Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024
BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 20 Hvernig byrjaði Hringlandi? Árið 2019 heklaði ég barnahringlur og stofnaði hringlandi til að halda utan um sölu á þeim. Síðan þá hef ég skipt um stefnu og snýst hringlandi í dag að mestu leyti um að halda kunnáttu gamalla handverksað- ferða á lofti. Hvað er Hringlandi að gera (t.d. viðburðir, starf, vörur) Ég held námskeið í hekli, orkeringu, vattar- saumi, bandvefnaði og rússnesku hekli. Ég finn fyrir miklum áhuga á handavinnu á Íslandi og mér finnst sérstaklega skemmti- legt þegar ég sé neistann kvikna hjá ungu fólki. Það getur verið erfitt að taka fyrstu skrefin í ýmissi handavinnu hérna á Íslandi því tæki og tól sem þarf til eru einfaldlega ekki til sölu hérna eða ekki svo auðvelt að nálgast. Ég á því yfirleitt til lítinn vörulager til að koma til móts við áhugasamt hand- verksfólk. Ég legg áherslu á að hafa innifalið í námskeiðunum það sem þarf til svo fólk geti haldið áfram strax og heim er komið. Hvað er framundan hjá Hringlandi? Ég er að koma mér fyrir á nýrri vinnu- stofu og verkefni næstu vikna er að útbúa hana þannig að ég geti haldið námskeið og mögulega aðra viðburði á henni. Svo er ég með hugmyndir að nýjum vörum og námskeiðum sem mig langar að þróa svo það er alltaf eitthvað í gangi! Hvar er hægt að finna upplýsingar um starf Hringlandi? Það er hægt að sjá allt um það sem ég geri á Facebook og Instagram (@hringlandi). Um að gera að fylgjast með þar! Heimasíðanwww .hringlandi.is er opin en ég hef ekki lagt vinnu í hana lengi, vonandi fær hún meiri athygli hjá mér á komandi ári. Ertu með uppskrift af einhverju jólalegu sem þú ert til í að deila með lesendum Bláhvers? Síðustu ár hef ég haldið námskeið í snjó- kornahekli fyrir jólin. Þar sem ég er ekki með nein námskeið þessa aðventuna langar mig að deila uppskriftinni með lesendum. Ef þig langar að gera eitthvað öðruvísi með saumaklúbbnum, samstarfsfélögum eða öðrum er alltaf hægt að hafa samband á hringlandi@hringlandi.is og við finnum námskeið sem hentar þínum hópi. Ég hef haldið námskeið fyrir ýmsa hópa hér og þar um landið. Til gamans langar mig að nefna að ég er líka með Litlu Brjóstabúðina. Ég hekla, sauma og teikna brjóst. Brjóstin eru til sölu í Grýtu (Sunnumörk) ásamt vörum frá hringlandi, m.a. hringlurnar sem byrjuðu þetta allt saman. Endilega kíkið á litla_brjostabudin á instagram eða á Litla Brjóstabúðin á Facebook. Kristjana Kona R. Traustadóttir Hringlandi Hringlandi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==