Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D Umskiptin Anna Höglund Þýð.: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Anna Höglund er sænsk myndlistarkona, teiknari og rithöfundur. Á íslensku hefur áður komið út bókin Sjáðu Hamlet með eftirminnilegum myndum hennar. Hér birtist spennandi og myndræn frásögn fyrir alla aldurshópa um klækjabrögð og kjarkinn sem þarf til að lifa af. 42 bls. Dimma G Vertu þú! Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir Myndir: Alda Lilja Hrannardóttir Hvað er það sem gerir mig að mér og þig að þér? Það skiptir ekki máli hverju við klæðumst, hverjum við verðum skotin í, hvaða kyni við upplifum okkur í, hvaðan við erum eða hverju við höfum áhuga á. Við megum öll vera eins og okkur langar til. Vertu þú! segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum. 42 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi D I Vísnabókin Myndir: Halldór Pétursson Ritstj.: Símon Jóh. Ágústsson Fáar bækur hafa fylgt íslenskum börnum lengur en Vísnabókin ; sígilt safn af kvæðum sem höfða til barna, prýdd bráðskemmtilegum teikningum. Bókin kom fyrst út árið 1946 en með tímanum var aukið við hana bæði vísum og teikningum. Í þessari nýju og gullfallegu útgáfu af bókinni er það efni nær allt með, í betri prentgæðum en áður hafa sést. 105 bls. Forlagið – Iðunn D Öll með tölu Kristin Roskifte Þýð.: Sigrún Eldjárn Í þessari skemmtilegu bók er farið á handahlaupum yfir tölurnar frá 0 til 7.500.000.000. Á hverri síðu eru ævintýralegar myndir þar sem hægt er að telja börn og fullorðna, fylgja þeim eftir og sjá hvernig líf þeirra fléttast saman. Skarpskyggnir lesendur munu líka finna þar ýmis leyndamál. Öll með tölu hlaut Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2019. 58 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D Önd! Kanína! Amy Krouse Rosenthal og Tom Lichtenheld Þýð.: Elín G. Ragnarsdóttir Það er undursamleg önd í þessari bók. Nei, alls ekki. – Það er sæt lítil kanína. Ha? Skoðaðu bara forsíðuna! – Þetta er önd! Neibb! Þetta er kanína. – Önd! -Kanína! – Önd! - Kanína! Hvað finnst þér? Þessi fjöruga bók sannar að þetta veltur allt á því hvernig þú lítur á málið. „Fyndin, sama hvernig litið er á málið“ – The New York Times 36 bls. Drápa D Fyrsta hljóðabókin min Tilfinningar Þýð.: Þórdís Hauksdóttir Aldrei of snemmt að tala um tilfinningar. Þessi hljóðabók býður börnum að uppgötva heiminn í gegnum átta mismunandi hljóð, fallegar myndskreytingar og margar áhugaverðar staðreyndir. Börn fara í gegnum mismunandi tilfinningar daglega. Þeim líkar að tengja sína eigin reynslu við það sem gerist í bókinni. ALDUR BARNS: 3-7 ára. 20 bls. Oran Books D Töfraeinhyrningurinn hennar Gurru gríss Astley Baker Þýð.: Klara Helgadóttir Kata kind ætlar að gista hjá Gurru grís. Þeim finnst gaman að leika sér með Glitfótu Gæðingi en mest dreymir þær um að leika sér með töfrandi einhyrning. Getur pabbi töfrað eitthvað fram svo að draumur þeirra rætist? 30 bls. Unga ástin mín D Töfralandið Bergrún Íris Sævarsdóttir Dásamlegt samspil mynda og texta Bergrúnar býður upp á ljúfa samverustund með yngstu lesendunum. „Ég veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka, um leið og þú lest það.“ Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur. 40 bls. Töfraland – Bókabeitan D Ugla eignast vin Viktoría Buzukina Það skiptir ekki máli hvort maður er stór eða lítill, mús eða ugla – allir geta orðið vinir! Hugljúf og falleg saga um óvænta vináttu. 32 bls. Ugla 12 Barnabækur MYNDSKREYTTAR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==