Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Sígildar sögur Walt Disney Sögusafn fjölskyldunnar! Tímalausar sögur Disney lifa áfram í þessu heillandi sögusafni sem myndskreytt er með fallegum klassískum teikningum. Bók sem gleður alla fjölskylduna. 160 bls. Edda útgáfa B  ​ Sjáðu! Áslaug Jónsdóttir Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þykk spjöldin henta yngstu bókaormunum vel en allir fá eitthvað fyrir sinn snúð því Sjáðu! er bók sem vex með barninu. 20 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Skoppa Harðspjalda-flipabók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Hoppum og skoppum með Skoppu og hjálpum henni að finna leikfélaga sína sem eru í felum undir flipunum á hverri opnu. Litrík bók fyrir eins árs og eldri. 8 bls. Setberg D  ​ Snertu og finndu Ellie Boultwood Þýð.: Bjarki Karlsson Einstaklega falleg bók sem er sérstaklega hönnuð fyrir þig og litla barnið. Hér er nóg að skoða, nóg að snerta og finna. Myndirnar eru litríkar og sérstaklega valdar til þess að þroska skynjun barnsins og veita ánægjulega samverustund. 12 bls. Unga ástin mín G  ​ Snuðra og Tuðra Snuðra og Tuðra fara í sund Snuðra og Tuðra í jólaskapi Iðunn Steinsdóttir Myndir: Lóa H. Hjálmtýsdóttir Bækurnar um Snuðru og Tuðru hafa kætt börn í áratugi. Systurnar eru uppátækjasamar og meira að segja stundum svolítið óþekkar en þær læra alltaf eitthvað af reynslunni í hverri sögu. 24 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi B  ​ Nú er háttatími Aimée Chapman Dásamleg bók fyrir litla barnið, sem þér þykir vænt um. Hér er nóg að skoða, nóg að snerta og finna fyrir háttinn. 10 bls. Unga ástin mín D  ​ Ofur-kalli og bakteríuskrímslið Camilla Läckberg Þýð.: Illugi Jökulsson Myndskr.: Millis Sarri Camilla Läckberg er ekki aðeins einhver allra vinsælasti glæpasagnahöfundur heims heldur skrifar hún líka vinsælar bráðskemmtilegar barnabækur um sterkasta smábarn í heimi sem leysir erfið glæpamál eins og að drekka pelamjólk. Nú birtast ósýnilegir fjandmenn heima hjá Kalla og fjölskyldu hans! Ofur-Kalli þarf að grípa til nýrra ráða. 32 bls. Sögur útgáfa D ​ I  ​ Órigamí – Japönsk pappírslist 100 skrautblöð og 5 formgerðir Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Í bókinni eru 100 blöð sem auðvelt er að losa og brjóta saman í fíngerð órigamí pappírslíkön. Einfaldar leiðbeiningar með skýringarmyndum sýna hvernig hægt er að breyta þessum litríku og skrautlegu blöðum í falleg listaverk. Góð afþreying fyrir alla. 102 bls. Setberg D  ​ Pési og Pippa – Nýi vinurinn Fallega myndskreytt harðspjaldabók sem fjallar um sanna vináttu Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Þegar Pési eignast nýjan vin finnst Pippu hún vera höfð útundan. Æ, æ, aumingja Pippa! En óvæntur atburður verður til þess að þau átta sig á því hvað sönn vinátta er dýrmæt. Góð bók fyrir yngstu börnin. 24 bls. Setberg D  ​ Pési og Pippa – Rauða blaðran Fallega myndskreytt harðspjaldabók sem fjallar um sanna vináttu Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Pési er MJÖG hreykinn af rauðu blöðrunni sinni! En þegar hann missir hana óvart og hún springur, verður hann ákaflega sorgmæddur. Til allrar hamingju fær Pippa snjalla hugmynd og brátt tekur Pési gleði sína á ný! Góð bók fyrir yngstu börnin. 24 bls. Setberg 10 Barnabækur  MYNDSKREYTTAR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==