Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Síðasta barnið Guðmundur S. Brynjólfsson Veturinn er harður og ofan á basl alþýðunnar bætist morðbrenna á Stokkseyri og skotárás á sýsluskrifstofunni á Eyrarbakka. Sem fyrr fléttast hlutskipti fátækra Sunnlendinga inn í líf sýslumannshjónanna sem þó eiga nóg með sitt. Studdur af Tryggva skrifara sínum þarf Eyjólfur að glíma við höfuðandstæðing sinn, óþokkann Kár Ketilsson sem bruggar sín viðbjóðslegu ráð. Embætti sýslumanns berst óvæntur liðsauki frá Englandi og ekki seinna vænna, því nú dregur að leikslokum. 240 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D  ​ Síðustu dagar Skálholts Bjarni Harðarson Síðustu dagar Skálholts segir ósegjanlega sögu af ringulreið við endalok mikilla mektardaga í Sultartungum, af bekkingum skólapilta, lénsveldi Stefánunga, mannfelli förufólks, hinum sannheilaga Eilífagvendi og uppsveitadrjólum sem reyna að koma á byltingu. Þegar síðasta standsfólkið er farið er öll saga staðarins fólgin í minni einnar soðbúrskerlingar sem skynjar að stráin, sem áður rembdust öll við að verða eitthvað meira og stærra, eru aldrei nema strá. 192 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G  ​ Sjálfsát Að éta sjálfan sig Helen Cova Ný smásögubók frá venesúelíska-íslenska höfundinum Helen Cova. Hér blandast saman töfraraunsæi og myrk ævintýri í hverri sögunni á fætur annarri sem færir íslensku firðina, myrkur íslensku vetranna og karabíska andrúmsloftið á einn og sama staðinn. Þetta er bók sem þú munt ekki geta lagt frá þér. „Vellandi af sköpun, gáskamyrk og innspírerandi! Ég gat ekki hætt að vona að höfundurinn væri dóttir mín.“ Steinar Bragi. Einnig fáanleg á ensku undir nafninu Autosarcophagy 88 bls. Ós Pressan E ​ F  ​ Sjálfstýring Guðrún Brjánsdóttir Lífið virðist blasa við hæfileikaríkri, ungri konu. Hún á góða vini, ástríka fjölskyldu og er á leiðinni í inntökupróf við virtan tónlistarskóla erlendis. En eftir að vinur hennar braut á henni í partíinu um jólin upplifir hún aðeins einkennilegan doða og tengslaleysi við sjálfa sig og sína nánustu. Sagan vann rafbókasamkeppni Forlagsins 2020. 76 bls. Forlagið D ​ F  ​ Hrímland Skammdegisskuggar Alexander Dan Sæmundur hefur verið rekinn úr Svartaskóla fyrir hættulegt fikt við svartagaldur. Garún vill losa Hrímland undan erlendum kúgurum og til þess að knýja fram byltinguna sem hún þráir leitar hún til Sæmundar – með ófyrirséðum afleiðingum. Mögnuð og myrk samtímafurðusaga sem nálgast þjóðsagnaarfinn og Íslandssöguna á ferskan og frumlegan hátt. 490 bls. Forlagið – Mál og menning E  ​ Mörgæs með brostið hjarta ástarsaga Stefán Máni Óframfærinn rithöfundur vopnaður gamaldags ritvél berst við handrit að fyrstu skáldsögu sinni, á milli þess sem hann langar í meira kaffi. Mörgæs með mannlegar tilfinningar, ástfangin en um leið full af kvíða, leitar að tilgangi lífsins. Ferðalög um hverfandi ísbreiður og hvítar auðar blaðsíður leiða þau saman. Ástin á tímum hamfarahlýnunar. 128 bls. Sögur útgáfa D ​ F  ​ Næturskuggar Eva Björg Ægisdóttir Ungur maður lætur lífið í dularfullum eldsvoða á Akranesi. Athafnamenn á Skaganum villast af þröngum vegi dyggðanna í einkalífi og starfi. Og ung kona lendir í mikilum ógöngum. Lögreglukonan Elma þarf að kljást við flókið og erfitt mál samhliða því sem einkalíf hennar er í uppnámi. 368 bls. Veröld E ​ F  ​ Plan B Guðrún Inga Ragnarsdóttir Gyða er afkastamikið skáld sem hefur þó aldrei komið út á prenti. En nú er hún með frábæra hugmynd að skáldsögu sem er byggð á skrautlegu fólki sem hún vann með í heimaþjónustu Kaupmannahafnar. Gyða ákveður að endurnýja kynnin við gömlu vinnufélagana en flækist fljótt í litríkan lygavef. Plan B er frumleg og listavel spunnin saga af ferðalagi sem tekur óvænta stefnu. 341 bls. Forlagið – JPV útgáfa D ​ F  ​ Samhengi hlutanna Eygló Jónsdóttir Er það satt að við séum það sem við hugsum og að við sköpum hugsanir okkar? Eða eru hugsanir og hugmyndir kannski sjálfsæð fyrirbrigði, eins og öreindir sveimandi um loftið í leit að hýsli? Samhengi hlutanna samanstendur af fimm smásögum úr daglega lífinu og fjórum þáttum úr lífi Jónasar. 112 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan D  ​ Sáttmálsörkin Andrea og verðir arkarinnar Aron Hvers vegna var stór sáttmálsörk byggð fyrir tvær steintöflur með boðorðunum tíu? Hvar er sáttmálsörkin í dag? Hvernig tengjast tölur eins og 36, 72, 144, 216 og 432, alheiminum og trúarbrögðum? Hvað var Gordíonshnúturinn? Framdi Kleópatra sjálfsmorð? Hvert var efni guðanna? Hér er hulunni svipt af mörgum helstu ráðgátum mannkyns. 500 bls. Óðinsauga útgáfa 32 Skáldverk  ÍSLENSK

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==