Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D HUNDMANN – Taumlaus Dav Pilkey Þýð.: Bjarki Karlsson Bækurnar um HUNDMANN hafa slegið í gegn um allan heim og hafa selst í tugum milljóna eintaka. Dav Pilkey, sem einnig samdi bækurnar um Kaptein Ofurbrók, fer hér á kostum. Húrrandi grín og vitleysisgangur, en oft ansi gott og ristir dýpra en við fyrstu sýn. Þetta er bók sem krakkar elska að lesa aftur og aftur. 220 bls. Bókafélagið E Hvolpurinn sem gat ekki sofið HollyWebb Þýð.: Ívar Gissurarson Myndskr.: SophyWilliams Lára rekst á heimilislausan hvolp á ruslahaug, í köldu húsasundi, og finnst hún verða að hjálpa honum. Henni tekst að laða hvolpinn heim til sín og honum virðist líða vel. En þá kemur upp vandamál. Á næturnar er það eitthvað sem hrjáir litla hvolpinn svo hann getur ekki sofið og heldur vöku fyrir öllum með stöðugu ýlfri – Hvað ætli Lára geti gert til að fá hvolpinn til að sofa á næturnar? 128 bls. Nýhöfn D F C Iðunn og afi pönk Gerður Kristný Myndir: Halldór Baldursson Lesari: Gerður Kristný Þegar glænýja hjólið hennar Iðunnar hverfur grunar hún systurnar í Súluhöfða strax um græsku. Þá er verst að mamma og pabbi eru farin í ferðalag og barnapían afi pönk hugsar meira um lúsmý og eldgamlar hljómsveitir en tapað hjól. Stórskemmtileg saga um flókna ráðgátu og fjörugar persónur eftir einn af okkar færustu höfundum. 133 bls. Forlagið – Mál og menning D Ísbjörninn sem vildi gerast grænmetisæta Huginn Þór Grétarsson Þessi tiltekni ísbjörn var ekki eins og flestir aðrir. Hann vildi ekki éta fisk, sel eða nokkur önnur dýr. Ísbirninum fannst það nefnilega siðferðilega rangt að borða önnur dýr. Ísbjörninn ferðast frá Grænlandi til Íslands þar sem hann bragðar á grænmeti og ávöxtum. En að lokum áttar björninn sig á því að hann er kjötæta af náttúrunnar hendi. Bókin opnar á umræðu um grænmetisfæði og að koma vel fram við dýr. 34 bls. Óðinsauga útgáfa D Ísskrímslið DavidWalliams Þýð.: Guðni Kolbeinsson Enn og aftur kemur David Walliams með frábæra bók. Þegar Elsa, tíu ára munaðarlaust götubarn í Lundúnum árið 1899, heyrir að dularfullt ísskrímsli – mammútur, hafi fundist á norðurslóðum – ákveður hún að kanna málið nánar. Fyndið, ljúft og spennandi ævintýri. Bókin er í frábærri þýðingu meistara Guðna Kolbeinssonar. 422 bls. Bókafélagið D F Hetja Björk Jakobsdóttir Myndir: Freydís Kristjánsdóttir Hetja og Björg eru bestu vinkonur og vilja helst alltaf vera saman. Þess vegna verður Hetja skelfingu lostin þegar svarta hyldýpið flytur hana á brott – og Björg gráti nær þegar hún finnur vinkonu sína hvergi í haganum. Hetja er fyrsta bók leikkonunnar og hestakonunnar Bjarkar Jakobsdóttur, æsispennandi saga um vináttu stúlku og hryssu og baráttu þeirra fyrir að finna hvor aðra aftur. 219 bls. Forlagið – JPV útgáfa E Heyrðu Jónsi Einstakur hópur Nýr vinur Týnda hreindýrið Sally Rippin Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp besta vinar síns, hennar Binnu B. Þrjár nýjar bækur eru nú komnar út. Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili. 42 bls. Rósakot D F Hingað og ekki lengra! Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir Myndir: Helga Valdís Árnadóttir Það mætti segja að Vigdís Fríða sé í samtökum þriggja glæpakvenda í 8. bekk. Þær brutu að minnsta kosti af sér en þeim finnst þær EKKI eiga skilið refsingu og þær standa 100% með gjörðum sínum. Höfundar skrifa af sama húmor og hlýju um lífsbaráttu ungmenna og þær gerðu í bókum sínum um Dodda sem voru meðal annars tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Stórfyndin snemmgelgjusaga. 137 bls. Forlagið – JPV útgáfa E F C Hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson Myndir: Ágúst Kristinsson Lesari: Ævar Þór Benediktsson Hryllilega stuttar hrollvekjur geymir tuttugu smásögur sem eru hver annarri hræðilegri. Hér má meðal annars lesa um vampírur, mannát, uppvakninga, drauga og skrímslin sem leynast undir rúminu þínu. Metsöluhöfundurinn Ævar Þór Benediktsson var myrkfælinn þangað til hann varð sautján ára. Hér skrifar hann um allt sem hann var hræddur við. 153 bls. Forlagið – Mál og menning E Hulduheimar Sápukúlutindur Sykursæta bakaríið Rosie Banks Þýð.: Arndís Þórarinsdóttir Tvær glænýjar og geysispennandi sögur um vinkonurnar Evu, Sólrúnu og Jasmín og ævintýri þeirra í Hulduheimum. Í Sápukúlutindi snýr Naðra drottning aftur og leggur álög á vesalings Teit konung og í Sykursæta bakaríinu reyna stormálfarnir að spilla árlegri kökukeppni. Skemmtilegar og ríkulega myndskreyttar léttlestrarbækur sem eiga marga aðdáendur. 126 bls. Forlagið – JPV útgáfa 16 Barnabækur SKÁLDVERK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==