Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Þeir sem græta góðu stúlkurnar Mary Higgins Clark Þýð.: Snjólaug Bragadóttir Blaðakonan Gina fær tölvupóst frá konu sem lýsir „hræðilegri reynslu“ af því að vinna á stórri sjónvarpsstöð. Stuttu síðar deyr konan í slysi. Fleiri konur gefa sig fram. Þegar ein þeirra deyr óvænt verður Ginu ljóst að ósvífin öfl ætla að koma í veg fyrir að saga kvennanna komist upp á yfirborðið. Æsispennandi metsölubók eftir drottningu spennusagnanna. 392 bls. Ugla E  ​ Þerapistinn Helene Flood Þýð.: Halla Kjartansdóttir Sara býr sig undir notalega helgi á meðan eiginmaðurinn skreppur í fjallakofa með vinum. En hann mætir aldrei í fjallakofann. Er hann lífs eða liðinn? Þessi fyrsta bók höfundar var meiriháttar metsölubók í heimalandinu og er væntanleg á yfir 30 tungumálum. „Ráðgátan er dularfull og lausnin blasir engan veginn við.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir. 368 bls. Benedikt bókaútgáfa E ​ F  ​ Þögla stúlkan Hjorth & Rosenfeldt Þýð.: Snæbjörn Arngrímsson Heil fjölskylda er myrt á fólskulegan hátt á heimili sínu. Eina vitnið er hin tíu ára gamla Nicole. Bækur Hjorths & Rosenfeldts um sálfræðinginn Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. 571 bls. Bjartur E ​ F  ​ Ættarfylgjan NinaWähä Fjölskrúðug ættarsaga um Toimi-fjölskylduna, skrifuð af sprúðlandi frásagnargleði en tekst um leið á við dýpri spurningar um innra líf, svo að sorg og gleði vega salt í áhrifamikilli sögu. Ættarfylgjan sló rækilega í gegn árið 2019, og var tilnefnd til allra helstu bókmenntaverðlauna Svía. 478 bls. Bjartur E ​ F  ​ Valdið Naomi Alderman Þýð.: Helga Soffía Einarsdóttir Um allan heim eru konur að uppgötva mátt sinn og megin. Með einfaldri handarhreyfingu geta þær valdið gríðarlegum sársauka – jafnvel drepið. Smám saman átta karlmenn sig á því að þeir eru að missa tökin. Dagur stúlknanna er runninn upp – en hvernig endar hann? „Mögnuð!“ – Margaret Atwood 428 bls. Bjartur E  ​ Valdimarsdagur Kim Leine Þýð.: Jón Hallur Stefánsson Það er 15. júní árið 1938, dagur Valdimars sigursæla og danska fánans. Í leiguherbergi í miðborg Kaupmannahafnar vaknar ungur maður, kófsveittur eftir órólega nótt. Þetta er Erik. Hann hefur ákveðið að drepa mann. Við fylgjumst með ferðum unga mannsins þennan dag, aðdraganda þessarar örlagaríku ákvörðunar og loks afleiðingunum sem glæpurinn og refsingin hafa á líf hans. Í Valdimarsdegi segir verðlaunahöfundurinn Kim Leine sögu föðurafa síns. Jón Hallur Stefánsson þýddi. 240 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E  ​ Victor Hugo var að deyja Judith Perrignon Þýð.: Rut Ingólfsdóttir Skáldið var að gefa upp andann. Fréttin flýgur um göturnar – inn í búðirnar, verkstæðin, skrifstofurnar. París er gripin hitasótt. Allir vilja votta virðingu og taka þátt í opinberu útförinni. Tvær milljónir manna þjappa sér meðfram leið líkvagnsins þennan ógleymanlega dag. Mögnuð heimildaskáldsaga eftir höfund bókarinnar Þetta var bróðir minn … 212 bls. Ugla  ​ við kvikuna örsögur frá Rómönsku-Ameríku. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Þýð.: Kristín Guðrún Jónsdóttir Ritstj.: Ásdís R. Magnúsdóttir Inng.: Kristín Guðrún Jónsdóttir Rithöfundar Rómönsku-Ameríku hafa staðið framarlega í örsagnaskrifum allt frá upphafi 20. aldar. við kvikuna – örsögur frá Rómönsku-Ameríku sýnir gróskuna og fjölbreytileikann sem örsagan hefur öðlast í álfunni. Bókin er sýnisbók og inniheldur 156 sögur eftir 49 höfunda, frá árunum 1897–2014. Kristín Guðrún Jónsdóttir valdi sögurnar, þýddi og skrifaði inngang. 223 bls. Háskólaútgáfan E  ​ Það sem fönnin felur Carin Carin Gerhardsen Þýð.: Sigurður Þór Salvarsson Sálfræðitryllir sem kemur sífellt á óvart. Sagan er ólík öllu öðru sem við höfum áður lesið. Hvað er það sem við sjáum ekki? Hver segir söguna og hvers vegna? Miskunnarlaust er villt um fyrir lesandanum, allt þar til síðasti bitinn í púsluspilinu fellur á sinn stað og allt blasir við. 368 bls. Sögur útgáfa 43 Skáldverk  ÞÝDD

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==