Bókatíðindi 2020
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 0 D F Berskjaldaður Barátta Einars Þórs fyrir lífi og ást Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Einar Þór Jónsson vakti þjóðarathygli fyrir skýra en hógværa framgöngu sem talsmaður Geðhjálpar. Fáa grunaði þó að þessi látlausi og geðþekki maður ætti sér magnaða lífssögu að baki. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skrifar þessa áhrifamiklu baráttusögu Einars Þórs Jónssonar af innsæi og næmi. 381 bls. Bjartur D Bertel Thorvaldsen Helgi Konráðsson Samant.: Stefano Grandesso Formáli: Guðni Th. Jóhannesson Bertel Thorvaldsen var á 19. öld viðurkenndur og dáður sem einn fremsti myndhöggvari Evrópu. Hér er rakin ævintýraleg saga listamannsins sem var af fátæku fólki en komst vegna hæfileika sinna til listnáms aðeins ellefu ára gamall. Móðir Bertels var jósk en faðir hans skagfirskur myndskeri. Að loknum glæstum námsferli í Kaupmannahöfn bjó Bertel í fjóra áratugi í Róm og tók þar þátt í litskrúðugu lista- og menningarlífi þeirra sem lengst náðu í vestrænum heimi þess tíma. 400 bls. Bókaútgáfan Sæmundur E Brosað gegnum tárin Bryndís Schram Brosað gegnum tárin er bók um ástina og hamingjuna, um sorgina og harmleikinn. Ævisaga heitra tilfinninga og dramatískra viðburða. Bók sem enginn leggur frá sér – ósnortinn. Hún heldur áfram þar sem metsölubók Bryndísar Schram Í sól og skugga endaði. Hún segir söguna alla, þar sem höfundur horfist í augu jafnt við hamingjuna sem harmleikinn. 230 bls. HB útgáfan G F Dóttir – leið mín til tveggja heimsmeistaratitla Katrín Tanja Davíðsdóttir og Rory McKiernan Þýð.: Helgi Ágústsson Katrín Tanja, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, rekur hér leið sína til hæstu tinda. Í CrossFit fékk hún útrás fyrir óstöðvandi orku og baráttulöngun, tókst á við sigra og ósigra og náði á toppinn með því að þjálfa líkamann að þolmörkum. Bók sem veitir sýn á eina fremstu íþróttakonu heims og það sem hún hefur gert til að ná árangri og verða fyrirmynd. 287 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell G F I Ein á forsetavakt Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur Steinunn Sigurðardóttir Árið 1980 varð Vigdís Finnbogadóttir fyrst kvenna í heiminum lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Átta árum síðar skrifaði Steinunn Sigurðardóttir metsölubókina Ein á forsetavakt , þar sem annasömum dögum í lífi forseta og einstæðrar móður er lýst af innsæi og glettni. Bókin kemur nú út á ný í tilefni þess að 90 ár eru frá fæðingu Vigdísar og 40 ár síðan hún var kjörin forseti. 188 bls. Forlagið – Iðunn Ævisögur og endurminningar D Af moldargólfi í ólgusjó verkalýðsmála Magnús L. Sveinsson Í þessar bók fjallar Magnús L. Sveinsson fyrrum formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur og forseti borgarstjórnar um feril sinn, allt frá æskuárum austur á Rangárvöllum. Við kynnumst mannlífi á Suðurlandi á fjórða og fimmta áratugi síðustu aldar. Fjallað er um stjórnmálaþátttöku hans á Suðurlandi og síðar í Reykjavík. Ferill hans í hringiðu verkalýðsmála um áratugaskeið er þó fyrirferðarmestur í þessari læsilegu bók. 380 bls. Skrudda G F Á sviðsbrúninni Sveinn Einarsson Eftir að bók Sveins Einarssonar leikstjóra og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóra, Mitt litla leiksvið , kom út 2017 tóku að hrannast upp önnur minningabrot ásamt heimspekilegum vangaveltum sem rötuðu á þessa bók. Hér eru í bland fjörlegar frásagnir, minningaleiftur og forvitnilegar huganir sem gaman er að lesa. 238 bls. Ormstunga D Ástin lifir Mynda og sögubók um ævi Margrétar Kristjánsdóttur frá Villingaholti Margrét Kristjánsdóttir Margrét skrifar styttri og lengri endurminningar í lifandi og persónulegum stíl. Sögur frá barnæskunni í Flóanum og hjartnæmar frásagnir af ástinni sem spíraði í Flóamoldinni og átti eftir að fylgja henni yfir fjöll, haf og mörk þessa heims og hins. Bókina skreyta myndir frá æskuslóðunum í Villingaholtshreppnum, vertíðarárunum í Ólafsvík og Grindavík, Álafossi, Skagafirði, ástarævintýrum og fjölskyldu Margrétar frá Villingaholti. 264 bls. Margrét Kristjánsdóttir D Beckmann Ritstj.: Atli Rúnar Halldórsson Dramatísk saga tréskurðarmeistarans Wilhelms Beckmanns sem flýði til Íslands undan Hitler 1935, settist hér að og vann að listsköpun sinni til dauðadags. Eftir hann eru listmunir í mörgum íslenskum kirkjum og allt lék í höndum hans. Of fáir kannast samt við nafn mannsins sem t.d. hannaði merki Hótels Borgar 1946 og notað er enn þann dag í dag. 132 bls. Svarfdælasýsl forlag 52
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==