Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E F Morðin í Háskólabíó Stella Blómkvist Prestur á líknardeildinni leitar til Stellu með hinstu játningu um nauðgun og hvarf tólf ára stúlku norður á Ströndum tuttugu árum fyrr. Gömul kærasta verður fyrir dularfullri líkamsárás og skjólstæðingur Stellu ferst í sprengingu á kosningahátíð í Háskólabíó. En ekkert mál er of flókið fyrir harðasta og kjaftforasta lögmann landsins. 272 bls. Forlagið – Mál og menning G Mæður geimfara Sigurbjörg Þrastardóttir Hér er á ferðinni litríkt sagnasafn um tilraunir manneskjunnar til að svífa – og nagandi vitneskjuna um þyngdaraflið sem sigrar alltaf. Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar ljóð, leiktexta og prósa og er margkunn heima og erlendis fyrir einstakan og ísmeygilegan stíl. 143 bls. Forlagið – JPV útgáfa G Möndulhalli ýmsir Möndulhalli er undirstaða lífs á jörðinni eins og við þekkjum það en hver eru áhrif skekkjunnar á hversdaginn? Það blasir við í smásögum þessa safnrits, þar sem áföll erfast, stormar geisa, sonur verður faðir sinn, barn tekst á við berkla, flóðhestur gengur um götur Reykjavíkur og fólk yfirgefur jörðina eða snýr þangað aftur. 203 bls. Una útgáfuhús D F Konan sem elskaði fossinn Sigríður í Brattholti Eyrún Ingadóttir Sigríður í Brattholti hóf ein og óstudd baráttu gegn áformum um að virkja Gullfoss, baráttu fyrir málstað sem hún var tilbúin að fórna lífinu fyrir. Samhliða því þurfti Sigríður að glíma við erfiðleika á heimili sínu og í einkalífi. Stórbrotin söguleg skáldsaga sem lætur engan ósnortinn. 267 bls. Veröld D Kórdrengur í Kaupmannahöfn Jón Óskar Sólnes Ungur drengur flyst til Kaupmannahafnar ásamt fjölskyldu sinni í lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Fyrir röð óvæntra atburða á það fyrir honum að liggja að spreyta sig á sífellt erfiðari hlutverkum í gamla söngskólanum í Kóngsins Kaupmannahöfn. Við kynnumst hörðum heimi sönglistarinnar, áskorunum, hamingju og sorg. 235 bls. Skrudda C Krákan Sandra B. Clausen Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Í 5. bók Hjartablóðs fylgjumst við með afkomendum Magdalenu og Ara, þeim Ester og Evu. Tvíburasysturnar eru ólíkir persónuleikar og ýmsar hremmingar henda þær og þá sérstaklega Ester, eða Krákuna eins og hún hefur verið kölluð frá blautu barnsbeini. Hörmulegur atburður á eftir að skekja sveitina og valda því að heimilið í Laufskógum er ekki lengur öruggur staður. H 5:00 klst. Storytel D Lavander í vanda Jón Páll Björnsson Bylting! Þegar hann vaknar á ókunnugum spítala í ókunnugri borg man hann ekki neitt. Ekki baun. Hann veit ekki hvað hann heitir, veit ekki hver hann er eða hvernig hann komst þangað. En þrátt fyrir það, og fyrir algjöra slysni, hrindir hann af stað byltingu og þremur vikum síðar er hann kjörinn borgarstjóri. Og það er bara byrjunin á vandræðunum! Lavander í vanda fjallar um lygileg ævintýri svikahrappsins Lavanders Petrillots. Maðurinn er snillingur að koma sér í vanda og enn meiri snillingur í að græða á honum. 280 bls. Óðinsauga útgáfa E Litli Garðurinn Lára Óskarsdóttir Litli Garðurinn er um atburð sem íslensk fjölskylda verður fyrir á Spáni. Hugmyndina að sögunni fékk höfundur úr viðtali við móður sem varð fyrir sömu reynslu og fjölskyldan. Atburðarásin leiðir lesandann milli tveggja tíma og heldur spennunni allt til enda. Litríkir karakterar glæða frásögnina kímni og dýpt. Bókin er fyrsta skáldsaga höfundar. 342 bls. Lára Óskarsdóttir 31 Skáldverk ÍSLENSK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==