Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Myndskreytt handbók um skrautlegar skepnur Maja Säfström Þýð.: Valgerður Bjarnadóttir Myndskr.: Maja Säfström Vissir þú að hrafnar geta hermt eftir hljóðum eins og páfagaukar? Það er ekki nóg með að moskítóflugur bíti – þær spræna líka á mann. Krossfiskar eru heilalausir en kolkrabbar með fleiri heilasellur en mannskepnan … og þrjú hjörtu! Bráðskemmtilegar staðreyndir og fyrsta flokks teikningar eftir hina sænsku Maju Safström. 120 bls. Benedikt bókaútgáfa E  ​ Spurningabókin 2020 Hvaða dýr er svarta ekkjan? Guðjón Ingi Eiríksson Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbæri er stundum kallað „bláa gullið“? Hvort fæðast kanínur blindar eða sjáandi? Hvaða tómatsósa er í uppáhaldi hjá Ed Sheeran? Þetta og margfalt fleiri stórskemmtilegar spurningar í þessari frábæru bók sem ætti að vera til á hverju heimili. 80 bls. Bókaútgáfan Hólar D  ​ Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig Bjarni Fritzson Þessi skemmtilega uppsetta sjálfstyrkingarbók er byggð á hinu sívinsæla námskeiði, Öflugir strákar og fjallar um það hvernig þú getur eflt sjálfan þig. Bókin kennir þér meðal annars hvernig þú getur verið ánægðari með þig og öðlast meira sjálfstraust. Hvernig þú getur náð betri árangri í því sem þú hefur áhuga á og tekist á við mótlæti. Hvernig þú getur einbeitt þér að því sem skiptir máli og haft hugrekki til að fara út fyrir þægindarammann. Orri óstöðvandi og Magga Messi koma víða við sögu auk þess sem í bókinni er að finna ýmsar áhugaverðar frásagnir af flottum fyrirmyndum og öflugum strákum. 180 bls. Út fyrir kassann D ​ I  ​ Litlir könnuðir – LÍKAMINN Fræðandi harðspjaldagluggabók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Lífleg og fræðandi bók fyrir börn sem hafa áhuga á líkamanum. Eftirfarandi bækur eru í sama bókaflokki: Veröld dýranna, Þegar ég verð stór, Á ferð og flugi, Sveitabærinn, Pöddur og Hafið. Tilvalin bók fyrir börn frá þriggja ára aldri. 16 bls. Setberg D  ​ Litlir könnuðir – VERÖLD DÝRANNA Fræðandi harðspjaldagluggabók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Lífleg og fræðandi bók fyrir börn sem hafa áhuga á dýraríkinu. Eftirfarandi bækur eru í sama bókaflokki: Líkaminn, Þegar ég verð stór, Á ferð og flugi, Sveitabærinn, Pöddur og Hafið. Tilvalin bók fyrir börn frá þriggja ára aldri. 16 bls. Setberg D  ​ Mannslíkaminn Kannaðu stórkostlegasta undur veraldar – mannslíkamann! Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Fræðumst um mannslíkamann og starfsemi hans á greinargóðan hátt. Á hverri opnu sem er útskorin er helstu líffærum gerð skil í myndum og máli og útskýrt hvert hlutverk þeirra er og hvar þau eru staðsett í líkamanum. Tilvalin bók fyrir krakka á öllum aldri sem hafa áhuga á mannslíkamanum. 16 bls. Setberg 23 Barnabækur  FRÆÐI OG BÆKUR ALMENNS EFNIS

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==