Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 E ​ F ​ C  ​ Sarah Morgan Brúðkaup í desember Sumar í París Sarah Morgan Þýð.: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Rosie er að giftast manni sem hún hefur aðeins þekkt í nokkrar vikur. Foreldrarnir eru staðráðnir að fagna án þess að ljóstra upp um leyndarmál sitt. Katie kvíðir brúðkaupinu því hún óttast að litla systir sé að gera gríðarleg mistök. Rosie er gríðarlega ástfangin en samt nagar efinn hana … þetta verða jól semWhite fjölskyldan mun aldrei gleyma. 416/430 bls. Björt bókaútgáfa – Bókabeitan E  ​ Sendiboðinn Yoko Tawada Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Japan hefur um langa hríð verið lokað vegna ónefndra náttúruhamfara af mannavöldum. Eldra fólkið lifir lengi við hestaheilsu og annast um börnin sem eru viðkvæm og gömul fyrir aldur fram. Mumei býr með Yoshiro, fjörgömlum langafa sínum. Drengurinn er veikburða en laus við sjálfsvorkunn og bölsýni. Yoshiro einbeitir sér að því að annast Mumei, útvalinn sendiboða, þjakaður af samviskubiti vegna gjörða sinnar kynslóðar og afleiðinga þeirra. Áður hefur komið út á íslensku bókin Etýður í snjó eftir sama höfund. 200 bls. Angústúra E  ​ Silfurvængir Camilla Läckberg Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson Áhrifamikil saga um svik, upprisu og hefnd frá drottningu glæpasagnanna. Spennuflokkurinn um Faye hófst með metsölubókinni Gullbúrinu árið 2019 og nú er komið æsispennandi sjálfstætt framhald. Allt leikur í lyndi hjá Faye, sem hefur hafið nýtt líf erlendis. En á augabragði hrannast óveðursskýin upp yfir tilveru hennar. 316 bls. Sögur útgáfa E ​ F  ​ Silkiormurinn Robert Galbraith Þýð.: Uggi Jónsson Rithöfundurinn Owen Quine hverfur eftir að hafa nýlokið við afar eldfima sögu sem mun leggja líf margra í rúst. Þegar afskræmt lík Quines finnst við ógnvekjandi aðstæður fer allt á fleygiferð. Cormoran Strike, einkaspæjarinn mikilúðlegi, verður að hafa sig allan við að leysa úr öllum flækjunum. 619 bls. Forlagið – JPV útgáfa F ​ C  ​ Sjónarvottur Anna Bågstam Lesari: Lára Jóhanna Jónsdóttir Helena Vesterberg, skarpgreind og ófullkominn rannsóknarfulltrúi sem reykir í laumi, ákveður eftir misheppnað ástarsamband að byrja upp á nýtt í friðsælu fiskiþorpi, þar sem hún varði sumrum bernsku sinnar, en þetta nýja upphaf fer ekki alveg eins og hún hugði. Njóttu þess að hlusta og lesa á Storytel Reader lesbrettinu. H 11:30 klst. Storytel E  ​ Óskabarn ógæfunnar Peter Handke Þýð.: Árni Óskarsson Nú eru liðnar næstum sjö vikur frá því að móðir mín dó og mig langar til að hefjast handa áður en þörfin fyrir að skrifa um hana, sem var svo sterk við jarðarförina, breytist aftur í sljólegt málleysi eins og þegar ég las fréttina um sjálfsmorðið … Á þessum orðum hefst frásögn Nóbelsskáldsins Peters Handke af örlögum móður sinnar. Átakanleg saga sem lætur engan lesanda ósnortinn. 106 bls. Ugla E  ​ Ótti markmannsins við vítaspyrnu Peter Handke Þýð.: Franz Gíslason Fyrrverandi markmaður telur sig hafa verið rekinn úr vinnunni. Hann fremur morð og ráfar síðan eirðarlaus um. Höfundur nýtir sér form glæpasögunnar en þó með öfugum formerkjum. Örvænting söguhetjunnar endurspeglast í frásagnarmátanum sem er í senn ljóðrænn og harmrænn og ristur rúnum sundrandi heims. Klassískt verk í evrópskum nútímabókmenntum eftir Nóbelsverðlaunahafann 2019. 152 bls. Ugla E  ​ Papa Jesper Stein Þýð.: Ólafur Arnarson Axel Steen starfar nú í leyniþjónustunni. Í Amsterdam kemst hann í innsta hring Papa, harðsvíraðs rússnesks glæpaforingja. Vicki Thomsen, fyrrum félagi Axels í lögreglunni, fæst við bíræfið bankarán á Nørreport. Í ljós kemur að rússnesk öfl tengjast málinu. Málin fléttast saman. PAPA fjallar um flótta, blekkingar, forboðna ást og svik sem hafa banvænar afleiðingar. 450 bls. Kver bókaútgáfa G  ​ Raddir frá Spáni Sögur eftir spænskar konur. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Þýð.: Erla Erlendsdóttir Ritstj.: Ásdís R. Magnúsdóttir Í þessu smásagnasafni eru sögur eftir tuttugu og sex spænskar konur. Rithöfundarnir koma frá héruðum á meginlandi Spánar og frá Kanarí- og Baleareyjum. Smásögurnar – langar sögur og stuttar, örstuttar sögur og örsögur – spanna rúma öld og eru fjölbreyttar að efni og stíl. Þær fjalla um ástir og hatur, gleði og sorg, misrétti og ójöfnuð, vináttu og fjandskap, konur og karla, stöðu kvenna í samfélaginu og margt fleira. 288 bls. Háskólaútgáfan E ​ F  ​ Saga býflugnanna Maja Lunde Þýð.: Ingunn Ásdísardóttir Í þessari grípandi skáldsögu fléttast þrír þræðir í þétta frásögn sem hverfist í senn um margslungin sambönd fólks og samspil manns og náttúru. Saga býflugnanna eftir metsöluhöfundinn Maju Lunde sló í gegn um allan heim og hefur hlotið fjölda viðurkenninga. „Snjöll og sláandi fögur skáldsaga.“ Stavanger Aftenblad . 422 bls. Forlagið – Mál og menning 40 Skáldverk  ÞÝDD

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==