Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024
BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 4 Nú þegar árið er senn á enda er rétt að staldra við og horfa yfir farinn veg og það sem gerst hefur hjá félaginu. Í febrúar var haldinn aðalfundur félagsins þar sem eftirtalin voru kosin í stjórn. Ingibjörg Zoëga var kjörin formaður og á stjórnarfundi sem á eftir kom var Kristján Á. Gunnarsson kosinn sem varaformaður og Geir Guðjónsson gjaldkeri. Hanna Lovísa Olsen tók við stöðu ritara af Thelmu Rós Kristinsdóttur sem lét af stjórnarstörfum og var á aðal- fundinum þakkað fyrir sitt áralanga framlag til félagsinsmeð virktum. Sighvatur Fannar Nathanaelsson og Lilja Björk Kjart- ansdóttir héldu áfram semmeðstjórnendur og Jón Aron Sigmundsson bættist í þann hóp. Birkir Sveinsson og Nína Margrét Pálmadóttir skipa varastjórn auk þess sem Elín Engilbertsdóttir kom ný þar inn. Síðan 1996 hafa Sjálfstæðismenn í Hvera- gerði bjóða upp á laugardagskaffi þar sem skiptingin er þannig að alltaf er einn kjörinn bæjarfulltrúi og einn stjórnarmaður félagsins sem bjóða upp á kaffiveitingar. Það skapar einstakan vettvang fyrir íbúa til að hitta og ræða við lýðræðislega kjörna Annáll Sjálfstæðisfélagsins fulltrúa á flesta laugardaga yfir veturinn. Þetta er eina stjórnmálaaflið í Hveragerði sem býður upp á slíkt aðgengi bæjarbúa að kjörnum fulltrúum. Með því að halda reglu- legt laugardagskaffi hefur Sjálf- stæðisfélagið skapað ómetan- lega brú milli bæjarbúa og kjörinna fulltrúa, brú sem stuðlar að auknu trausti og gagnsæi í sveitar- stjórnarmálum. Þessi langvarandi hefð hefur styrkt samfélagið og gert Hveragerði að fyrirmynd í lýðræðislegri þátttöku. Reglulega hafa komið til okkar sérstakir gestir, oft úr stjórn- málunum, og veitt okkur innsýn í sín störf. Síðasta vetur ákváðum við að fá oftar til okkar sérstaka gesti úr fjölbreyttari áttum samfélagsins sem hafa haldið fyrirlestra með kaffinu og sagt okkur frá alls kyns málefnum. Þannig höfum við fengið til okkar til að mynda vegamálastjóra, jarð- vísindamann, félagsráðgjafa og formann Hamars auk þess sem stjórnmálamenn mæta enn reglulega og standa fyrir sínu. Askur, ungliðahreyfing Sjálfstæðis- félagsins í Hveragerði, heldur utan um tvenn laugardagskaffi á hverjum vetri. Þar er fókusinn á ungdóminum og málefnum semþeimbrennur í hjarta. Þá er síðasta kaffi fyrir jólahlé og síðasta kaffi fyrir sumarið alltaf aðeins veglegri en önnur og jafnan vel mætt og glatt á hjalla. Áfram hafa ljósmyndarar og myndlistar- menn fengið inni hjá okkur og haldið glæsi- legar sýningar í félagsheimili Sjálfstæðis- félagsins og hefur því verið vel tekið. Einnig er vert að minnast á að hægt er að fá salinn okkar leigðann en hann hentar vel fyrir til dæmis fundi, veislur og fyrirlestra. Núverandi vetur hefur farið af stað með hefðbundnu sniði og greinum við mikla aukningu og áhuga bæjarbúa á laugar- dagskaffinu og starfi félagsins. Sem fyrr eru öll velkomin til okkar og tökum við vel á móti hverjum þeim sem koma vill. Mikill eldmóður er í félagsmönnum, enda með hugann við málefni Hveragerðisbæjar hvar grettistak er framundan. Við hlaupumst ekki undan ábyrgð heldur erum klár í öll þau verkefni sem að höndum ber. Það er hægt að fylgjast með á Facebook síðunni okkar D-listinn í Hveragerði og Bláhver.is Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði óskar ykkur gleðilegra jóla og alls góðs á nýju ári. Ingibjörg Zoëga Formaður sjálfstæðisfélagsins Myndir úr starfi Sjálfstæðisfélagsins
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==