Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E  ​ Beðið eftir barbörunum J. M. Coetzee Þýð.: Rúnar Helgi Vignisson og Sigurlína Davíðsdóttir Í áratugi hefur dómari stjórnað rólegum bæ á mærum heimsveldis. Þegar orðrómur berst um barbara handan bæjarmúranna taka fulltrúar heimsveldisins völdin. Dómarinn gerist gagnrýninn á alræði þeirra og ofbeldi, en þarf samhliða að horfast í augu við eigin takmörk, fýsnir og siðferði. Tímalaust meistaraverk eftir nóbelshöfundinn J. M. Coetzee. 272 bls. Una útgáfuhús E ​ F  ​ Blekkingaleikur Kristina Ohlsson Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir Martin Benner lögmaður býr í Stokkhólmi og gengur flest í haginn. En þegar hann kaupir hlut látins vinar síns í antíkverslun í New York fara óþægilegir atburðir að gerast í kringum hann og fólk hverfur – dularfullur félagsskapur virðist vera á hælum hans og vilja honum illt. Svöl og harðsoðin spennusaga, uppfull af snjöllum ráðgátum og villandi vísbendingum. 432 bls. Forlagið – JPV útgáfa C  ​ Blóðhefnd Angela Marsons Lesari: Íris Tanja Flygenring Fimmta bókin í seríunni um Kim Stone. Hörkuspennandi glæpasaga sem ómögulegt er að hætta að hlusta á fyrr en eftir að hin óvæntu endalok eru komin í ljós. H 9:45 klst. Storytel F ​ C  ​ Brennuvargurinn IngerWolf Lesari: Selma Björnsdóttir Sögusviðið er þorp þar sem ekkert gerist – þar til hús eitt brennur til kaldra kola og kvittur kemst á kreik um fólskulegt óhæfuverk. Á sama tíma hverfur drengur og brunarannsóknarfulltrúinn Klara Larsen er kölluð á staðinn ásamt aðstoðarmanni sínum, Sebastian. Frábær danskur spennutryllir. Hlustaðu og lestu á Storytel Reader lesbrettinu. H 12:00 klst. Storytel D  ​ Brostnar væntingar Honoré de Balzac Þýð.: Sigurjón Björnsson Hin mikla skáldsaga franska rithöfundarins Honoré de Balzac, Brostnar væntingar, er ein þeirra bóka sem er óháð stað og tíma. Þó að hún væri skrifuð á fyrri hluta 19. aldar er hún enn ung. Og þó að umgerðin sé frönsk landsbyggð og höfuðborgin París truflar það engan. Kjarni hennar er sígilt viðfangsefni, heiðarleiki óheiðarleiki, hégómagrirnd og fánýt eftirsókn eftir frægð og auði. 594 bls. Skrudda Skáldverk Þýdd G  ​ 43 smámunir örsögur Katrin Ottarsdóttir Þýð.: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Katrin Ottarsdóttir er færeyskur kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Í gáskafullum og nýstárlegum örsögum bregður hún upp litríkum myndum og sýnir lesandanum inn í sálarlíf margra ólíkra persóna. 95 bls. Dimma E  ​ Agathe Anne Cathrine Bomann Þýð.: Halla Kjartansdóttir Agathe gengur inn á læknastofu lífsþreytts geðlæknis í París á fimmta áratug liðinnar aldar – og allt breytist. Áhrifamikil saga um meginþætti mannlegrar tilvistar. „Snjöll og skörp saga um vanda þess að ná alvöru sambandi við annað fólk. „ Independent 132 bls. Bjartur E ​ F  ​ Á byrjunarreit Lee Child Þýð.: Bjarni Gunnarsson Þegar búið er að veita hörkutólinu Jack Reacher orðu fyrir sérstaklega lofsverða breytni í þágu lands og þjóðar er hann sendur í endurmenntun. Í bekknum eru tveir aðrir nemendur, annar frá FBI og hinn frá CIA. Verkefni þeirra er að hafa uppi á nafnlausum Bandaríkjamanni og því sem hann er að selja fyrir hundrað milljónir dala. Hörkuspennandi saga um vel falið leyndarmál. 416 bls. Forlagið – JPV útgáfa E ​ F  ​ Bálviðri Kiran Millwood Hargrave Þýð.: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir Á aðfangadag árið 1617 skellur aftakaveður á Vardø, austustu byggð Norður-Noregs, þegar allir karlmenn þorpsins eru á sjó. Konurnar horfa á eiginmenn, unnusta, feður, bræður og syni farast. Þær eru einar eftir og þurfa að bjarga sér. Rúmu ári síðar kemur nýr fógeti ásamt konu sinni til að sveigja íbúana undir veraldlegt og andlegt yfirvald. Sjálfstæðu konurnar á eyjunni horfast þá í augu við breytta tíma. 384 bls. Forlagið – Mál og menning 35

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==