Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 Barnabækur Myndskreyttar D I 100 Drekaskutlur – Brjóttu blað og fljúgðu af stað Einstaklega litrík skutlubók Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Hér færðu tækifæri til að koma þér upp eigin flugflota og senda á loft ógnvekjandi her eldspúandi drekaflauga til árása á óvininn. Þú getur valið um 100 síður sem auðvelt er að losa úr bókinni og brjóta saman í skutlur. Bók fyrir krakka á öllum aldri. 108 bls. Setberg G Hæ Sámur 123 – Ttölustafirnir Límmiða- og þrautabók Þýð.: Elín G. Ragnarsdóttir Hversu vel þekkir þú tölustafina? Viltu að Sámur og krílin leiði þig frá 1 og upp í 10, með því að nota límmiða til að klára verkefnin á hverri blaðsíðu? Vinalegi hundurinn Sámur hvetur börn til þess að kanna umhverfi sitt og takast á við verkefni í sameiningu. 36 bls. Drápa D 5 mínútna hetjusögur Walt Disney Hér eru 10 ævintýralegar sögur af uppáhaldshetjum þínum frá Disney – um 5 mínútna lestur hver. Brunaðu áfram á brimbretti með Líló og Stich, farðu í feluleik með Vaiönu eða leystu dularfulla ráðgátu með Mínu og Andrésínu. Tilvalin bók til að lesa við öll tækifæri! 160 bls. Edda útgáfa D 5 mínútna ævintýri Peter Gotthart Þýð.: Guðni Kolbeinsson Einu sinni var … þannig hefjast mörg þeirra sígildu ævintýra sem við þekkjum og elskum. Í þessari vönduðu bók er að finna 32 ævintýri sem eru endursögð sem 5 mínútna sögur og hugsaðar sem gæðastund fyrir svefninn. 196 bls. Unga ástin mín D Alls ekki opna þessa bók Andy Lee Þýð.: Huginn Þór Grétarsson Þú mátt ekki opna þessa bók! Leggðu bókina frá þér. Hví ekki að athuga hvort þessi bók passi í RUSLATUNNUNA? Góð hugmynd. Alls ekki opna þessa bók! Frábær bók sem allir í fjölskyldunni geta haft gaman af. 30 bls. Óðinsauga útgáfa D I Allt í plati Sigrún Eldjárn Það voru mikil tíðindi þegar Allt í plati kom fyrst út árið 1980 og fram steig nýr og spennandi höfundur með glænýja blöndu af textabók og teiknimyndasögu. Núna þekkja allir bókaormar bækur Sigrúnar Eldjárn en fyrsta bókin hennar, sagan um vinina Eyvind og Höllu, hugsanablöðrur og krókófíla, höfðar eins vel til barna nú og þá – enda hugmyndaflugið í hæstu hæðum og allt er í plati! 43 bls. Forlagið – Mál og menning D Appelsínuguli drekinn Ólöf Vala Ingvarsdóttir Myndskr.: Ólöf Vala Ingvarsdóttir Á fallegri eyju í fjarskanum eru spúandi eldfjöll og bullandi hverir. Þar búa líka drekar og því heitir eyjan Drekaland. Dag nokkurn hendir ófögnuður nokkur einn af drekunum, Appelsínugula drekann. Lítill karl tekur sér bólfestu í eyranu á honum, syngur þar og trallar og gerir drekanum lífið óbærilegt. Hann leitar víða lækninga við þessum leiða kvilla, en hana virðist hvergi vera að finna. En þegar sameiginlegar hremmingar henda litla karlinn og drekann, neyðast þeir til að taka höndum saman, með óvæntum afleiðingum. 32 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D Bergrún Íris Viltu vera vinur minn? Vinur minn, vindurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir Tvær af fyrstu bókum Bergrúnar Írisar endurútgefnar í endurbættri mynd. Fallegar og fróðlegar bækur um vináttuna og vindáttina! 40 bls. Töfraland – Bókabeitan 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==