Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D F Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason Spænska veikin var mannskæðasta farsótt sögunnar. Meðan á stóð féllu hundruð Íslendinga í valinn, mest ungt fólk í blóma lífsins. Hér er þessi átakanlega saga rakin ítarlega í fyrsta sinn og m.a. velt vöngum um það að hvaða leyti spænska veikin hafi verið sambærileg við veirufaraldurinn sem gengur nú yfir heimsbyggðina. 316 bls. Forlagið – Mál og menning G Suðureyri athafnasaga Pétur Bjarnason Á Suðureyri í Tálknafirði ráku Norðmenn hvalveiðistöð á árunum 1893-1911 með tilheyrandi framkvæmdu Pétur A. Ólafsson konsúll á Patreksfirði gerði út selveiðiskipið Kóp frá Suðureyri 1916-17. Aftur var starfrækt hvalveiðistöð á Suðureyri árin 1935-1939, og hún var þá var sú eina á landinu.Nú er Suðureyri í eyði, en starfsemin þar lagði grunninn að kauptúninu sem nú heitir Tálknafjörður. 196 bls. Flóki forlag D Sunnuhlíð. Ævintýri fóks og félaga í Kópavogi 1979-1999 Ásgeir Jóhannesson Árið 1979 tóku níu félög í Kópavogi sig saman um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða. Safnað var fé með þátttöku flestra bæjarbúa í Kópavogi. Sunnuhlíð hóf rekstur 1982. Sunnuhlíðarsamtökin reistu svo þjónustuíbúðir fyrir aldraða og markaði það tímamót í slíkum rekstri. Ásgeir Jóhannesson, formaður þeirra til 20 ára, rifjar upp söguna. 200 bls. Sögufélag Kópavogs Saga, ættfræði og héraðslýsingar D Björgunarsveitin mín Arngrímur Hermannsson Björgunarsveitin mín er gefin út í tilefni af 70 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar. Arngrímur Hermannsson safnaði saman áhugaverðum frásögnum frá fjölmörgum félögum svo að úr verður einkar áhugaverð, fróðleg, spennandi og skemmtileg bók. Hér eru hvoru tveggja leitar- og björgunarsögur og ferðasögur félaga sveitarinnar á þessu 70 ára tímabili. 308 bls. Almenna bókafélagið D Gleymið ekki að endurnýja Saga Happdrættis Háskóla Íslands Stefán Pálsson Happdrætti Háskólans hóf göngu sína árið 1934 til að fjármagna Aðalbyggingu skólans og hefur upp frá því staðið undir nær öllum nýframkvæmdum hans. Hvers kyns happdrætti eru stór hluti af menningu okkar og oft hefur verið hart deilt um slíka starfsemi, jafnt hér og erlendis. Bókin varpar einnig ljósi á byggingarsögu Háskólans. 416 bls. Háskólaútgáfan D Jón Vídalín ævisaga og ritsafn Torfi Stefánsson Hjaltalín Í tilefni af 300 ára ártíð Jóns Þorkelssonar Vídalíns árið 2020 stendur Þjóðkirkjan að útgáfu tveggja binda verks um ævi og ritstörf biskupsins. Útgáfa á verkum Jóns Vídalíns er löngu tímabær, en meðal verka hans hér birtast í fyrsta sinn á prenti predikanir hans yfir Faðir vor, þýðing hans á Hebreabréfinu ásamt skýringum hans og fjöldi bréfa. Tveggja binda útgáfa. 1440 bls. Skálholtsútgáfan – Kirkjuhúsið D Samvinna á Suðurlandi I–IV Guðjón Friðriksson Saga samvinnufélaga á Suðurlandi er í raun atvinnu-, samgöngu- og félagsmálasaga landsfjórðungsins í rúm hundrað ár. Rakin er saga kaupfélaga og annarra samvinnufyrirtækja í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum. Þetta er saga samstöðu og sigra, litríkra leiðtoga og stórhuga framkvæmda en einnig saga togstreitu, hatrammrar stjórnmálabaráttu, mistaka og beiskra ósigra. Verkið allt er í fjórum bindum í meðalstóru broti sem seld eru saman í fallegri öskju. 1448 bls. Bókaútgáfan Sæmundur 51
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==