Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E  ​ BFG Roald Dahl Þýð.: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndskr.: Quentin Blake BFG segir frá lágvöxnum risa í Risalandi. Hann kallast Bergrisinn frómi góði. Á kvöldin veiðir hann drauma fyrir börn. Í Risalandi búa samt líka níu aðrir hræðilegir risar. Eitt kvöld neyðist BFG til að ræna Soffíu, 8 ára stúlku og fara með hana til Risalands. Þau ákveða að stöðva voðaverk vondu risanna. BFG er spennandi, fyndið og ljúfsárt verk, þar sem höfundur bregður á leik með tungumálið. 236 bls. Kver bókaútgáfa E  ​ Binna B Bjarna Flöskuskeytið Fullkomin jólagjöf Skrautleg skrúðganga Sally Rippin Binna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækjasamir krakkar. Þrjár nýjar bækur eru komnar út. Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili. 42 bls. Rósakot G ​ F ​ C  ​ Blokkin á heimsenda Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Lesari: Arndís Þórarinsdóttir Dröfn hefur aldrei hitt ömmu sína svo að óvænt ferðalag á eyjuna hennar, þar sem allir búa saman í einni stórri blokk, hljómar spennandi. En ferðin verður fljótlega dálítið skrýtin. Getur verið að einhver eyjarskeggja vilji Dröfn og fjölskyldu hennar illt? Blokkin á heimsenda hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 og var að mati dómnefndar bæði grípandi og gamansöm. 256 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Bold-fjölskyldan fer í sumarfrí Julian Clary Þýð.: Magnús Jökull Sigurjónsson Bold-fjölskyldan lítur kannski út fyrir að vera venjuleg fjölskylda, en hún á sér stórt og mikið LEYNDARMÁL… Það er sumar og fjölskyldan hefur ákveðið að dveljast við sjávarsíðuna í fríinu sínu. En hún er rétt komin þangað þegar einn fjölskyldumeðlimur hverfur sporlaust. Nú reynir á snilli Bold-fjölskyldunnar því óvinurinn er EKKERT LAMB að leika sér við. ÞriðjabókinumBold-fjölskyldunaeftirbreskagrínist­ annJulianClary–meðfrábærumteikningumáhverrisíðu. 320 bls. Ugla D ​ F ​ C  ​ Brásól Brella Ásrún Magnúsdóttir Myndlýsing: Iðunn Arna Brella hélt að hún gæti ekki galdrað en þegar pabbi stendur skyndilega fyrir framan hana á fjórum fótum með beitta brodda er vitað mál að hún sé norn! Brella ákveður að leita sér hjálpar hjá Vála, galdrakarlinum stórfenglega. Leiðin þangað liggur gegnum Stóraskóg þar sem sísvangir úlfar og blóðþyrstar vampírur halda til. 128 bls. Bókabeitan Barnabækur skáldverk E ​ F ​ I  ​ Artemis Fowl Eoin Colfer Þýð.: Guðni Kolbeinsson Artemis Fowl er afburðagreindur og bráðsnjall tólf ára glæpamaður. Hann rænir Holly Short til að komast yfir gullsjóð álfanna en hún er bara ekki sátt við að láta ræna sér. Og álfarnir eiga alls konar vopn og græjur og eru sannarlega engin lömb að leika sér við. Fyrsta bókin í hinum geysivinsæla flokki um Artemis Fowl. 280 bls. Forlagið – JPV útgáfa D  ​ Á ferð og flugi með ömmu í Akrafjalli Hallbera Fríður Jóhannesdóttir Myndir: Bjarni Þór Bjarnason Amma gengur á Akrafjall með Smára og fræðir hann um örnefni og leyndardóma fjallsins. Á göngunni vakna spurningar. Hver var Geirmundur og hver var Guðfinna? Búa jólasveinar í fjallinu, skessur eða útilegumaður? Þessum spurningum og mörgum fleiri velta amma og Smári fyrir sér á göngu sinni. Við sumum fæst svar, öðrum ekki. Fræðandi bók fyrir fólk á öllum aldri með frábærum myndum eftir Bjarna Þór. HFJ D ​ F ​ C  ​ Barnaræninginn Gunnar Helgason Myndir: Linda Ólafsdóttir Lesari: Gunnar Helgason Eftir hallarbyltinguna í Hafnarlandi ríkir friður og ró. En ekki lengi. Brátt er Barnaræninginn aftur kominn á stjá og Eyrdís verður að stöðva hann, þó að það gæti orðið hennar bani! Barnaræninginn er jafnspennandi og Draumaþjófurinn , fyrri bókin um rotturnar í Hafnarlandi sem naut mikilla vinsælda og var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur. 224 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Bekkurinn minn Geggjað ósanngjarnt! Prumpusamloka Yrsa Þöll Gylfadóttir Myndlýsing: Iðunn Arna Vandaðar myndríkar léttlestrarbækur sem fjalla um krakka í íslenskum skóla. Hvert barn í bekknum fær sína eigin bók og saman mynda þær bókaflokkinn Bekkurinn minn. Fyrsta bókin er um Nadíru og önnur um Bjarna Frey. 61 bls. Bókabeitan 13

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==