Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024

BLÁHVER JÓLABLAÐ 2024 8 J ólaviðtal Bláhvers þetta árið er við Ólaf Óskarsson trésmíðameistara sem hefur búið í Hveragerði frá átta ára aldri. Hann er kallaður Óli Óskars og býr ásamt Öddu eiginkonu sinni í Reykja- mörkinni, í húsi sem hann byggði sjálfur. Nánar síðar, en byrjum á byrjuninni. Fæddist í Stykkishólmi „Ég er fæddur í Stykkishólmi í desember 1949 og á heima þar til að verða átta ára en þá flyt ég í Hveragerði með foreldrum mínum. Pabbi var smiður og mamma garð- yrkjumaður. Hún var ein af þeim fyrstu sem útskrifuðust úr garðyrkjuskólanum hér í Hveragerði. Garðyrkjuskólinn var í fyrstu reistur og notaður sem berklahæli áður en tekið var til við að kenna þar garð- yrkju. Einn fyrsti sjúklingurinn sem kom á hælið var maður að nafni Herbert Jónsson en hann bjó svo síðar með Árnýju Filippus- dóttur á Hverabökkum. Hann var oft kall- aður borgarstjórinn í Hveragerði. Hann var áberandi maður, félagslyndur og í mörgum félögum, meðal annars Sjálfstæðisfélaginu og Leikfélaginu.“ Bjuggum fyrst í sumarbústað í Bláskógum „Fyrst bjuggum við í gömlum sumarbústað í Bláskógum 13, löngu búið að rífa það hús. Við búum þarna í tvö ár á meðan pabbi er að byggja í Iðjumörkinni. Hann byggði Iðju- mörk 1 og svo húsið sem Guðrún Hafsteins býr í í dag, en það var upphaflega trésmíða- verkstæði hans. Þessi hús voru byggð fljót- lega eftir að við flytjum til Hveragerðis, svona upp úr 1958.“ Steypustöð Óli segir frá því að nafnið Iðjumörk hafi komið til vegna þess að þessi gata átti að vera iðnaðargata, sem hún var svo sannar- lega í upphafi. Við enda götunnar var og er húsnæði semkallast Steingerði. Upphaflega var Steingerði steypustöð en endaði svo sem verkstæði Kjöríss. Þar voru steyptir holsteinar sem voru mikið notaðir á þeim tíma og var heita vatnið og gufan notuð til þess að flýta fyrir þornun og hörðnun á þessum steinum. Þar voru einnig fram- leiddar gangstéttarhellur og holræsarör. „Í rörin var notuð svo kölluð þurrsteypa og þegar búið var að steypa þau var hægt að taka utan um þau og þau keyrð inn í þurrk- klefa sem var eins og gufubað. Þar voru þau þurrkuð með gufunni. Vélar steypu- stöðvarinnar eru svo seldar á Litla hraun og Hafsteinn heitinn kaupir Steingerðishúsið og byggir svo fleiri, byrjar með ostagerð en skipti fljótlega yfir í ísgerðina. Þá byggði Trésmiðja Hveragerðis sitt hús, þar sem nú er Álnavörubúðin og þar með var Iðjumörk- inni í raun lokað.“ Byggði húsið mitt 16 ára „Ég hóf byggingu á því húsi sem við Adda eiginkona mín búum í, þegar ég var 16 ára. Þá var ekki málið að fá lóð, maður fékk bara lóðina við hliðina á pabba og mömmu. Sú lóð tilheyrir Reykjamörkinni. Það tók viku að fá lóðina og ég man að gatnagerðar- gjöldin voru hálfs mánaðar kaup.“ Skólaganga „Þegar ég flyt í Hveragerði var Valgarð að byrja hér í bæ sem skólastjóri. Og Bjarni Eiríkur var að hefja sinn feril sem kennari. Skólinn okkar var byggður 1947 í samstarfi við sveitina. Ég fer svo í iðnskólann á Selfossi að lokinni grunnskólagöngu. Þetta voru fjórar annir í iðnskólanum og á sama tíma var ég á samningi hjá Jóni Guðmunds- syni og Didda (Guðmundur Jónsson, sonur Jóns) og smíðaði hjá þeim. Ég vann einnig eitt ár hjá Trésmiðju Hveragerðis og lærði mikið hjá þeim. Þar var smíðað mikið af gluggum og innréttingum og þar voru margir ungir smiðir að störfum. En uppi- staðan hjá Jóni og Didda var Heilsuhælið, bæði viðhald og nýbyggingar.“ Smíðaði kirkjuna meðal annars Óli starfaði í all nokkur ár hjá þeim feðgum og byggðu þeir meðal annars parhúsin fyrir Ás á milli Bröttuhlíðar og Kletta- hlíðar. Seinna meir hélt hann svo áfram að byggja þessi hús með Kjartani Kjartans. „Þá byggði ég kirkjuna með þeim feðgum. Diddi var yfirsmiður, Jón var aðeins farinn Meira byggt í Hveragerði Ólafur Óskarsson trésmíðameistari Fjölskylduhúsið fokhelt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==