Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Grísafjörður Lóa H. Hjálmtýsdóttir Tvíburarnir Inga og Baldur eru komnir í sumarfrí. Á dagskránni er að drekka kókómalt, glápa á teiknimyndir og slappa af með tilþrifum. Fyrirætlanir þeirra virðast ætla að fjúka út í veður og vind þegar Albert, nágranni þeirra af efstu hæðinni, birtist óvænt í heimsókn hjá þeim. Honum er augljóslega mikið niðri fyrir. Í þessari bráðskemmtilegu, fyndnu og fjörugu bók, sem segir frá ólíklegri vináttu, liggur leiðin allt frá blokkaríbúð í Reykjavík til Ísafjarðar, Alpanna, Guatemala, Glimmerfjalla og síðast en ekki síst – til Grísafjarðar! 152 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi D  ​ Gullfossinn Sigrún Eldjárn Sóldís og Sumarliði eru önnum kafin við að finna not fyrir allt tæknilega dótið sem leyndist í koparegginu úr fortíðinni. Á meðan heldur dularfull stelpa af stað eftir leynigöngum, slúðrandi fréttahaukur hoppar um á priki og rustarnir í dalnum leita allra leiða til að endurheimta völdin. Gullfossinn er spennandi framtíðarsaga og framhald Silfurlykilsins og Kopareggsins . 218 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Handbók fyrir ofurhetjur Fimmti hluti: Horfin Elias Vahlund og Agnes Vahlund Þýð.: Ingunn Snædal Aðeins þau sem eru raunverulega sterk þora að sýna veikleika. Dag einn gerist dálítið hræðilegt. Börn fara að hverfa um nætur. Eitt af öðru, algjörlega sporlaust. Handbók fyrir ofurhetjur er bókaröð sem hefur farið eins og stormsveipur um Ísland og hin Norðurlöndin. Hér er fimmta æsispennandi bókin og upphafið á nýju ævintýri! 104 bls. Drápa D  ​ Hellirinn blóð, vopn og fussum fei Hildur Loftsdóttir Afi Jaki leiðir Ástu og Kötu á vit ævintýranna, í æsispennandi langferð sem reynist mikil háskaför. Á ferðalaginu eignast systurnar nýja vini og saman lenda þau í ýmsum hættum þar sem töfrakúlur, skessuhor og sverð koma meðal annars við sögu. Bráðskemmtileg bók sem kemur sífellt á óvart. 154 bls. Sögur útgáfa D ​ F  ​ Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin Yrsa Sigurðardóttir Myndskr.: Kristín Sól Ólafsdóttir Fyrsta barnabók Yrsu Sigurðardóttur frá því að hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2003. Hér fer hún á kostum í sannkallaðri ærslasögu þar sem einstakur húmor hennar fær að njóta sín. Myndir Kristínar Sólar Ólafsdóttur auka enn á gildi þessarar skrautlegu og stórskemmtilegu sögu! 167 bls. Veröld E  ​ Fróði Sóði Bók 1 Bók 2 David Morgan Viltu kynnast Fróða? Hann hefur óteljandi ósiði og fær geggjaðar hugmyndir! Fróði er heimsins mesti vandræðagemsi. Þrjár sögur í hverri bók. Skemmtilegar bækur fyrir hressa krakka sem eru að ná tökum á lestri. 96 bls. Rósakot D  ​ Goðheimar Gjafir guðanna Peter Madsen Þýð.: Bjarni Frímann Karlsson Loki hinn lævísi klippir allt hárið af Sif og neyðist í kjölfarið til að heimsækja dvergana og fá þá til að búa til hár úr skíragulli í staðinn. Þar kemur hann auga á ýmsa dýrgripi sem hann ásælist og fyrr en varir er hann kominn á bólakaf í vafasöm viðskipti við slynga og hættulega andstæðinga. Þetta er tíunda bókin í þessum sívinsæla bókaflokki. 48 bls. Forlagið – Iðunn D  ​ Randver kjaftar frá Geggjað ævintýri Jeff Kinney Þýð.: Helgi Jónsson Ný stórkostleg ævintýrabók eftir hinn hugrakka Randver, besta vin Kidda klaufa. Lestu um Rolla og vin hans, vöðvatröllið Knúsa, sem leggja í mikið ævintýri til að bjarga mömmu Rolla, sem Hvíti stríðsmaðurinn ógurlegi er búinn að ræna. Koma þeir lifandi til baka? 218 bls. Sögur útgáfa E  ​ Georg og magnaða mixtúran Roald Dahl Þýð.: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndskr.: Quentin Blake Georg er átta ára. Á heimili hans býr amma hans. Hún er mjög andstyggileg við vesalings Georg sem þarf svo oft að passa hana. Hann ákveður því að búa til mixtúru til að lækna ömmu af andstyggilegheitunum. Mixtúran reynist mögnuð! Best er að vara lesendur við því að búa hana til! Georg og magnaða mixtúran er mögnuð bók og skemmtileg frá hinum eina sanna Roald Dahl. 106 bls. Kver bókaútgáfa D  ​ Fólkið í blokkinni Gleðiloft og glópalán Ólafur Haukur Símonarson Fólkið í blokkinni sló í gegn þegar Ólafur Haukur birti okkur fyrst hið makalausa og hrífandi mannlífssafn. Hér eru komnar glænýjar og spennandi sögur af fólkinu í blokkinni. Það skiptast á skin og skúrir eins og vera ber, en ef við hjálpumst öll að og hlæjum dálítið saman gengur allt betur. Ekki satt? 140 bls. Sögur útgáfa 15 Barnabækur  SKÁLDVERK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==