Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D F Sykur Katrín Júlíusdóttir Virtur embættismaður finnst myrtur og þegar lögreglukonan Sigurdís finnur falið öryggishólf í íbúð hans hrannast vísbendingar upp. Sigurdís þarf einnig að takast á við erfiðleika sem eiga sér rætur í æsku hennar. Höfundurinn hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir þessa mögnuðu sögu. 246 bls. Veröld E F I Tengdadóttirin Á krossgötum Hrundar vörður Guðrún frá Lundi Í Tengdadótturinni , sem kom fyrst út 1952–54, segir frá ástum og örlögum jafnt sem daglegu lífi til sveita í byrjun 20. aldar. Guðrún frá Lundi hefur einstakt lag á að gæða sögupersónur sínar lífi svo lesandinn hverfur hundrað ár aftur í tímann. 454 bls. Forlagið – Mál og menning E F Tíbrá Ármann Jakobsson Fjórir ungir menn fara saman á veiðar – misjafnlega vanir skotvopnum. Hvað gæti farið úrskeiðis? Hörkuspennandi en líka skemmtisaga um glæp. Ein af metsölubókum sumarsins 2020. „Fyndinn, frjór og snjall.“ Vikan 295 bls. Bjartur D Tímamót Þorsteinn Gíslason Tímamót er lykilskáldsaga eftir Þorstein Gíslason skáld og ritstjóra og fjallar um Ísland um aldamótin 1900. Þorsteinn samdi söguna á efstu æviárum sínum, sennilega eftir að hann flutti og birti útvarpsfyrirlestra sína 1936 um stjórnmálasögu Íslands 1896–1918. 280 bls. Skrudda D F Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson Áhrifamikil skáldsaga sem gerist í Reykjavík og Tókýó samtímans og London á sjöunda áratugnum. Magnþrungin saga um fornar og nýjar ástir, leynd og eftirsjá, hugsjónir og veruleika. Saga sem rígheldur allt til óvæntra endaloka. 303 bls. Veröld E Stigið á strik Ingvi Þór Kormáksson Atli Jón er maður á miðjum aldri sem býr í Reykjavík. Eitt og annað plagar hann. Hann veit ekki enn hvað hann vill verða þegar hann verður stór. Eiginkonan er farin frá honum. Hann býr því einn með kettinum Brandi og lætur sér leiðast. En svo fer ýmislegt óvænt að gerast í lífi Atla. Hann kemst á snoðir um leyndarmál sem leiðir hann á vit vafasamra manna sem virðast tengjast dularfullum dauðsföllum. Stigið á strik er þriðja bók höfundar sem hlaut glæpasagnaverðlaunin Gaddakylfuna árið 2009. 296 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E I Strá Birnir Jón Sigurðsson Myndir: Hallveig Kristín Eiríksdóttir Fullorðin kona mætir velvild ókunnugra í „Gefins, allt gefins“, ungur maður mótmælir einn uppi á heiði og afgreiðslukona í plötubúð losar sig úr þröngum þægindahring. Strá bar sigur úr býtum í handritasamkeppninni Nýjar raddir 2019. Í sögunum ferðast lesendur um brothætta náttúru landsins og finna fyrir ákafri löngun til að snerta aðra manneskju. 114 bls. Forlagið D F Strendingar fjölskyldulíf í sjö töktum Yrsa Þöll Gylfadóttir Skemmtileg og áhrifamikil skáldsaga um hálft ár í lífi fjölskyldu, þar sem allir sjö hugarheimar hennar fá rödd. Þannig fléttast saman innra líf og ytri atburðir í marglaga og minnisstæðri sögu. Yrsa Þöll Gylfadóttir vakti mikla athygli fyrir síðustu skáldsögu sína, Móðurlífið, blönduð tækni. 264 bls. Bjartur G Sumar í september Sveinn Snorri Sveinsson Ungur maður missir heilsuna eftir mikla vímuefnaneyslu. Eftir áralöng veikindi er hann orðinn miðaldra án þess að nokkuð hafi gerst í lífi hans síðan um tvítugt. Dásamlegir hlutir eiga sér stað þegar hann kynnist konu á internetinu. Hér er sagt frá því hvernig þau hittust og hvað gerðist. Þetta er saga sem er jafn sönn og ástin sem hún fjallar um. 342 bls. Bókaútgáfan Deus 33 Skáldverk ÍSLENSK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==