Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D ​  ​ Eldarnir Ástin og aðrar hamfarir Sigríður Hagalín Björnsdóttir Jarðskjálftar skekja Reykjanesskaga, eldfjöllin eru vöknuð til lífsins eftir 800 ára hlé. Enginn þekkir þau betur en eldfjallafræðingurinn Anna Arnardóttir, forstöðumaður Jarðvísindastofnunar, sem þarf að takast á við stærsta verkefni ferilsins við stjórn almannavarna. En áferðarfallegt og hamingjuríkt líf hennar lætur ekki lengur að stjórn. Fyrri skáldsögur Sigríðar eru Eyland og Hið heilaga orð . 288 bls. Benedikt bókaútgáfa D ​  ​ Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson Er það ábyrgð eða hugleysi að sætta sig við örlög sín? Hér tvinnast saman yfir staði og tíma, kynslóð fram af kynslóð, líf sem kannski eru jafn tíðindalítil og girðingarstaurar en halda þó öllu uppi. Kornabarn sem rétt er yfir eldhúsborð, löngu dáið þýskt skáld og döpur rokkstjarna. Þetta er þrettánda skáldsaga höfundar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005 fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin . 496 bls. Benedikt bókaútgáfa C  ​ Fjötrar Sólveig Pálsdóttir Lesari: Sólveig Pálsdóttir Kona finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Guðgeir og félagar hans rannsaka málið sem reynist hafa ótal þræði og teygja anga sína víða, alla leið til stóra skjálftans um aldamótin þar sem ungur maður hvarf sporlaust. Bókin hlaut Blóðdropann 2020, verðlaun sem Hið íslenska glæpafélag veitir árlega fyrir bestu íslensku glæpasöguna. H 9:00 klst. Storytel D ​ F ​ C  ​ Dauði skógar Jónas Reynir Gunnarsson Lesari: Stefán Hallur Stefánsson Það hefur rignt linnulaust í marga daga þegar skógurinn rennur niður hlíðina og setur allt af stað í lífi landeigandans og fjölskylduföðurins Magnúsar. Litlu seinna koma sprengjurnar í ljós. Launfyndin og margræð saga um það þegar hversdagurinn fer á hvolf og dauðinn ber að dyrum. Jónas Reynir hefur vakið mikla athygli fyrir skáldsögur sínar og ljóð og hlotið bæði Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og Maístjörnuna. 180 bls. Forlagið – JPV útgáfa E ​ F ​ C  ​ Dimmuborgir Óttar Norðfjörð Lesari: Hjálmar Hjálmarsson Bókmenntarýnirinn Elmar Arnarsson er búinn að loka sig af með stafla af jólabókum þegar honum berast óvænt nýjar upplýsingar um andlát besta vinar síns 25 árum fyrr. Elmar, sem hefur ætíð verið sannfærður um að Felix hafi verið myrtur, verður heltekinn af því að komast að sannleikanum og brátt snýst tilvera þessa hlédræga manns gjörsamlega á hvolf. 266 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell E  ​ Drottningin Þrúgandi spenna frá fyrstu síðu! Fritz Már Jörgensson Á tjaldstæði austur undir Eyjafjöllum hverfur barn af óhugnanlegum morðvettvangi. Lögreglumennirnir Jónas og Addi eru kallaðir til. Rannsókn þeirra er umfangsmikil. Í ljós kemur að við öfl er að eiga sem svífast einskis jafnvel þótt börn eigi í hlut. Æsispennandi spennusaga um svik, morð og valdatafl í ofbeldisfullum veruleika á Íslandi. 252 bls. Ugla D ​  ​ Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir Í vetrarmyrkri er áður óþekkt lægð í aðsigi. Ung ljósmóðir býr í íbúð sem hún erfði eftir ömmusystur sína. Upp úr kassa undan Chiquita-banönum koma þrjú handrit sem ömmusystirin vann að, Dýralíf, rannsókn á því sem mannskepnan er fær um, Sannleikurinn um ljósið og Tilviljunin . Þessi sjöunda skáldsaga Auðar Övu fjallar um brothættasta og grimmasta dýrið: manninn og leitina að mennskunni. Skáldsögur hennar eru margverðlaunaðar og hafa verið þýddar á 33 tungumál. 208 bls. Benedikt bókaútgáfa D ​ F  ​ Ein Ásdís Halla Bragadóttir Þegar ung kona sem starfar í heimaþjónustu mætir til vinnu í blokk fyrir eldri borgara blasir við henni óvænt sýn. Hún óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburðarás. Vonir, þrár og hversdagsleiki ólíks fólks fléttast saman með látlausum en áhrifamiklum hætti. 223 bls. Veröld C  ​ Eldri bækur Guðrúnar Evu Mínervudóttur Guðrún Eva Mínervudóttir Lesari: ýmsir Eldri bækur Guðrúnar Evu eru nú loksins fáanlegar á ný og að þessu sinni sem hljóðbækur! Á árinu komu allflestar eldri bækur Guðrúnar Evu út hjá Storytel í yndislegum lestri færra leikara. Leyfðu þér að enduruppgötva þessar perlur við kertaljósið heima í stofu. Um er að ræða bækurnar: - Englaryk - Allt með kossi vekur - Yosoy - Sagan af sjóreknu píanóunum Albúm - Á meðan hann horfir á þig ertu María mey H 24:00 klst. Storytel 28 Skáldverk  ÍSLENSK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==