Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 G Við skjótum títuprjónum Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kann þá list að hræra upp í fólki, brýna það, um leið og hann bendir á mótsagnirnar, tvöfeldnina og tilgangsleysið allt í kringum okkur. Ljóðabálkurinn er ortur á árunum 2016–2020 og talar beint inn í samtímann. Púlsinn er tekinn á líðan þjóðar sem hrósar sínu lífshappi en útvistar erfiðum málum með læktakkanum. 63 bls. Forlagið – JPV útgáfa D Yeats William Butler Yeats Þýð.: Sölvi Björn Sigurðsson Írska ljóðskáldið William Butler Yeats hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1923, þá 58 ára að aldri. Enn þann dag í dag er hann talinn einn þeirra fremstu í ljóðlistinni. Hér birtast á einni bók nokkur af frægustu ljóðum hans í nýjum íslenskum þýðingum Sölva Björns Sigurðssonar, sem hlaut Hin íslensku bókmenntaverðlaun fyrir skáldsöguna Seltu árið 2020. Sölvi Björn ritar jafnframt eftirmála. 66 bls. Sögur útgáfa G Þagnarbindindi Halla Þórlaug Óskarsdóttir Ljóðsagan Þagnarbindindi miðlar hugarheimi konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi og ótta, um samskipti við konurnar sem hafa verið henni nánastar og henda reiður á svo mörgu sem hún hefur aldrei sagt. Þetta er fyrsta bók Höllu Þórlaugar, sem er fædd 1988. Hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir þetta verk. 96 bls. Benedikt bókaútgáfa E Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim Jón Kalman Stefánsson „Afhverju þessi sóun á pappír?“ Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, skrifar höfundur í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár; Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða. 208 bls. Benedikt bókaútgáfa D Öldufax Sjónarrönd af landi Valgerður Kristín Brynjólfsdóttir Maðurinn í náttúrunni og náttúran í manninum. Kynslóðirnar, fortíð, nútíð og framtíð. Allt eru þetta stef á ljóðbárum Valgerðar Kr. Brynjólfsdóttur. Í þessari fyrstu ljóðabók hennar mætast haf og land, enda er hún alin upp við sjóinn en býr nú við Heklurætur. Valgerður er íslenskufræðingur og hefur meðal annars starfað á Árnastofnun. Ljóð hennar hafa birst í ýmsum tímaritum og hér gefur að líta verk sem orðið hafa til á löngum tíma. Öldufax einkennist af sterku skáldmáli og áhrifaríkum myndum. 64 bls. Bókaútgáfan Sæmundur G Tunglið er diskókúla Loki „Hér er bók um það hvernig heimurinn springur stundum út í villtu streymi og rambar á mörkum draums og veruleika, erótíkur og klósettferða, ástar og losta, regnboga og ælu. Þetta er skáldið sem þú átt eftir að taka eftir næstu árin, flæðið er farið í gang,“ segir Elísabet Jökulsdóttir. „Loksins, Loksins!“ segir Mikael Torfason. Tunglið er diskókúla er fyrsta bók Loka sem er fæddur árið 1993. 120 bls. Benedikt bókaútgáfa D Two Lands, One Poet The Reflections of Stephan G. Stephansson Through Poetry Stephan G. Stephansson Ritstj.: Birna Bjarnadóttir og Mooréa Gray Tvímála útgáfa (íslenska og enska) á safni ljóða eftir Stephan G. Stephansson, eitt af lykilskáldum íslenskra og íslensk-kanadískra bókmennta. Enski hluti bókarinnar geymir sögulegt yfirlit yfir glímu þýðenda beggja vegna hafs við ljóð Klettaskáldsins, meðal annars þeirra Bernards Scudders og Jakobínu Johnson. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ritar formála. 296 bls. Hin kindin E Undir mánans fölu sigð Pjetur Hafstein Lárusson Þessi sextánda ljóðabók Pjeturs Hafsteins Lárussonar veitir innsýn í hugarheim skáldsins og sýnir enn einu sinni sterk tök hans á fallegum, ljóðrænum stíl, hnitmiðuðu myndmáli sem oft opnast fyrir lesandanum sem litríkt málverk. 110 bls. Skrudda G Veirufangar og veraldarharmur Valdimar Tómasson Á tímum heimsfaraldurs gekk Valdimar Tómasson um mannauð stræti borgarinnar og orti háttbundinn kvæðabálk um ástandið. Hér birtist afraksturinn ásamt hárbeittum heimsósóma. Valdimar er helsta götuskáld Reykjavíkur. Hann er þekktur fyrir vandaðan skáldskap og frjóa glímu við íslenska tungu. 54 bls. Una útgáfuhús E Vél Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir Vél heitir ný ljóðabók Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur tónlistarkonu á Akureyri. Höfundur er ötull ljóðasmiður orða og tóna. Ljóð hennar má heyra í lögum og tónsmíðum, hennar eigin og annarra, en þau birtust fyrst á prenti í tímaritinu Stínu. Vél er þriðja bók Steinunnar, en áður hafa komið út hjá Sæmundi bækurnar Uss og Fugl/blupl. 70 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 49 Ljóð og leikrit
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==