Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D F Vetrarmein Ragnar Jónasson Lík af ungri konu finnst á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin. Ari Þór Arason lögreglumaður þarf að glíma við erfitt mál. „Besta glæpasaga hans til þessa.“ Morgunblaðið 240 bls. Veröld D Vonarskarð Örlaga- og öræfasaga Gústaf Þór Stolzenwald Þær eru margar og mistrúlegar staðreyndirnar í bókinni Vonarskarði . Sagan er römmuð inn af ótrúlegri ævintýraferð feðga sem gengu þvert yfir landið, frá Hellu og norður yfir Sprengisand, sá yngri rétt af barnsaldri. En þetta er ekki eina ferðin sem markaði líf Stolzenwald-fólksins. Stolzi eldri kom yfir hafið, steig á land í Eyjum og varð ástfanginn af fjöllunum og fólkinu á Íslandi. Hér segir líka af þeim sem heima sitja og fara jafnvel víðar en vildu. 160 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D F C Yfir bænum heima Kristín Steinsdóttir Lesari: Kristín Steinsdóttir Það er vor í litlum bæ við sjóinn. Atvinna er stopul og lífið basl. En skyndilega breytist allt. Götur fyllast af hermönnum, braggar rísa og dansinn dunar. Það er komið stríð og yfir vofir ógnin: Flugvélar óvinanna. Hér segir frá þremur mæðgum og fólkinu þeirra í ólgusjó hernámsáranna; umróti, ást og lífsháska sem markar djúp spor. Viðburðarík og heillandi skáldsaga. 317 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D F C Þagnarmúr Arnaldur Indriðason Lesari: Stefán Hallur Stefánsson Í kjallara í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð inn í vegg. Konráð er löngu hættur í lögreglunni en stöðugt með hugann við illvirki fortíðar og ákafi hans vekur spurningar: Hvers vegna sagði hann ósatt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár? Spennandi og átakanleg saga um ofbeldi, varnarleysi og þungbæra þögn. 303 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell E Þrír skilnaðir og jarðarför Kristján Hrafn Guðmundsson Sjö tengdar sögur úr íslenskum samtíma. Handrit bókarinnar var valið úr tugum handrita til að hljóta Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: Sögurnar eru grípandi, persónulýsingar skarpar og textinn er skrifaður á blæbrigðaríku máli . Höfundurinn hefur áður þýtt endurminningabók Harukis Murakamis en sendir hér frá sér sína fyrstu bók. 146 bls. Áróra útgáfa E I Tregasteinn Arnaldur Indriðason Kona er myrt á heimili sínu en nokkru áður hafði hún beðið Konráð, fyrrverandi lögreglumann, að finna fyrir sig barn sem hún fæddi fyrir næstum hálfri öld og lét strax frá sér. Hann neitaði bón hennar en einsetur sér nú að bæta fyrir það. Áhrifamikil og snjöll glæpasaga um skömm og örvæntingu, ákafa eftirsjá og langvarandi bergmál illra verka. 306 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D F C Truflunin Steinar Bragi Lesari: Margrét Örnólfsdóttir Árið er 2034. Heimurinn hefur kvíslast í tvær víddir sem snertast á litlu svæði í miðbæ Reykjavíkur. Múr umlykur svæðið og inn fyrir hann fer einungis þrautþjálfað vísindafólk og hermenn, svokallaðir agentar. Einn þeirra er félagssálfræðingurinn Halla sem falið er að finna agentinn F sem sendi frá sér torrætt neyðarkall áður en hún hvarf sporlaust. Truflunin er grípandi framtíðartryllir eftir höfund sem á fáa sína líka. 303 bls. Forlagið – Mál og menning D Tvöfalt gler Halldóra Kristín Thoroddsen Tvöfalt gler kemur nú út í viðhafnarútgáfu. Bókin hefur á síðustu árum verið þýdd á fjölda erlendra tungumála. Hér er á ferðinni saga um gamalt fólk og gler sem er bæði gegnsætt og einangrandi. Á bak við það leynist líf sem lifað er af ítrustu kröftum, líf sem hamast á glerinu eins og fluga að hausti sem enn er sólgin í birtu. Sögunni fylgir bókmenntaleg greining verksins eftir rithöfundana Hörpu Rún Kristjánsdóttur og Hermann Stefánsson. Fremst er minningaskrá þar sem vinir og samferðamenn votta höfundi virðingu sína. 114 bls. Bókaútgáfan Sæmundur D F C Undir Yggdrasil Vilborg Davíðsdóttir Lesari: Vilborg Davíðsdóttir Þorgerður Þorsteinsdóttir mátti bíða lengi eftir óskabarninu sínu. Því harmþrungnari eru atburðirnir eftir þingið á Þórsnesi þegar tátlan er aðeins sjö ára gömul. Þorgerður kýs heldur að leita styrks hjá skapanornunum en Hvítakristi ömmu sinnar, Auðar djúpúðgu, og leitin að sannleikanum leiðir hana á óvæntar slóðir. Sögulegar skáldsögur Vilborgar Davíðsdóttur hafa notið mikilla vinsælda enda varpa þær nýstárlegu ljósi á Íslandssöguna, ekki síst örlög og aðstæður kvenna. 329 bls. Forlagið – Mál og menning D F C Váboðar Ófeigur Sigurðsson Lesari: Ófeigur Sigurðsson Fyrsta smásagnasafn verðlaunahöfundarins Ófeigs Sigurðssonar geymir ná- og fjarskyldar sögur af draumum og fyrirboðum, sérhæfðum rannsóknum og stórhuga áformum, öpum og máfum, bókum og hnífum, dyntóttu landi og ráðvilltri þjóð. Ágengar, fyndnar og frumlegar sögur þar sem misjafnlega venjulegt fólk glímir af veikum mætti við aðsteðjandi ógnir og óttann undir niðri. 197 bls. Forlagið – Mál og menning 34 Skáldverk ÍSLENSK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==