Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D ​ F ​ C  ​ Ljósaserían Stúfur leysir ráðgátu Eva Rún Þorgeirsdóttir Myndlýsing: Blær Guðmundsdóttir Ljósaserían.is – bókaklúbbur barnanna. Ástandið á heimili jólasveinanna er hræðilegt. Grýla grætur og gólar því einhver hefur stolið vendinum hennar og það á sjálfan afmælisdaginn! Stúfur þarf að taka málin í sínar hendur. Hugrakka vinkona hans Lóa og skapvondi jólakötturinn slást með í för og saman ætla þau að leysa þessa dularfullu ráðgátu. 96 bls. Bókabeitan D  ​ Stúlkan í turninum Jónas Hallgrímsson Stúlkan í turninum kom fyrst út árið 1847 í tímaritinu Fjölni. Ævintýrið er eftir þjóðskáld Íslendinga, Jónas Hallgrímsson. Ung stúlka á fótum sínum fjör að launa undan víkingum og hleypur inn í turn sem er að hruni kominn. En turninn er undir álögum og stúlkan situr þar föst. Stór ugla reynir að leiða hana inn í myrkrið og draumsýn konungríkis freistar hennar. En hvernig getur hún sloppið úr prísund sinni? 30 bls. Óðinsauga útgáfa G  ​ Svarta kisa SVARTA KISA – Hundadagur SVARTA KISA – Í Svartaskóla Nick Bruel Þýð.: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson og Bjarki Karlsson Bækurnar um SVÖRTU KISU eru frábærlega skemmtilegar léttlestrarbækur sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af. Hér bætast við tvær nýjar SVÖRTU KISU bækur, Hundadagur og Í Svartaskóla , og hafa þá komið út sex bækur í seríunni. Kattaeigendur elska þessar bækur, en þær eru í hópi allra vinsælustu barnabóka í Bandaríkjunum. 160 bls. Bókafélagið D  ​ Svefnfiðrildin Erla Björnsdóttir Myndir: Auður Ómarsdóttir Sunna er fjörug stelpa. Einn daginn þarf hún að fara til læknis sem segir henni frá svefnfiðrildunum en þau hjálpa okkur að sofna og hvílast vel á nóttinni. Svefnfiðrildin eru stórmerkileg og Sunna getur varla beðið eftir að segja öllum frá töfrum þeirra! Sagan útskýrir mikilvægi svefns og hvíldar fyrir börnum og í bókinni má einnig finna góð ráð til foreldra varðandi svefn barna og svefndagbók. 64 bls. Salka / ÚtgáfuhúsiðVerðandi D  ​ Leyndarmál Lindu Sögur af ekki-svo flottri sjónvarpsstjörnu Rachel Renée Russell Þýð.: Helgi Jónsson Bókaflokkurinn um Lindu hefur sannarlega slegið í gegn á alþjóðavísu. Allar stelpur þekkja Lindu og bestu vinkonur hennar, þær Bínu og Stínu, að við tölum ekki um helsta óvin hennar; Hildi Hermundar. Í þessari bók gerist Linda sjónvarpsstjarna og ekki eru allir ánægðir með það. 342 bls. Sögur útgáfa D  ​ Sombína Sombína og dularfulla hvarfið Sombína og sumarfríið við Myrkravatn Barbara Cantini Þýð.: Heiða Björk Þórbergsdóttir Sombína og dularfulla hvarfið og Sombína og sumarfríið við Myrkravatn. Sombína og besti vinur hennar albínóamjóhundurinn Harmur, búa með Hálfdánu frænku að Hrunvöllum. Tvö glæný og drungaleg ævintýri um vinalega uppvakninginn Sombínu og fjölskyldu hennar. 60 bls. Bókabeitan D  ​ Spæjarastofa Lalla og Maju Gullráðgátan Skólaráðgátan MartinWidmark Myndir: HelenaWillis Þýð.: Íris Baldursdóttir Hinar sívinsælu Ráðgátubækur henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Í Skólaráðgátunni finnast falsaðir peningaseðlar í Víkurbæ og vísbendingar leiða spæjarana Lalla og Maju að grunnskólanum, og í Gullráðgátunni hverfa 250 kíló af gulli úr rammlæstri bankahvelfingu. Hver mínúta skiptir máli! 96 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Stjáni og stríðnispúkarnir Partýpúkar Púkar á flækingi Zanna Davidson Stjáni fann nokkra stríðnispúka í kommóðunni sinni. Stjáni og stríðnispúkarnir lenda í ýmis konar hremmingum og ævintýrum sem stórskemmtilegt er að fylgjast með. Bækurnar eru spennandi valkostur með sniðugum litmyndum og fjölbreyttum texta. 80 bls. Rósakot C  ​ Strumparnir 1-3 Stacia Deutsch og Rhody Cohon Lesari: Laddi Hinir sívinsælu Strumpar eru mættir á Storytel í þremur glænýjum ævintýrum. Hlýðið á einstakan leiklestur Ladda þar sem hann rifjar upp taktana úr talsetningu sígildu teiknimyndanna sem allir muna eftir og elska. H 10:00 klst. Storytel 20 Barnabækur  SKÁLDVERK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==