Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G  ​ Árhringur Ljóðræna dagsins Björg Björnsdóttir Heilluð, steinrunnin, held ég á djúpið. Klyfjuð ósýnilegri byrði dagsins. Björg Björnsdóttir yrkir hér um hina eilífu hringrás árstíðanna, hversdaginn og náttúruna þannig að hinn ytri heimur og innri kallast á í fallegri ljóðrænu. Árhringur er fyrsta ljóðabók Bjargar 40 bls. Bjartur G  ​ Berhöfða líf ljóðaúrval Emily Dickinson Þýð.: Magnús Sigurðsson Bandaríska skáldkonan Emily Dickinson (1830–1886) er eitt merkasta ljóðskáld síðari alda. Hér birtist heilsteypt úrval af ljóðum hennar ásamt ítarlegum inngangi þýðanda sem hefur rannsakað ljóðlist Dickinson um árabil. Dregin er upp mynd af róttæku skáldi sem gekk gegn viðteknum samfélagsvenjum; af konu sem hlýddi kröfum eigin tilfinningalífs í trássi við ýmsa ríkjandi siði og þjónaði köllun sinni af dirfsku. 335 bls. Dimma E  ​ Blýhjarta Stefanía dóttir Páls Blýhjarta er fyrsta ljóðverk Stefaníu dóttur Páls (f. 1990) og fjallar um konubarnið, tilraunir þess til að frelsast undan sjálfu sér og útsýnið á leiðinni. Áður hafa ritverk og þýðingar eftir hana birst í tímaritum, safnbókum og leikhúsi. Hún vinnur gjarnan þvert á miðla og stundar nú nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. 64 bls. Blekfélagið, félag meistaranema í ritlist G  ​ Brjálsemissteinninn brottnuminn Ljóðaúrval Alejandra Pizarnik Þýð.: Hermann Stefánsson Alejandra Pizarnik er hálfgerð goðsögn í bókmenntum Rómönsku Ameríku. Lengi vel var hún nær óþekkt nema hjá bókmenntafólki en á síðustu árum hafa ljóð hennar ratað um allan heim og er hún í dag talinn með mikilmetnustu skáldum Argentínu. Þýðingin er mikill fengur fyrir íslenska lesendur. 109 bls. Una útgáfuhús E  ​ Brot úr spegilflísum Þórhildur Ólafsdóttir Brot úr spegilflísum er fyrsta ljóðabók Þórhildar Ólafsdóttur en hún hefur áður þýtt úr tyrknesku bókina Memed mjói eftir Yashar Kemal og birt ljóð og smásögu í TMM. Þórhildur dregur hér upp myndir af núinu, sorgum, augnablikum og heiman af æskuslóðum. 107 bls. Skriða bókaútgáfa Ljóð og leikrit E  ​ 140 vísnagátur Páll Jónasson Hér eru á ferðinni 140 vísnagátur, sumar auðveldar, en aðrar strembnari. Dæmi um eina: Ekki lengra augað sér, er á mörgum diski. Brún á jökli einnig er endilöng á fiski. Já, við hvað er átt? Þessi bók er bráðskemmtileg dægrastytting og auðvitað hin besta heilaleikfimi. Höfundurinn hefur áður sent frá sér tvær bækur af sama meiði og hafa þær notið mikilla vinsælda. 70 bls. Bókaútgáfan Hólar G  ​ 1900 og eitthvað Ragnheiður Lárusdóttir Fyrsta ljóðabók Ragnheiðar Lárusdóttur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2020. „1900 og eitthvað er heillandi uppvaxtarsaga prestsdóttur að vestan … hófstillt verk um stórfengleika hins smáa og áhrifamátt hversdagsleikans.“ Úr umsögn dómnefndar 52 bls. Bjartur G  ​ Allt uns festing brestur Davíð Þór Jónsson Séra Davíð Þór Jónsson hefur ort 21 trúarljóð undir dróttkvæðum hætti sem hér koma fyrir almenningssjónir. Ljóðin eru ort við 13 liði hinnar klassísku messu og í raun mætti því messa með þeim í stað hinna hefðbundnu litúrgísku texta. En fyrst og fremst eru þau samin til trúarsvölunar heima í stofu, enda fæddust þau í fæðingarorlofi. 36 bls. Skálholtsútgáfan – Kirkjuhúsið E  ​ Augu stara á hjarta Stefán Snævarr Hnitmiðuð ljóð Stefáns Snævarr eru í senn ljóðræn og tilvistarleg, huglæg og hlutlæg. Skáldið horfir á þjáninguna og lífsnautnina, hlutgerir tilfinningar í orðum sínum, en hver eru áhrif áhorfsins? Ljóðin eru sjálfsskoðun og sjálfstjáning. Þó eru augun sem horfa á hug og hjarta „önnur augu“. Slík klofning sjálfsins er kjarni og vandi ljóðlistarinnar: hvernig getur sá sem er hluti af heiminum ort um heiminn, sjálfur um sjálfan sig? 105 bls. Skrudda 44

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==