Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E ​ F  ​ Eldum björn Mikael Niemi Þýð.: Ísak Harðarson Sumarið 1852 hverfur smalastúlka frá Kengis, nyrst í Svíþjóð. Óttast er að björn hafi grandað henni og presturinn í þorpinu leitar verksummerkja með samíska piltinn Jussa sér við hlið. En fyrr en varir fjölgar fórnarlömbum og ótti og hjátrú taka völd. Eldum björn er einstök saga, geysivel skrifuð, myrk, hjartnæm og heillandi, eftir höfund metsölubókarinnar Rokkað í Vittula . 456 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Endalokin Mats Strandberg Þýð.: Kristian Guttesen Þú ert 17 ára. Það er sumar og allt lítur eins út og venjulega. En allir vita hvað er framundan. Eftir aðeins rúman mánuð skellur halastjarna á jörðina og við munum öll hverfa. Hvernig viltu eyða síðustu vikunum? Og með hverjum viltu vera þegar allt tekur enda? Endalokin er hamfarasaga sem fjallar um tvö einmana ungmenni sem búa í heimi sem fengið hefur stuttan gálgafrest. 518 bls. Óðinsauga útgáfa E ​ F  ​ Ennþá ég Jojo Moyes Þýð.: Herdís M. Hübner Louisa Clark er komin til New York og er fjarri kærasta sínum. Hún fær starf sem aðstoðarmaður ungrar konu sem er gift eldri auðkýfingi. Louisa kynnist Josh en kynnin af honum hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér. Ennþá ég er sjálfstætt framhald bókanna Ég fremur en þú og Eftir að þú fórst. 491 bls. Veröld E ​ F  ​ Eplamaðurinn Anne Mette Hancock Þýð.: Nanna B. Þórsdóttir Tíu ára gamall drengur hverfur sporlaust úr skólanum. Vísbendingarnar hrannast upp en virðast benda hver í sína áttina. Uppgjafahermaður finnst látinn, leynileg skilaboð uppgötvast í herbergi drengsins og móðir hans virðist hafa eitthvað að fela. Og hver er Eplamaðurinn sem krakkarnir tala um? Ný og æsispennandi saga eftir höfund Líkblómsins . 320 bls. Forlagið – JPV útgáfa E  ​ Ég á þetta barn Oyinkan Braithwaite Þýð.: Ari Blöndal Eggertsson Í Lagos í Nígeríu er útgöngubann vegna heimsfaraldurs. Þegar unnusta Bamba vísar honum á dyr leitar hann skjóls í húsi frænda síns sem nýlega er látinn af völdum veirunnar. Þar hittir hann konu frændans, hjákonu hans og kornabarn sem báðar segjast eiga. Hér er á ferðinni stutt saga, yndislestur fyrir alla og tilvalin fyrir þá sem gefa sér lítinn tíma til lesturs. Atburðarásin er hröð og skopið hárbeitt. 76 bls. Hringaná ehf. E  ​ Dauðar sálir Angela Marsons Þýð.: Ingunn Snædal Mannabein koma í ljós við fornleifauppgröft á akri í Svörtulöndum sem breytist samstundis í flókinn glæpavettvang fyrir Kim Stone rannsóknarfulltrúa. Við flokkun beinanna verður ljóst að þarna eru bein úr fleiri en einu fórnarlambi – sem bera merki ólýsanlegs hryllings. Spennandi og hryllileg glæpasaga sem heldur lesendum föngnum. 384 bls. Drápa E ​ F  ​ Dóttirin Anne B. Ragde Þýð.: Silja Aðalsteinsdóttir Þegar Torunn ákveður að taka upp eftirnafnið Neshov bresta veik böndin milli hennar og móður hennar. Gamli vonbiðillinn Kai Roger færir henni tvo grísi þótt hún hafi endanlega gefist upp á svínarækt. Eini ljósi punkturinn er afleysingapresturinn Frank sem er svo ansi myndarlegur … Hér lýkur Anne B. Ragde sagnabálkinum vinsæla sem hófst með Berlínaröspunum . 327 bls. Forlagið – Mál og menning D ​ E  ​ Dúna Frank Herbert Þýð.: Kári Emil Helgason Dúna er mest selda vísindaskáldsaga allra tíma. Sagan gerist á eyðimerkurplánetunni Arrakis þar sem Páll Atreides og fjölskylda hans hafa verið svikin og örlagaríkri atburðarás hrint af stað. Dúna er epísk blanda af ævintýri, dulspeki, umhverfishyggju og pólitík. 700 bls. Partus forlag G  ​ Dyrnar Magda Szabó Þýð.: Guðrún Hannesdóttir Einstök og áhrifamikil skáldsaga eftir einn merkasta höfund Ungverja á seinni hluta 20. aldar. Bókin vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út 1987, og útgáfur hennar á erlendum málum hafa einnig hlotið verðskuldað lof og verðlaun, m.a. Prix Femina Étranger í Frakklandi árið 2003. Óvenjuleg og áleitin saga um samband tveggja ólíkra kvenna, margbrotin frásögn sem nær auðveldlega sterkum tökum á lesandanum. 298 bls. Dimma E ​ F  ​ Eftir endalokin Claire Mackintosh Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir Max og Pip eru samhent hjón, bestu vinir, elskendur – ekkert virðist hagga þeim. En þegar sonur þeirra veikist segja læknarnir að þau verði að taka ákvörðun. Í fyrsta skipti eru þau ekki sammála … Einlæg frásögnin lýsir leiðinni frá nístandi sorg og söknuði til sáttar. Þegar einar dyr lokast opnast stundum aðrar. Áhrifamikil og afar persónuleg saga. 416 bls. Forlagið – JPV útgáfa 36 Skáldverk  ÞÝDD

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==