Sjálfstæðisfélag Hvergerðis, Bláhver 2024
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Í HVERAGERÐI 9 að eldast á þeim tíma. Þegar við vorum að steypa síðustu steypuna, þar sem spíssinn á kirkjunni er hvað hæstur, þá drógum við steypuna upp í fötu. Vorum tveir að draga og drógum alltaf eina fötu í einu. Ég er ekki viss um að þessi vinnubrögð yrðu gúteruð í dag,“ segir Óli brosir í kampinn. Kirkjan var svo vígð þann 14. maí árið 1972 af þáverandi vígslubiskupi í Skálholti, Sigurði Pálssyni. „Þá byggðum við Diddi stórt einbýlishús fyrir bankastjóra Búnaðarbankans á þeim tíma Tryggva Pétursson. Húsið er á horni Reykjamerkur og Heiðmerkur.“ Vinna við virkjanir Í framhaldi af þessu fer Óli að vinna við Þórisós, en ekki við virkjanirnar sjálfar heldur var verið að útbúa miðlunarlón fyrir Búrfellsvirkjun. Þar voru grafnir skurðir og settar upp stýringar fyrir vatnsmiðlunina. „Þetta tók eitt ár og ástæða þessarar miðl- unar voru vandræði með krapann og ísrek úr Tungná, en þegar Þórisvatnið var stíflað, þá lagði Þórisvatn alveg og var ísinn allt að einn og hálfur meter að þykkt. Við þetta minnkaði ísrekið svo mikið niður í Búrfells- virkjun, þannig að þetta var í raun forsenda þess að hægt væri að reka virkjunin að vetrarlagi. Meira byggt í Hveragerði, og í Vestmannaeyjum Óli kom svo aftur í Hveragerði eftir útileguna við Þórisvatn og tók til við að byggja einbýlishús í Kambahrauni og Borg- arhrauni. Það var þó ekki eins auðvelt að fá lóðir þar og þegar hann byggði sitt hús við Reykjamörkina. „Bærinn vildi ekki úthluta lóðum til braskara,“ segir Óli og hlær. „En við fengum eina lóð og byggðum á henni og seldum. Þá byggðum við niður á Öxnalæk fyrir laxeldið. Það voru þeir Eyjólfur Konráð og Kristinn í Björgun sem áttu Öxnalækinn og laxeldisfyrirtækið ásamt fleiri stór- mennum. Við kaupum af þeim 10 lóðir í Kambahrauninu. En það gekk illa að selja á þeim tíma. Við fórum því þrír saman, ég, Steingrímur Snorrason og Arnar Daðason, tengdasonur Líneyjar sem bjó hér í bæ, til Vestmannaeyja til að vinna hjá Fiskiðjunni upp í þessa skuld. Þetta var haustið eftir gos, 1973. Við byggðum nýtt mötuneyti fyrir Fiskiðjuna því vandamálið var að það bjó enginn í Eyjum á þessum tíma. Allt fólkið sem var að vinna þarna bjó í verbúðum og það vantaði mötuneyti. Þegar við vorum búnir í Fiskiðjunni fórum við yfir í Vinnslu- stöðina og byggðum einnig mötuneyti þar. Við bjuggum í verbúð á þessum tíma ásamt 250 manns. Samhliða þessu vorum við beðnir um að taka að okkur ýmiskonar viðvik við trésmíðar á þessum tíma, eða frá 1973 til 1977. Þaðmunaði litlu að ég yrði Vest- mannaeyingur.“ Í mörg horn að líta Óli og Adda fluttust aftur til Hveragerðis 1977 og hefur Óli unnið við margskonar smíðar á þeirri tæpu hálfu öld síðan. Mikið í Hveragerði en einnig annars staðar. Hann var meðal annars verktaki hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ein 10 ár. „Þegar þeir tóku nýja húsið í notkun á Bæjarhálsi stóð ýmislegt út af. Ég og bróðir Öddu sem heitir Sigurður, erum að vinna þar í 10 ár þangað til að hrunið verður haustið 2008. Við vorum í lausamennsku hjá þeim, út um allt, þeir áttu svo mikið af eignum, það eru ekki bara virkjanirnar, það voru líka spennistöðvar, dælustöðvar og margt margt fleira. Við vorum rétt búnir að skrifa undir samning við Orkuveituna um áframhaldandi vinnu þegar hrunið kemur og þá koma ordrur frá æðstu stjórn að það væri bannað að ráða verktaka til Orkuveitunnar í viðhald og nýsmíðar. Þar með lauk okkar ferli þar.“ Óli fékk þá stöku verkefni austan fjalls að viðhalda dælustöðvum og þess háttar en engin verkefni í Reykjavík. Adda kemur inn í lífið „Adda er úr Reykjavík en foreldrar hennar bjuggu á Kolviðarhóli í gamla daga. Þaðan flytja þau svo í Öndverðarnes í Gríms- nesi og hún fór í skóla á Ljósafossi. Þegar svo Múrarafélagið kaupir Öndverðarnes flytja þau að bænum Mæri rétt vestan við Kotströnd og þá kemur Adda í skóla í Hvera- gerði. Adda er einnig fædd 1949. Við féllum fyrir hvort öðru 15 eða 16 ára og höfumverið saman síðan.“ Adda kemur inn í spjallið, „við erum búin að vera gift í rúmlega 52 ár“ segir hún með bros á vör, greinilega bæði mjög ánægð með ráðahaginn. Þau eiga þrjú börn, Hermann fæddan 1968, þá Kristínu fædda 1972 og Elínborgu fædda 1980. Hermann býr og starfar sem arkitekt á Selfossi, Kristín hefur undan- farin sumur rekið veiðihús við Vopnafjörð ásamt eiginmanni sínum og Elínborg sinnir fasteignasölu í Hveragerði. Barnabörnin eru níu og langafabörnin eru sex. Félagsmálin og farandblómasala Óli hefur verið áhugasamur um pólitík frá því hann man eftir sér. „Ég vann á sumrin sem krakki í gróðurhúsi hjá manni sem hét Hallgrímur Egilsson og hann var formaður í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi. Þá þótti það sjálfsagt mál að vera samhliða honum í pólitíkinni, eitthvað sem bara gerðist eða þróaðist á þann veg. Ég hef líklega gengið í félagið 15 ára gamall og hef verið þar síðan. Í þá daga var farið í söluferðir með sumar- blóm og tré auk þess að selja við garðyrkju- stöðina sjálfa. Alltaf tvær ferðir til Kefla- víkur með fullan vörubíl af blómum og trjám. Ein ferð til Vestmannaeyja og svo tvær söluferðir með Esjunni í kringum landið. Allt sett um borð í Reykjavík, híft aftast á dekkið í trékössum og svo komið við á nokkrum stöðum á þessari hringferð. Síðasta árið mitt hjá Hallgrími fór ég svona hringferðmeð honum. Byrjað á Patreksfirði, þá Ísafjörður og eftir því sem leið lá austur Adda og Óli með Hermann.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==