Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Gamlar konur detta út um glugga rússneskar örsögur Danííl Kharms Þýð.: Áslaug Agnarsdóttir og Óskar Árni Óskarsson Danííl Kharms (1905–1942) var ljóðskáld, smásagnahöfundur, leikskáld og fulltrúi framúrstefnustrauma í sovéskum bókmenntum. Hann er nú talinn einn fremsti höfundur absúrdbókmennta í hinum vestræna heimi. Úrval af örsögum þessa sérkennilega furðusagnameistara veitir innsýn í andrúmsloft á tímum ógnarstjórnar og undirstrikar með sínum hætti bjargarleysi sögupersóna. 143 bls. Dimma E ​ F  ​ Gegnum vötn, gegnum eld Christian Unge Þýð.: Hilmar Hilmarsson Tekla er ungur og eldklár læknir á bráðadeild – en hún á sér leyndarmál. Þegar stórbruni verður í háhýsi í borginni bjargar hún lífi manns sem enginn veit hver er. Grunsemdir vakna um hryðjuverk og lögreglan vaktar rænulausan sjúklinginn. Er hann hugsanlega maður sem Tekla þekkir? Fantagóð spennusaga, sú fyrsta um bráðalækninn Teklu Berg í Stokkhólmi. 457 bls. Forlagið – JPV útgáfa E  ​ Glæpur við fæðingu Trevor Noah Þýð.: Helga Soffía Einarsdóttir Stórmerkileg saga uppistandarans og stjórnmálaskýrandans Trevor Noah sem ólst upp í skugga aðskilnaðarstefunnar í Suður-Afríku. Sjálf tilvist hans var glæpur, því samband móður hans og föður af ólíkum hörundslit var refsivert á þeim tíma. Trevor segir á heillandi hátt frá æsku sinni og unglingsárum í samfélagi sem enn er í sárum, fyrstu skrefunum í skemmtanabransanum og trúrækinni móður sem opnaði fyrir honum heiminn. 368 bls. Angústúra E  ​ Grikkur Domenico Starnone Þýð.: Halla Kjartansdóttir Myndlistarmaður á áttræðisaldri deilir fyrrum æskuheimili sínu í fáeina sólarhringa með fjögurra ára dóttursyni á meðan einkadóttir hans og tengdasonur fara í ráðstefnuferð. „Virkilega góður skemmtilestur sem skilur heilmikið eftir sig … bráðsnjöll og vel skrifuð … bæði kómísk og drungaleg …“ RSS, Lestrarklefinn. ★★★★ RB Mbl. 176 bls. Benedikt bókaútgáfa C  ​ Ég fremur en þú & Eftir að þú fórst Jojo Moyes Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir Hugljúfar og harmrænar ástarsögur sem farið hafa sannkallaða sigurför um heiminn og hafa nú verið kvikmyndaðar í Hollywood. Komdu þér vel fyrir og hlustaðu á þessar tvær í frábærum flutningi Álfrúnar Helgu Örnólfsdóttur. H 13:00 klst. Storytel E ​ F  ​ Fólk í angist Fredrik Backman Þýð.: Jón Daníelsson Á opnu húsi hjá fasteignasala fer allt úr skorðum þegar örvæntingarfullur og misheppnaður bankaræningi tekur alla viðstadda í gíslingu. Hér er Fredrik Backman í fantagóðu formi í bók sem er í senn bráðfyndin og þrungin sorg og sársauka. 384 bls. Veröld E ​ F  ​ Fórnarlamb 2117 Jussi Adler-Olsen Þýð.: Magnea J. Matthíasdóttir Mynd af látinni flóttakonu á strönd Miðjarðarhafsins vekur upp fortíðardjöfla og Assad sérsveitarmaður rambar á barmi taugaáfalls. Í kjölfarið hefst taugatrekkjandi niðurtalning að hryllilegum hamförum þar sem Ghaalib, miskunnarlausi böðullinn frá Írak, heldur um stjórntaumana. Áttunda bókin um hina vinsælu Deild Q eftir glæpasagnakóng Dana. 504 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell E  ​ Fuglar í búri Ljóð eftir afrísk-bandarísk skáld Harper, Hughes, Angelou, Walker, McCrae ofl. Ljóðin eru frá því á 18. öld til dagsins í dag. 64 ljóð eftir 29 skáld ásamt einu þjóðkvæði sem gefa hugmynd um samfélag, sögu og menningu svarts fólks í bandarísku þjóðfélagi frá því þrælahald ríkti. Ljóðin birta fjölbreytilegar myndir af lífi og stöðu svartra. Skáldin í bókinni hafa öll vakið athygli langt út fyrir eigin hóp og þjóð. Garibaldi þýddi og skrifaði formála. 201 bls. Garibaldi ehf 37 Skáldverk  ÞÝDD Auðvelt að panta á boksala.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==