Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E  ​ Mitt (ó)fullkomna líf Sophie Kinsella Þýð.: Maríanna Clara Lúthersdóttir Samkvæmt Instagram-reikningi Kötu Brenner býr hún í London, starfar í auglýsingabransanum og ver frítímanum á smart kaffihúsum og veitingastöðum. Kannski fegrar hún lífið örlítið … en hver notar ekki smá filter á Instagram? Þegar Kata missir vinnuna og mögulegt ástarsamband virðist glatað neyðist hún til að flytja aftur á æskuheimilið í sveitinni. Hversu lengi er haldið í draumana þegar örlögin virðast staðráðin í að bregða fyrir þig fæti? 494 bls. Angústúra E  ​ Næsti! Raunir heimilislæknis Nina Lykke Þýð.: Bjarni Jónsson Heimilislæknir til tuttugu ára hefur Elín fengið sig fullsadda af umkvörtunum og óhamingju fólks. Hún er líka búin að fá nóg af manninum sínum, skíðaáhugamanninum Axel. Í kjölfar endurnýjaðra kynna við gamlan kærasta tekur Elín að brjóta upp mynstrið … til þess að standa svo í rjúkandi rústum. Meinfyndin saga sem hlaut Norsku bókmenntaverðlaunin 2019. 272 bls. Benedikt bókaútgáfa E  ​ Ógnarhiti Jane Harper Þýð.: Gísli Rúnar Jónsson Ástralskur spennutryllir sem varð New York Times metsölubók. Lögreglumaðurinn Aaron Falk hefur ekki komið á heimaslóðir árum saman. Það er ekki fyrr en hann fær fréttir af því að æskuvinur hans hafi myrt fjölskyldu sína og síðan svipt sig lífi að Falk snýr aftur til að vera viðstaddur útförina. Í ólgandi hitabylgju ákveður Falk að rannsaka málið. 350 bls. Sögur útgáfa E ​ C Hljóðbók frá Storytel  ​ Lila Marilynne Robinson Þýð.: Karl Sigurbjörnsson Lila er munaðarlaus. Hún er að dauða komin þegar utangarðskonan Doll nemur hana á brott. Við tekur líf á flótta, undir skugga ofbeldis, ógnar og örbirgðar, þar til Lila kemur til smábæjarins Gilead. Í nýjum og öruggum aðstæðum sem eiginkona prests þarf hún að laga reynslu sína að friðsælu lífi en jafnframt dómharðri trú og heimsmynd prestsins. 336 bls. / H 10:00 klst. Ugla E  ​ Litla land Gaël Faye Þýð.: Rannveig Sigurgeirsdóttir Gabríel er 10 ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki. En þegar borgarastríð skellur á og þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda, breytist allt. Falleg saga um vináttu og sakleysi, en líka átakanlegur vitnisburður um þau eyðandi áhrif sem stríð og ofbeldi hafa á líf og samfélög manna. 340 bls. Angústúra E  ​ Líkkistusmiðirnir Morgan Larsson Þýð.: Ingunn Snædal Myndskr.: Sól Hilmarsdóttir Líkkistusmiðirnir er hlý og gamansöm saga um manneskjur sem taka að sér verkefni sem vekur upp hugmyndir um dauðann og byrja að spyrja sig sjálfar hvað þær vilji eiginlega fá út úr lífinu. Líkkistusmiðirnir draga fram bros, skapa vangaveltur um lífið og verma lesandanum um hjartarætur. „Lesandanum hlýnar um hjartarætur.“ 400 bls. Drápa E  ​ Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante Þýð.: Halla Kjartansdóttir Þroskasaga unglingsstúlku sem lendir í sársaukafullri eldskírn á leið sinni inn í heim fullorðinna. Fyrsta skáldsaga Elenu Ferrante síðan Napólí-fjórleikurinn sló í gegn. Bókin hefur hlotið frábæra dóma, hér heima og um veröld víða. „[Ferrante] er mikill rithöfundur en hún er lesendavæn og höfðar til stórs hóps. Þetta eru alvöru bókmenntir.“– SDM, Kiljunni. 368 bls. Benedikt bókaútgáfa E  ​ Marsfjólurnar Philip Kerr Þýð.: Helgi Ingólfsson og Kristín V. Gísladóttir Fyrsta bókin um einkaspæjarann Bernie Gunther. Mikilvæg skáldsaga sem notið hefur fádæma vinsælda frá því að hún kom út í lok níunda áratugarins. Æsispennandi og ófyrirsjáanleg fram á síðustu síðu en um leið fádæma breið þjóðfélagslýsing og lærdómsrík rússibanareið um samfélag sem stefnir hraðbyri inn í alræði og ógnarstjórn Adolfs Hitler. 310 bls. Sögur útgáfa 39 Skáldverk  ÞÝDD

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==