Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Höfuðbók Ólafur Haukur Símonarson Þegar þrenndartaug í höfði Ólafs Hauks Símonarsonar breytir daglegu lífi hans í hreint helvíti neitar hann að lýsa sig sigraðan. Höfuðbók segir frá raunverulegu fólki, lifandi og látnu, en einnig birtast skáldaðar og skemmtilegar persónur til að afvirkja sársauka og dauðaangist. Lesandi er vís til að hlæja og gráta á víxl við lesturinn. 268 bls. Sögur útgáfa E  ​ ILLVERK Inga Kristjáns Gamalt mál er sett af stað þegar ungur drengur rekst á mannabein í grunni húsarústa á Eskifirði. Við uppgröft finnast líkamsleifar þeirra sem saknað hafði verið í áraraðir ásamt dagbók Sigurveigar húsfreyju að Gáratúni og áttu skrif hennar eftir að varpa ljósi á ýmis svik, leyndardóma og djúp ástarmál. 328 bls. LEÓ Bókaútgáfa D  ​ Í faðmi ljónsins ástarsaga Orri Páll Ormarsson Fótboltabók fyrir sófasérfræðinga. Enska knattspyrnan er þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Við gleðjumst og þjáumst yfir ensku knattspyrnunni eins og hún væri okkar eigin og það þykir jafn sjálfsagt að íslensk börn velji sér lið á Englandi og að þau gangi í skóla. En hvernig hófst þessi ástarsaga? Hvers vegna lentum við í faðmi ljónsins? 245 bls. Sögur útgáfa E  ​ Í helgreipum ástarinnar Dolli Geirs Í helgreipum ástarinnar er saga laundóttur konu sem ákveður að hefna sín á starfsbróður móður sinnar vegna framkomu í hennar garð. Leyndarmálið varð henni ljóst við lestur dagbókar móður sinnar án hennar vitneskju og vilja. Sagan fjallar um hömlulausar ástíður, hliðarspor og afleiðingar. 125 bls. Smyrilsútgáfan E ​ C Hljóðbók frá Storytel  ​ Í Hjarta Mínu Ólíver Þorsteinsson Þegar Ómar segir systkinum sínum frá þungbærri áætlun sinni, skerast þau í leikinn og reyna að ýta honum í átt að betri stað. Hinn vonlausi Ómar tekur á sig lífið og upplifir hluti sem hann gat aðeins dreymt um frá unga aldri. En þunglyndi togar hann niður á botninn. Nær hann að berjast á móti erfiðum hindrunum sem hann sjálfur hefur orsakað? Eða gefst hann upp sigraður á líkama og sál, því lífið var honum ofviða? 238 bls. / H 6:09 klst. LEÓ Bókaútgáfa G ​ F  ​ Hilduleikur Hlín Agnarsdóttir Hilda er ljóðelsk kona sem komin er á Aflifunaraldur. Hún býr ein í stórri íbúð og ætlar sér að vera drottning í sínu ríki þar til yfir lýkur. En það samræmist ekki markmiði fyrirtækisins Futura Eterna sem sér um skipulagningu ævikvöldsins. Spennandi og launfyndin atburðarás með óvæntum endi kallast á við óvenjulegt pestarástand samtímans með gagnrýnum undirtón. 225 bls. Ormstunga E ​ F ​ I  ​ Hjartastaður Steinunn Sigurðardóttir Harpa Eir flýr úr borginni til að bjarga dóttur sinni úr slæmum félagsskap. Stefnan er tekin austur á land og leiðin liggur jafnt um stórbrotna náttúruna og hrjóstrugt landslag hugans. Þessi magnaða og margbrotna ferðasaga er eitt þekktasta verk Steinunnar Sigurðardóttur og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995. Guðni Elísson ritar eftirmála. 444 bls. Forlagið – Mál og menning G ​ C Hljóðbók frá Storytel  ​ Hús harmleikja Guðrún Guðlaugsdóttir Á Eyrarbakka situr Alma blaðamaður og skrifar bók um reimleika. Hún kynnist Oktavíu Bergrós, litríkri leikkonu og safnverði í Húsinu. Leikurinn æsist. Irma kvikmyndaleikstjóri kemur á svæðið ásamt eiginmanni og tveimur handritshöfundum. Leyndarmál þorpsbúa krauma undir. Dauðinn ber að dyrum. Lögregla rannsakar málið og Alma er ekki aðgerðarlaus. 255 bls. / H 7:54 klst. GPA F ​ C  ​ Hvítidauði Ragnar Jónasson Lesari: Haraldur Ari Stefánsson og Íris Tanja Flygenring Árið 1983 deyja tveir starfsmenn á berklahæli skammt frá Akureyri og er ljóst að andlát þeirra bar ekki að með eðlilegum hætti. Ungur afbrotafræðingur vinnur að lokaritgerð um þetta undarlega mál árið 2012 og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós. Njóttu þess að hlusta og lesa á Storytel Reader lesbrettinu. Útgefandi Ragnar Jónasson – Aðeins á Storytel. Storytel 30 Skáldverk  ÍSLENSK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==