátíð ljóss og friðar. Aðventan er nú gengin í garð með allri sinni fegurð og eftirvæntingu um hina helgu hátíð sem framundan er. Við tekur bakstur, tiltekt, vina- og fjölskylduhittingar, tónleikar og margt fleira. Mér þykir undur- vænt um þennan árstíma. Mér finnst gott að finna hvernig myrkrið umlykur landið okkar og svo er gott að minna sig á að eftir nokkra daga tekur daginn að lengja á ný og við minnt á hringrás lífsins, á lífstaktinn. Nú hef ég starfað í rúm þrjú ár sem full- trúi ykkar Hvergerðinga á Alþingi okkar Íslendinga. Það eru forréttindi og mikill heiður að hljóta umboð þjóðar sinnar til að gegna þeim störfum og ég tek það mjög alvarlega. Nú er að baki stutt og snörp kosninga- barátta og brátt finnur lífið sér nýjan takt á Alþingi. Allt reynsla sem fer í reynslu- bankann og ég er þakklát fyrir. Félagar kvaddir og nýjum heilsað rétt eins og í lífinu sjálfu. Já lífið tekur stöðugum breytingum og jólin minna okkur oft á það sem var, er ekki lengur og verður aldrei aftur. Þessi tími er því erfiður mörgum og þá sérstaklega þeim sem eiga um sárt að binda.Hugurinn leitar ósjálfrátt til þeirra sem sem misst hafa ástvini á árinu og horfa nú til hátíðanna með sorg í hjarta. Á þessu ári hafa óvenju margir Hvergerðingar kvatt þetta líf. Hugur minn er hjá öllum þeim sem þurfa nú að finna sér nýjan takt og halda jól án ástvina. Kristin trú ermerkilegmeðal annars fyrir þær sakir að það sem í fyrstu virðist lítið og veikburða reynist vera lífseigara og sterkara en allt annað þegar fram í sækir. Kristur kom í heiminn sem barn fátækra hjóna og hann lét lífið sem fangi á krossinum. Boðskapur hans um frið og kærleika hefur samt lifað með mannkyninu í aldir. Ég trúi því að boðskapur kristninnar, boðskapur friðar og vonar verði öllu myrkri yfirsterkara. Ég óska Hvergerðingum öllum gleði og friðar á jólum og farsældar á nýju ári. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra Jólakveðja Þegar ég var að flétta í gegnum samfélags- miðla á dögunum, sem ég geri kannski full- mikið af almennt, kom upp skemmtileg minning á Fésbók um það að ég hafði setið minn fyrsta bæjar- stjórnarfund, sú minning sem kom upp var frá lok nóvember árið 2013. Á þeim tíma var ég 25 ára gamall varabæjarfulltrúi fyrir D-listann og tiltölu- lega nýbakaður faðir. Nú 11 árum síðar, í lok nóvember, hef ég setið 83 bæjarstjórnar- fundi bæði sem aðal- og varabæjar- fulltrúi og ótal aðra fundi á vegum Hvera- gerðisbæjar. Á þessum 11 árumhöfumvið Sunna eigin- kona mín eignast 3 yndisleg börn og komið okkur vel fyrir í Hveragerði. Á þessum 11 árum hefur íbúafjöldi í Hveragerði farið úr því að vera 2.249 íbúar árið 2013 í það að nálgast 3.400 íbúa í lok þessa árs. Það er samt þannig að síðastu tvö ár hefur hægst mjög á íbúafjölgun í Hveragerði og hefur Leiðari hún nánast staðið í stað. Fjölgun íbúa í Hveragerði er þannig einungis 1,1% frá 1. des 2023 til 1. nóv 2024 en í húsnæðisáætlun bæjarins sem og í síðustu fjár- hagsáætlun meirihlutans var gert ráð fyrir mun meiri íbúafjölgun í Hveragerði eða í kringum 4% fjölgun. Maður heyrir stundum frá eldri rótgrónari Hver- gerðingum að þau sakni gamla tímans þegar að Hveragerði var fámennara bæjarfélag og allir þekktu alla, þó að þau séu vissulega á sama tíma ánægð með hvernig bærinn hefur þróast á undanförnum áratugum. Ég neita því ekki að ég hugsa oft út í það líka, þegar maður fór til dæmis sem barn útí kaupfélag(KÁ) að kaupa nammi og þekkti alla sem þar störfuðu og voru að versla. Hveragerði er þrátt fyrir þessa þróun lítið og samheldið samfélag. En hvað er það að vera „Hver- gerðingur“ og hvenær telst þú vera „Hver- gerðingur“? Einhverjir kynnu að segja að þú hafir þurft að búa í Hveragerði í nokkur ár til að geta talist vera „Hvergerðingur“, en ég tel að þú sért orðinn „Hvergerðingur“ um leið og þú flytur í Hveragerði, þegar þú byrjar að taka þátt í samfélaginu, það gera flestir sem flytja í bæinn á einhvern hátt t.d. í gegnum hin ýmsu félög sem eru starfandi í bænum. Hvort sem það er í gegnum íþróttastarfið, skátastarf, félag eldri borgara, kórastarfið, Lions og ég gæti haldið áfram. Við fögnum því að fólk vilji flytja til Hveragerðis og ákveða að setjast hér að og taka þátt í samfélaginu okkar og gera það en betra. Því burt séð frá allri pólitískri umræðu þá getum verið stolt af því að vera Hvergerð- ingar. Fyrir hönd okkar bæjarfulltrúa D-listans óska ég Hvergerðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og ég þakka samstarf liðinna ára. Friðrik Sigurbjörnsson Oddviti D-listans í Hveragerði
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==