Bókatíðindi 2020

B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa Kæri bókaunnandi, V ið lifum á fordæmalausum tímum , er setning sem við höfum oft heyrt á þessu ári og væri væntanlega valin setning ársins, ef slík útnefning væri gerð. Við höfum þurft að horfast í augu við nýjan veruleika sem hvergi var að finna í áætlunum okkar eða framtíðarsýn. Sagan geymir fjölmörg dæmi um ólíka heimsfaraldra en ekki frá okkar tímum eða svo langt sem minni okkar nær. Þá koma bækurnar okkur til bjargar. Margar frásagnir eru varðveittar í bókum um hremmingar forfeðra okkar og krefjandi glímur við fordæmalausar aðstæður eins og eldgos, plágur og farsóttir. Í öðrum bókum getum við svo fundið ýmiskonar skáldskap um framandi aðstæður sem fæst okkar reiknuðu með að gætu orðið að veruleika. Útópískar fantasíur sem skyndilega reynast hættulega nálægt þeim veruleika sem við höfum kynnst á þessu ári. Já, í bókum má finna allskonar svör, jafnvel við spurningum sem okkur hefur aldrei dottið í hug að spyrja um. En bækur veita okkur líka félagsskap, stytta okkur stundir og færa huga okkar nær því sem við efnislega getum ekki nálgast.„Getur þú hugsað þér sóttkví án bóka?“ er því spurning sem flestir hafa svarað neitandi. En þegar veröldinni er skyndilega snúið á hvolf er gott að staldra við allt það sem faraldurinn hefur ekki áhrif á. Eitt af því er svarið við spurningunni sígildu sem oft hefur prýtt forsíðu Bókatíðinda, „Getur þú hugsað þér jól án bóka?“. Svarið við henni er alltaf það sama. Því eitt er víst að á óvissutímum er ómetanlegt að geta gengið að því vísu að úrval nýrra bóka er jafn fjölbreytt nú sem áður. Í þessum Bókatíðindum bíða þín ótal sprúðlandi fersk skáldverk eftir nýja, jafnt sem þekkta höfunda, frábært úrval barna- og ungmennabóka ásamt fræði- og handbókum sem varpa ljósi á samtíma okkar, framtíð og fortíð. Að sofna út frá nýrri bók á jólanótt hefur lengi verið ein allra notalegasta jólahefð lands­ manna og svo verður einnig í ár. Gleðileg dæmalaus íslensk bókajól! Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda Undir kápumyndum allra bóka má nú finna tákn sem vísa til útgáfuforms. Táknskýringar má finna neðst á öllum kynningarblaðsíðum. A Gormabók B Harðspjalda bók – allar blaðsíður úr hörðum pappír C Hljóðbók D Innbundin bók – kápuspjöld úr hörðum pappír E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa – líkt og kilja en í annarri stærð I Endurútgefin bók Merking tákna í Bókatíðindum BÓKATÍÐINDI 2020 Útgefandi : Félag íslenskra bókaútgefenda Barónsstíg 5 101 Reykjavík Sími: 511 8020 Netf.: fibut@fibut.is Vefur: www.fibut.is Hönnun kápu: Halldór Baldursson og Ámundi Sigurðsson Ábm.: Benedikt Kristjánsson Upplag: 110.000 Prentvinnsla: Prentmet Oddi ehf., umhverfisvottað fyrirtæki Dreifing: Póstdreifing og N1 ISSN 1028-6748 Efnisyfirlit Barna- og ungmennabækur  Myndskreyttar 3  Skáldverk 13  Fræði og bækur almenns efnis 22  Ungmennabækur 24 Skáldverk  Íslensk 26  Þýdd 35  Ljóð og leikrit 44  Listir og ljósmyndir 50  Saga, ættfræði og héraðslýsingar 51  Ævisögur og endurminningar 52  Matur og drykkur 56  Fræði og bækur almenns efnis 57  Útivist, tómstundir og íþróttir 72  Höfundaskrá 74  Titlaskrá 78  Skrá yfir raf- og hljóðbækur 81  Útgefendaskrá 82 Auðvelt að panta og fá sent heim 2

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==