Bókatíðindi 2020

A Gormabók  B Harðspjalda bók  C Hljóðbók  D Innbundin bók  E Kilja  F Rafbók  G Sveigjanleg kápa  I Endurútgáfa  B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D  ​ Gervilimrur Gísla Rúnars Sem þú verður að kynna þér áður en þú drepst Gísli Rúnar Jónsson Myndskr.: Viktoría Buzukina Leikarinn ástsæli, Gísli Rúnar Jónsson, var snjall og hugmyndaríkur limrusmiður. Í þessari ótrúlegu bók eru limrur fyrir hvern dag ársins og hver þeirra snilldarlega myndskreytt af Viktoríu Buzukina. – Svona bók hefur aldrei áður komið út á Íslandi! 448 bls. Ugla G  ​ Guðrúnarkviða Eyrún Ósk Jónsdóttir Þú ert stödd í jarðarför. Þinni eigin jarðarför og ritningarlestur er að hefjast. Ljóðsaga um konu sem rankar við sér í kistu í eigin jarðarför. Í huga hennar koma svipleiftur úr liðinni ævi, en kirkjugestir fá líka orðið í þessari frumlegu kviðu eftir verðlaunaskáldið Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. 104 bls. Bjartur E ​ F  ​ Hamlet William Shakespeare Þýð.: Þórarinn Eldjárn Hamlet er stórbrotinn og sígildur harmleikur, í senn heimspekilegur og blóði drifinn, eitt allra frægasta leikrit meistara Williams Shakespeares. „Að vera eða ekki vera“– nístandi efi, svik og bágt siðferði er meðal þess sem brotið er til mergjar í þessu áhrifaríka stórvirki sem hér birtist í nýrri og einkar athyglisverðri þýðingu Þórarins Eldjárns. 205 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G  ​ Handbók um ómerktar undankomuleiðir Anton Helgi Jónsson Þessi níunda ljóðabók Antons Helga er ljóðsaga þar sem undirliggjandi atburðarás minnir á dramatíska óperu sem þó er ekki laus við að vera fyndin. Sagan lýsir annasömum degi hjá ónefndri persónu sem bregst við margvíslegu áreiti umhverfisins með því að ferðast til annarra staða og stunda. Snjöll, kímin og harmræn ljóð um ævintýri hversdagsins. 68 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Draumstol Gyrðir Elíasson Draumstol er 16. ljóðabók Gyrðis, en sú fyrsta kom út 1983. Hér er hann sjálfum sér trúr og er að vanda fundvís á yrkisefni sem oftar en ekki brúa bil á milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Verk Gyrðis njóta sívaxandi hylli erlendis og nú í haust koma ljóð hans m.a. út á norsku og dönsku. 125 bls. Dimma E  ​ Er ekki á leið Strætóljóð Elín Gunnlaugsdóttir Er ekki á leið, strætóljóð er fyrsta ljóðabók Elínar Gunnlaugsdóttur sem er tónskáld á Selfossi. Bókin lýsir strætóferðum þar sem skilin milli draums og veruleika liggja ekki alltaf í augum uppi. Bókin er prýdd ljósmyndum höfundar sem líkt og textinn draga fram smáleg einkenni hvunndagsins. 72 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G ​ I  ​ Er nokkur í Kórónafötum hér inni? / Sendisveinninn er einmana / Róbinson Krúsó snýr aftur Einar Már Guðmundsson Fyrstu þrjár ljóðabækur Einars Más Guðmundssonar komu út 1980 og 1981 og vöktu geysimikla athygli. Tónninn var nýstárlegur, yrkisefnin óvenjuleg, skáldinu mikið niðri fyrir. Hér eru þessar sögufrægu bækur þrjár saman í einni, í tilefni þess að liðnir eru fjórir áratugir síðan skáldið Einar þusti fram á sjónarsviðið – og ljóðin eru enn fersk, fyndin og forvitnileg. 142 bls. Forlagið – Mál og menning D  ​ Ég skal segja ykkur það Sólveig Björnsdóttir Flest ljóð Sólveigar hafa orðið til við dagleg störf. Ljóðin, sem birtast hér í fyrstu bók hennar, eru hugljúf og oft á tíðum ljúfsár þar sem helstu hugðarefni skáldkonunnar eru samspil náttúrunnar, búskapar og fólks sem hefur snert hjarta hennar. Hugurinn leitar einnig til bernskuslóðanna á Borgarfirði eystra þar sem fegurðin og kyrrðin heilla. Bókin er sú tuttugasta sem félagið gefur út í flokknum Austfirsk ljóðskáld. 120 bls. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi G  ​ Fjölskyldulíf á jörðinni Dagur Hjartarson Ljóðabókin Fjölskyldulíf á jörðinni er áttunda bók Dags Hjartarsonar. Hér er ort af listfengi um hið hversdagslega í lífinu, allt það sem færir hamingjuna. Ljóðin eru persónuleg, tær og sterk í einfaldleika sínum, en skilja eftir ljúfsára kennd um fallvaltleika alls sem er. 56 bls. Forlagið – JPV útgáfa 45 Ljóð og leikrit

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==