Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E Refurinn ráðsnjalli Roald Dahl Þýð.: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir Myndskr.: Quentin Blake Refurinn ráðsnjalli býr í greni í skógi einum ásamt Fóu og yrðlingunum þeirra fjórum. Í nágrenninu búa þrír stórbændur. Refurinn ráðsnjalli hefur þann háttinn á að læðast í forðabúr þeirra á kvöldin og næla sér í eitthvað gott í kvöldmatinn, án þess að biðja um leyfi! Bændurnir eru aldeilis ekki ánægðir með þetta og ákveða að koma rebba fyrir kattarnef. Þá upphefst meiriháttar eltingar leikur og við skulum spyrja að leikslokum! Skemmtileg bók frá sagnameistaranum mikla, Roald Dahl. 98 bls. Kver bókaútgáfa D Sagan af því þegar Grýla var ung og hvers vegna hún varð illskeytt og vond Kristín Heimisdóttir Hátt uppi í fjöllunum bjó Grýla litla ásamt foreldrum sínum, þeim Klofintanna og Grettingná, og átta systkinum í stórum helli. Þangað hafði enginn maður nokkru sinni komið og þess vegna vissi enginn hvar hellirinn var staðsettur. Tröllafjölskyldan lifði því öruggu og áhyggjulausu lífi, án mannfólks. Það breyttist þó allt einn fallegan haustdag … Þennan haustdag hvarf Grýla litla að heiman og líf hennar og allrar fjölskyldunnar breyttist fyrir lífstíð. 58 bls. Óðinsauga útgáfa D Seiðmenn hins forna Barið þrisvar Cressida Cowell Þýð.: Jón St. Kristjánsson Stríðsmærin Ósk og seiðstrákurinn Xar hafa verið gerð útlæg og eru á flótta undan seiðmennum, stríðsmönnum og öðru mun hættulegra, NORNUM … Tekst þeim að finna síðustu hráefnin í nornaförgunarseyðið áður en nornakóngurinn læsir klónum í járnvirka galdurinn? Barið þrisvar er þriðja af fjórum Seiðmannabókum. Kvikmynd í bígerð. 400 bls. Angústúra D Dagbók Kidda klaufa Snjóstríðið Jeff Kinney Þýð.: Helgi Jónsson Hér kemur 13. bókin um Kidda klaufa og vini hans, en bækurnar hafa verið einn allra vinsælasti bókaflokkurinn á Íslandi og víða um heim í nokkur ár. Nú er mikill og kaldur vetur og ekkert er gefið eftir í stríðinu sem skellur á í hverfinu þeirra Kidda og Randvers. Barist verður þar til allar snjókúlurnar klárast! 218 bls. Sögur útgáfa D ORRI ÓSTÖÐVANDI: Bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson Þá er bókin hennar Möggu Messi loksins tilbúin og hún er ekkert annað en stórkostleg. Ég vil alls ekki ljóstra of miklu upp en Magga lenti í bandóðum Blikaþjálfara sem reyndi að skemma fyrir henni Rey Cup, VERSTA FÓLK Í HEIMI flutti í húsið við hliðina á henni, foreldrar hennar reyndu að stela jólunum, hún lenti í ótrúlegri uppákomu í Skálafelli og svo varð hálfgert stríðsástand á Reykjum. Sem betur fer hafði Magga mig, Orra óstöðvandi, sér til halds og trausts í gegnum þessa vitleysu. 294 bls. Út fyrir kassann D Ókindin og Bethany Jack Meggitt-Philips Þýð.: Guðni Kolbeinsson Myndir: Isabelle Follath Ebenezer gefur ókindinni á háaloftinu allt sem hún óskar sér að éta, í skiptum fyrir töfralyf sem hefur haldið honum ungum og fallegum í rúm 500 ár. Aðalsöguhetjan er samt Bethany, vænsta stelpa en líka óttalegt hrekkjusvín, sem Ebenezer ættleiðir, öllum að óvörum. Af hverju skyldi hann hafa gert það? Gólandi fyndin og hjartnæm saga … af ókind. 248 bls. Forlagið – JPV útgáfa D Múmínálfarnir – stórbók Ósýnilega barnið og aðrar sögur / Eyjan hans múmínpabba / Seint í nóvember Tove Jansson Þýð.: Guðrún J. Baldvinsdóttir, Steinunn Briem og Þórdís Gísladóttir Tove Jansson skrifaði níu sögubækur um múmínálfana ástsælu sem loks eru allar fáanlegar á íslensku í veglegu safni stórbóka. Þetta síðasta bindi geymir heillandi sögur þar sem ýmis háski steðjar að múmíndal, bæði íbúum hans og gestkomandi verum. Skemmtilestur fyrir bæði börn og fullorðna. 496 bls. Forlagið – Mál og menning D Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3 Endalok alheimsins Finn-Ole Heinrich Þýð.: Jón St. Kristjánsson Myndskr.: Rán Flygenring Brjálína hefur í nógu að snúast heima í Plastgerði því nú er mamma hennar nánast rúmföst og Brjálína reynir eftir bestu getu að vera henni innan handar. Á æskuheimili Brjálínu, Brjálivíu, gengur mikið á því pabbi hennar og kærastan hans hafa eignast tvíburastráka. Endalok alheimsins er þriðja og síðasta bókin í bókaflokknum Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen . 188 bls. Angústúra D C Hljóðbók frá Storytel Pollýanna Sagan af stelpunni sem kom öllum í gott skap Eleanor H. Porter Þýð.: Freysteinn Gunnarsson Ungfrú Pollý hefur aldrei laðast að börnum. En þegar ellefu ára gömul systurdóttir hennar verður munaðarlaus getur hún ekki skorast undan því að taka hana að sér. Þessi stúlka er Pollýanna. Hún er alltaf glöð hvað sem á dynur. Bjartsýni hennar og gleði smitar út frá sér. Dásamleg saga um það hvernig jákvætt hugarfar getur unnið bug á erfiðleikum lífsins. 224 bls. / H 5:27 klst. Ugla 19 Barnabækur SKÁLDVERK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==