Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D F C Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir Lesari: Kristín Marja Baldursdóttir Marín er á leið út í lífið eftir stúdentspróf, óviss um næstu skref. Leit að leiguherbergi leiðir hana hús úr húsi, frá einni konu til annarrar, og allar eiga þær sögur og drauma. Gata mæðranna gerist á sjöunda áratugnum og hlutverk kynjanna eru skýr; heima í götunni ráða konurnar ríkjum. Hárbeittur húmor og innsæi í grípandi sögu um leyndarmál og ósögð orð, ástleysi og ást. 243 bls. Forlagið – JPV útgáfa D F C Hansdætur Benný Sif Ísleifsdóttir Lesari: Benný Sif Ísleifsdóttir Kona sem á þrjú börn með þremur mönnum í vestfirsku sjávarplássi í byrjun tuttugustu aldar á sér ekki viðreisnar von en dóttir hennar Gratíana þráir breytta tíma og betra líf. Hansdætur er áhrifamikil örlagasaga um harðgerðar konur, viðkvæmar sálir, andans menn, óreiðufólk af ýmsu tagi; drauma þeirra og þrár, sorgir og sigra. 342 bls. Forlagið – Mál og menning F C Heimskringla Snorri Sturluson Lesari: Arnar Jónsson Heimskringla kom út á Storytel á árinu í mögnuðum lestri Arnars Jónssonar. Heimskringla Snorra Sturlusonar er meðal helstu dýrgripa bókmenntasögu þjóðarinnar. Agað og vel samið verk sem geymir alls 16 sögur, þeirra á meðal Ólafs sögu helga og Ólafs sögu Tryggvasonar Njóttu þess að hlusta og lesa á Storytel Reader lesbrettinu. H 34:30 klst. Storytel G Herbergi í öðrum heimi María Elísabet Bragadóttir „Hjartað slær óumbeðið og viðstöðulaust frá vöggu til grafar. Ég get ekki annað en vantreyst svo fáránlegum stöðugleika.“ Herbergi í öðrum heimi hefur að geyma sjö smásögur. María Elísabet skrifar af öryggi og innsæi um þrá fólks eftir tengslum og uppgjöri. Með hárfínu skopskyni og hugmyndaauðgi kveður nýr höfundur sér hljóðs á eftirminnanlegan hátt. 212 bls. Una útgáfuhús F C Flæðarmál Sjöfn Hauksdóttir Melkorka er horfin en enginn saknar hennar. Sóley, fyrrum samstarfskona hennar, fer að velta fyrir sér hvers vegna. Lét hún sig hverfa, var hún látin hverfa eða gufaði hún bara upp? Flæðarmál bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Storytel, Eyranu, árið 2020. Njóttu þess að hlusta og lesa á Storytel Reader lesbrettinu. H 8:00 klst. Storytel E F Flækjurof Stefán Sturla Neyðarkall berst úr dalnum endalausa. Þyrlan er send af stað með Lísu og annað starfsfólk rannsóknarlögreglunnar. Á öðrum stað á landinu er Sigrún lögreglukona í berjamó. Hún skilar sér ekki í vinnu eftir berjaferðina. Tengist hvarf hennar óhugnaðinum í dalnum endalausa? Flækjurof er lokabókin í þríleiknum um Lísu og aðstoðarfólk hennar. Hinar eru Fuglaskoðarinn og Fléttubönd . 266 bls. Ormstunga D Frásaga Jóns Jónssonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi Börkur Gunnarsson Blaðamaðurinn Nonni, sem áður vann á jaðarsettum smáblöðum, stefnir nú hægt upp metorðastigann á ritstjórn Morgunblaðsins. Söguhetjan verður vitaskuld fyrir vonbrigðum þegar tillitslausir samstarfsmenn þykjast ekki taka eftir stílsnilld hans og rotta sig saman í hlæjandi hýenuhópum. En það er ekkert sem nokkrir kaldir á Kaffibarnum ná ekki að bæta upp. Frásaga Jóns Jónssonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi er í senn bráðfyndin og harmsöguleg lýsing á andhetju vorra tíma. 112 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E Fyrir daga farsímans Böðvar Guðmundsson Furðulegir helgidómar á altari kirkju sem var vígð 1882. Leiðsögumaður þýskra túrista sem þarf að þola að þeir hegða sér allt öðruvísi en honum líkar. Hernaðarsaga Íslendinga, ástir í braggahverfi og söngnám á Ítalíu. Þetta og margt fleira er efni nýrra smásagna Böðvars Guðmundssonar. Sögurnar eiga það sameiginlegt að þær gerast fyrir daga farsímans. Böðvar Guðmundsson hefur verið ástsælt skáld um áraraðir og meðal annars hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin. Hér opnar hann nokkra glugga inn í gamlan heim, þar sem líf og reynsla karlmanna er í fyrirrúmi. 194 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 29 Skáldverk ÍSLENSK Auðvelt að panta á boksala.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==